Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 3
KÖNNUN Á BÓKFRÆÐIVERKUM ISLENSKRA BÓKASAFNA. HELSTU NIÐURSTÖÐUR ER VARÐA GRUNNSKÓLA- OG FRAMHALDSSKÓLASÖFN Úrtak og spurningar 1 vor var gerð könnun á bókfræðiverkum íslenskra bóka- safna í tengslum við ráðstefnu um íslenska bókfræði sem haldin var á Akureyri í september s.l. Megintilgangur könnunarinnar var að gera úttekt á þeim bókfræðiritum sem gerð hafa verið í bókasöfnum hér á landi og athuga meðal bókavarða á hvaða fræðasviðum skortur væri á slíkum ritum. Að könnuninni vann sex manna hópur sem í voru fulltrúar frá öllum safnategundum og lagði Vísindasjóður fram fé í þessa könnun. Spurt var um eftirfarandi atriði: efnisskrár/heimildalista sem gerðar höfðu verið á viðkomandi bókasafni og í hvaða formi skrárnar væru útgefnar skrár sem unnar hefðu verið á vegum safns- ins óútgefnar skrár sem hægt væri að dreifa eða gefa út efnisskrár/heimildalista sem notendur skortir helst hvaða efnisskrár væru mest notaðar á safninu Vegna mikils fjölda bókasafna var valið úrtak sem í voru 231 bókasafn. Við val á sérfræðisöfnum og bókasöfnum í sérskólum og framhaldsskólum var tekið mið af því að viðkomandi safn hefði ákveðinn umsjónarmann. Öllum miðsöfnum var sendur spurningalisti, svo og öllum grunn- skólum í Reykjavík og í fræðsluumdæmi Reykjaness en við val á grunnskólum í öðrum landshlutum var stuðst við niðurstöður úr könnun Rannsóknastöðvar í bókasafna- og upplýsingamálum frá 1989 um stöðu skólasafna í grunn- skóltim þar sem fram kom hvar skólasöfn var að finna. Þannig lentu 53 grunnskólar utan Reykjavíkur og Reykja- ness í úrtakinu.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.