Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 18
Fyrri keppnin var í desember, ég innheimti allar bækur fyrir jól og byrja aftur útlán í janúar. í desember voru aðeins xom 10 bækur enn útistandandi og komu þær eftir að útlán byrjuðu í janúar. Seinni keppnin er í maí. Og hvað fengu börnin svo í verðlaun? Ég hef útlánin tvískipt, annars vegar fyrir þá sem eru í skólanum fyrir hádegi og hins vegar þá sem eru eftir hádegi. Sá bekkur sem var fyrstur til að skila í hvorum hópi fékk eina gosdós á mann frá skólanum sem þau fengu að drekka í nestistíma, svo fengu þau blýant, reglustriku og endurskinsmerki frá Sparisjóðnum. Að sjálfsögðu voru þau mynduð í bak og fyrir. Síðan var happadrætti. Við drógum eitt bókasafnsnúmer úr þrem fyrstu bekkjunum úr hvorum hópi. Þau sex börn sem áttu þau númer fengu að fara með safnverði í heimsókn í Sparisjóðinn og var okkur vel tekið. Boðið var upp á kakó og kökur. Við fengum að skoða húsið og síðan vorum við öll leyst út raeð góðum gjöfum sem voru: Leðurpeningaveski, lítil gyllt næla með smára, merki sparisjóðanna og afmælisrit Sparisjóðs Keflavíkur. Þar voru börnin síðan mynduð og kom mynd af þeim í bæjarblaðinu Reykjanesi. Það voru ánægð börn sem kvöddu húsakynni Sparisjóðsins. Nú er maí að byrja og farið að styttast í sumar. Ég er byrjuð að innheimta bækurnar, öll vilja börnin vinna í keppninni. Þau koma og spyrja: Hvað eru margar bækur eftir hjá okkar bekk? Hver á eftir að skila? Verðum við fyrst? Við ætlum sko að vinna. Þau eru svo spennt að þau fá leyfi til að hlaupa heim í frímínútum til að ná í bækurnar eða koma með þær eftir að kennslu er lokið. Þetta virkar mjög hvetjandi á börnin og það er mjög spennandi að fylgjast með þeim. Ef einhvern langar til að prófa eitthvað þessu líkt þá er velkomið að hafa sambandi við mig í Myllubakkaskóla í Keflavík. Síminn er 92-11450. Guðrún Eyjólfsdóttir 18

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.