Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 8
SAMSTARFSHÓPUR BÓKAVARÐA 1 FRAMHALDSSKÓLUM Líkur eru á því að a.m.k. 10 framhaldsskólasöfn kaupi sama bókasafnsforrit. Nýja tölvuforritið sem er stxindum í gamni kallað KLeppjárnsreykjakerfið en höfundur nefnir Metrabók: bókasafnsforrit fyrir smærri bókasöfn er hannað af Ásmundi Eiríkssyni rafmagnsverkfræðingi í samvinnu við Jónínu Eiríksdóttur bókasafnsfræðing. Forritið hefur m.a. þá kosti að hægt er að skrá útlán og upplýsingar í sambandi við ársskýrslugerð. Einnig getur innheimta bóka og tímarita farið fram í tölvu. Færslur þær sem þegar eru véltækar má setja inn í hið nýja kerfi með smávægilegum breytingum. En nokkur framhaldsskólasöfn hafa notað bókasafnsforritið Hugleit frá Hugbúnaði h.f. í Kópavogi um nokkurt skeið. Tölvuvæðing safnanna mun auðvelda notendum heimildaleit og önnur not af safnkostinum, auk þeirrar augljósu hagræðingar sem fylgir markvissri notkun tölvu. Hafa bókaverðir í framhaldsskólunum í hyggju að hafa nána samvinnu sín á milli um tölvuvæðinguna. Enn hefur það brýna hagsmunamál framhaldsskólasafnanna að fá sambærilega þjónustu og skólasafnamiðstöð Reykjavíkur lætur skólasöfnunum við grunnskóla Reykjavíkur í té engan árangur borið. Tvö framhaldsskólasöfn sem áður voru skólasöfn á grunnskólastigi njóta þessarar þjónustu. En mikilvægt er að öll skólasöfn hafi jafna aðstöðu hvað varðar aðföng, frágang, flokkun og skráningu gagna. En eins og málum er nú háttað í framhaldsskólasöfnunum er veríð að margvinna sömu störfin en þennan tíma og sérfræðiþekkinguna væri hægt að nota til mikilvægari starfa sem kæmi nemendum og kennurum skólanna mun betur og myndi stuðla að öflugra skólastarfi. 8

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.