Alþýðublaðið - 12.08.1969, Síða 7

Alþýðublaðið - 12.08.1969, Síða 7
ATiþýðufol'aðlð 12, ágúst 1969 7 \ RÁÐSTEFNA UM HÁSKÓLAMÁL ÞatttaKendur á Siáskólaráðstefnunni, sem skýrðu frá sjónarmiðum sínum varðandi háskólann á blaðamannafundinum í gar. □ Við viljum, að allar umræður um háskólann fari fram fyrir opnum tjöldum, og að afnumin verði þagn arskylda þeirra, sem sæti eiga í deildarráðum c? há- skólaráði. Háskólinn á að vera virk stofnun, sem hvet ur til umræðna um hvers konar þjóðfélagsleg mál- efni. Það er ekkert aðalatriði að vita fyrir fram, hvernig umræðurnar þróast,“ sögðu þátttakendurnir á nýafsíaði mi ráðstefnu um háskólamál á blaðamanna fundi í gær. Ráðstefna i var haldin að frumkvæði Verðandi, félags vinstri sinnaðra stúdenta í Háskóla íslands, cg í samráði við einstaklinga í SÍSE, sam- bandi ísienzkra stúdenta erlendis, og Félagi háskóla- kemiara. Nokkrir þátttakendur á ráð- stefnu þessari efndu til fund- ar með blaðamönnum í gær og gerðu grein fyrir ráðstefnunni, sem stóð yfir í tvo daga um síðustu helgi, og sjónarmiðum sínum. Verður hér stiklað á stóru en ieitazt við að gera gfein fyrir hugmyndum þeirra aðila, sem hér eiga hlut að máli. Aðalmálaflokkarnir, sem fiallað var um á ráðstefnunni voru: Skipulagsmál Háskóla fslands, kennslumál og fyrir- komulag prófa, kennsla í raun vísindum við HÍ, kennsla í fé- lagsvísindum við HÍ og háskóla .pólitík. Um 80 þátttakendur tóku þátt í ráðstefnunni fyrri daginn en um helmingi færri síðari daginn. Skiptust þátt- takendur niður í fimm umræðu hópa fvrri daginn, en tvo hópa hibn síðari. Fóru umræðurnar fram bæði í hópum og sameig- injlega. NVIlt MENNINGAR- STRAUMAR Var lögð áherzla á það á blaðamannafundinum, að hóp- arnir hefðu ekki skipzt niður í framsögumenn og „passíva1' á- heyrendur. í fyrstu hefði mátt greina nokkuð öryggisleysi hjá ýmsum þátttakendum, en tek- izt hefði að yfirvinna það og ná mjög almennri þátttöku í öllum samræðum á ráðstefn- unni. Megintilgangurinn með henni væri að vekja umræður og skoðanaskipti um háskóla og opna nýjum menningar- straumum leið inn í Háskóla íslands og til stúdenta og kenn ara, sem þar störfuðu. FALLA INN í GAMALT ÞJÖÐSKIPULAG Það sjónarmið kom fram á ráðstefnunni, að Háskóli ís- lands væri stöðugt að verða fullkomnari framleiðsluvél, sem framleiddi ákveðinn fjölda fólks árlega, sem hentaði ríkj- andi þjóðskipulagi. Var á það bent, að Háskóli íslands væri fyrst og fremst embættismanna skóli, sem hefði því hlutverki að gegna að viðhalda 19. aldar embættismannastétt, sem félli inn í gamalt og úr sér gengið þjóðskipulag. STÚDENTAR ERU STÉTT Kerfið, sem öll kennsla í Há- skóla íslands byggist á, væri við það miðuð, að nemendur væru óvirkir — „passívir“. Kennar- arnir væru rikjandi í kennsl- unni og nemendur ættu þdss ekki kost að mynda sér sjálf- stæða skoð\m á því námsefni, sem um væri veríð að fjalla. Ýrðu stúdentar að bindast sam tökum um að brjóta þetta form niður. Þeir yrðu að gera sér grein fyrir því að þeir væru stétt, en háskólakennararnir væru önnur stétt, en hins veg- ar bæri nauðsyn til, að bæði. nemendur og kennarar ynnu saman að viðfangsefnunum, þó að búast mætti-við því að til árekstra geti komið vegna ó- líkra hagsmuna þessara tveggja stétta. ÚRELT KENNSLU- SKIPULAG í umræðunum um kennslu- málin og skipulag þeirra var því haldið fram á ráðstefnunni, að skipulag kennslumála í Há- skóla íslands væru úrelt orð- in og væri með allt öðrum hætti en í háskólum víðast hvar er- lendis. í flestum háskólum er- lendis færi kennslan fram að verulegu leyti í litlum umræðu hópum og væri lögð rík áherzla á það, að nemendur ræddu námsefnið fram og aftur, rök- t ' ræddu það og þeir gætu dreg- ið rökréttar ályktanir út frá q gefnum forsendum. Þá væri > það mjög mikilvægur þáttur í kennslunni við háskóla í Þýzka “ landi og Bandaríkjunum, að ;5 þeir nemendur, sem lengra eru komnir í námi sínu, taki þátt í kennslunni með þeim, sem skemmra eru komnir. Við Háskóla fslands tíðkast hins vegar, að kennslan færi fram nær eingöngu með fyrir- lestrum, þar sem kennarinn eða prófessorinn stiilti sér upp gegnt nemendunum, sem tækju ,.þassívt“ við „sannleika“ læri- í föðurins. TILRAUNIR HAFA MISTEKIZT I Þá kom það fram á ráðstefn- , Framhald á bls. 11. .

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.