Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 4
Eign bókfræðirita, efnissvið, "útgáfuhæfar" skrár Tafla 1 sýnir fjölda safna í úrtaki, svo og svörun og hve margar efnisskrár/heimildalistar hafa verið unnar á söfnuimm. TAFLA 1 Safnategund Úrtak Fj. svara Söfn m/bókfr. Fj. bókfr. Almbs. 43 29 11 149 Frh. & sérsk. 31 21 18 606 Gr.skólar 104 45 21 204 Sérfr.söfn 53 36 18 121 Alls 231 131 68 1080 Samkvæmt töflunni hafa 1080 skrár og listar verið gerðir í þeim söfnum sem svöruðu og var skránum skipt í 84 mismunandi efnissvið. Bókaverðir í framhaldsskólum og sérskólum eru iðnastir við að taka saman heimildalista enda er gerð heimildaritgerða stór hluti af námi framhalds skólanema. Grunnskóla- og framhaldsskólasöfn eiga samtals 900 skrár og lista. Algengastir eru listar um þekkta einstaklinga í mannskynssögu og Islandssögu, tim rit- höfunda og skáld og síðan skrár í landafræði, íslandssögu og mannkynssögu. Flestir listarnir eru í vélrituðu formi en einnig eru skrár í tölvutæku formi og á spjöldum nokkuð algengar. Þegar spurt var um skrár sem hægt væri að dreifa eða gefa út ef fjármagn fengist kom í ljós að grunnskólasöfnin höfðu engar "útgáfuhæfar" skrár í fórum sínum en framhalds skólarnir höfðu 308 slíkar skrár og þar af voru 306 í einu og sama safninu, Bókasafni Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Vert er að geta þess að bókaverðir lögðu sjálfir mat á hvort skrárnar væru "útgáfuhæfar" eða ekki.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.