Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 1

Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 1
TIL FÉLAGSMANNA SKÓLAVÖRBUNNAR Stjórn Skólavörðunnar vill þakka þeim sem sent hafa okkur bréf og gengið í félagið frá því við sendum út síðasta blað í maí síðastliðnum. Við settum okkur það mark að fengjum við 30 meðlimi yrði reynt að halda úti einhverri starfsemi. Því marki hefur nú verið náð og vel það, og því hefst nú fyrsta heila starfsárið hjá Skólavörðunni um nokkurra ára skeið. Þótt enn sé tæplega grundvöllur fyrir meiri háttar starfsemi hefur stjórnin þó gert sér starfsáætlun í vetur sem einkum verður beint að tveim þáttum. Annars vegar er það ætlunin að gefa út blaðið SKÓLAVÖRÐUNA með einhverjum fróðleiksmolum fyrir starfandi skólasafnverði og þá sem á einhvern hátt fjalla um þennan málaflokk. Fyrir utan það hefti sem nú sér dagsins ljós verður annað gefið út á vormisseri 1991. Annað sem við viljum gjarnan brydda upp á í vetur er að halda fræðslufundir fyrir meðlimi félagsins. Er ætlunin að halda fjóra fræðslufundi í vetur, tvo fyrir áramót og tvo eftir áramót. Ætlunin er að fræðslufundirnir verði einkum á sviði tölvumála og kennslu í safnnotkun. Eru allir meðlimir Skólavörðunnar hjartanlega velkomnir á þessa fundi. Með þessu blaði fylgir tilkynning um þessa fundi og dagsetningar þeirra. 1 þessu blaði er vonandi ýmislegt sem getur komið skóla- safnvörðum og áhugamönnum um þróun skólasafna til góða. Við birtum nú lög Skólavörðunnar, segjum frá könnun á bókfræði sem unnin var og kynnt á ráðstefnu í september á Akureyri, sagt er frá alþjóðlegri ráðstefnu skólasafn- varða sem haldin var í Svíþjóð í júlí síðastliðnum og

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.