Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 16
ALÞJÓÐLEG VIÐURKENNING TIL SKÓLASAFNA Á þingi Alþjóðlegu skólasafnasaratakanna 1990 var í fyrsta sinn úthlutað viðurkenningu til skólasafna fyrir að hafa skarar fram úr á einhverju sviði, svokallað "IASL COMMENDATION AWARD". 1 þetta sinn voru veittar tvær viðurkenningar. Önnur fór til Ástralíu, en hin til Kanada. Viðurkenningin til Ástralíu fór til Northern Territory sem er gríðarlega stórt og strjálbýlt svæði, en þar höfðu öll skólasöfn verið tengd saman í eitt tölvukerfi, DOBIS/LIBIS. Er þarna um að ræða samtengingu 39 grunnskóla og 13 framhaldsskóla sem nota kerfið til þess að fá skráningartexta, fyrir útlán, aðföng, millisafnalán og ýmsa aðra safnastarfsemi, þar á meðal tengingu við samskrá yfir bókakost allra annarra safna á þessu svæði, og aðgang að filmusafni fyrir skólana, sem er nokkurs konar námsgagnastofnun. 1 gegnum kerfið er hægt að panta filmur, fá efni frá öðrum söfnum, spara sér skráningu og veita nemendum og kennurum aðgang að skrám í tölvutæku formi langt út fyrir það sem hvert safn getur eignast. Hin viðurkenningin fór til Sakatchewan í Kanada. Þar hafði Skólasafnvarðafélagið í því fylki unnið kennslu- áætlun þar sem kennarar og skólasafnverðir unnu í sameiningu að því að tengja skólasafnið, kennsluna og námskrána. Þegar ný aðalnámskrá lá fyrir ákvað Skólasafn- varðafélagið að vinna upp kennslu fyrir kennara og safnverði hvernig þeir gætu unnið saman að markmiðum námskrárinnar. Er þarna um að ræða hugmyndir að því hvernig megi nýta safnið í öllum mögulegum kennslugreinum og jafnframt er þarna kennsluefni fyrir safnverði og kennara. Varaforseti samtakanna, Sigrún Klara, afhenti viður- kenningarnar, en skjölin voru fagurlega hönnuð af íslenskum listamanni, Þorvaldi Jónassyni, kennara í Réttarholtsskóla í Reykjavík. 16

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.