Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðulbíaðið 21. ágúst 1969 Fílarnir á Ceylon víkja fyrir dráttarvélum og krönum □ Fíl'l'nn, sem hefur um 2000 ára skeið verið Ceylon- búum ákaflega mikilvægur í hernaðarlegu, trúar- legu og .efnahagslegu tilliti, er nú í þann mund að ljúka störfum sínum í þágu mannkynsins. Hlutverk hans í hernaði, þar sem hann var hreyfan« iegur, brynvarinn skotpallur, sem gat rutt hverju, sem var, úr vegi sí'ium, hefur nú verið falið skrið* drekum og öðrum hervélum nútímans. Vegna breyti- inga á stjórnarfari landsins er hann ekki heldur tákn konungsvaldsins eins og fyrrum. En í skógunum á Ceylon hef- ur fíllinn til skamms tíma ver- ið einvaldur. Jafnvel nýtízku- legustu vélar stóðust honum ekki snúning og gátu ekki att kappi við hann um afl og hraða í þéttum, veglausum frumskóg- um, þegar um það var að ræða að flytja trjáboli, en þar afkast ar hann einu tonni á klukku- stund. Á seinni árum hefur mönn- um hins vegar orðið Ijóst, að síminnkandi fjöldi fíla á Ceylon fær ekki annað vaxandi timbur- framleiðslu landsins. Þess vegna hafa nú verið framleiddar vél- ar, sem geta ekki einungis flutt fleiri trjáboli en fíllinn, held- ur einnig dregið þá út úr þétt- ustu skógarþykknum, sem fjögurra tonna fíll fær ekki einu sinni brotizt gegnum. Fréttir af minnkandi fjölda trjáburðarfíla bárust nýlega til aðalstöðva Matvæla- og land- búnaðarstofnunarinnar (FAO) í Róm frá einum af sérfræð- ingum hennar í skógrækt, Har- old Rafter, sem hefur undan- farin sex ár veitt Ceylon-bú- um aðstoð við að skipuleggja ört | vaxandi timburframleiðslu þeirra. Harold Rafter var sendur til Ceylon árið 1963 af Þróunar- áætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í því skyni að veita aðstoð við rekstur nokkurra nýtízkulegra sqgunarmyllna í ríkiseign, sem búnar voru hrað- virkum bandsögum af nýjustu gerð. Hver sög er á 18 tonna vagni og getur afkastað 100 tonnum af timbri á dag. Timb- urframleiðsla Ceylons hefur vaxið svo ört, að fílarnir hafa ekki undan þessum stórvirku vélum í timburburði. „Sums staðar á Ceylon vinn- um við í regnskógum sem ekki er hægt að komast í gegnum,“ segir Rafter. „Skíðhöggvararn- ir geta ævinlega höggvið sér braut gegnum þykknið með löngum högghnífum sínum og fellt stóru trén, en þá stönd- um við gagnvart því mikla vandamáli að koma fílunum inn í regnskógaþykknið til að bera hina stóru trjáboli.“ i Meðal þeirra nýtízkulegu skógarhöggsvéla, sem teknar hafa verið í notkun til að leysa flutningavandann, eru svonefnd ir strengjakranar, sem beitt er í hæðóttu landslagi. Langur, sterkur strengur liggur yfir skóginum. Þegar trén hafa ver- ið felld, er stóru trjábolunum lyft upp, þeir tengdir við streng inn, sem þeir renna eftir uppi yfir trjátoppunum í stað þess að vera dregnir gegnum skóg- inn. Á jafnsléttu taka hinir svo- nefndu skriðtraktorar við verk- inu. Þeir ryðja sér braut gegn- um frumskóginn, og eftir henni eru stóru trjábolirnir dregnir út á bersvæði, þar sem þeim er lyft á flutningabíla, sem flytja þá til sögunarmyllunnar. Strengjakranarnir og skrið- traktorarnir hafa reynzt svo afkastamiklir í hitabeltisskóg- um Ceylons, að nú er farið að nota þá víða annars staðar, þar sem talið er að þeir séu hag- kvæmir. Fíllinn heimtar að fá frí Gagnvart frábærri frammi- stöðu þessara véla fá afköst fílsins naumast staðizt saman- burð. Jafnvel þaulþjálfaður fíll getur ekki unnið -lengur en 5—6 stundir á dag. Eftir það verður að fara með hann niður að fljótinu, þar serh hann þarf að fá sitt daglega síðdegisbað og þar sem hann er rækilega skrúbbaður af kúski sínum (mahout). Ceylon-fíllinn er ákaflega vandlátur og matvand ur. Hann „fitjar upp á ranann“ við nálega öllu nema kítal- pálmanum, sem hann bii'kir sjálfur með rananum. Þar sem þessi pálmatré vaxa aðeins á sunnanverðri eynni, verður að flytja þau þaðan til annarra svæða, sem er bæði dýrt og erfitt. Annað vandamál er fengitimi karldýrsins, sem stendur yfir um mánaðartíma. Allan þann tíma verður að tjóðra fílinn, þar sem hann er hættulegur umhverfi sínu og alls óvinnu- fær. Auk þess heimtar hann eins mánaðar frí árlega. „Og hvort sem þið trúið því eða ekki,“ segir Harold Rafter sem hafði unnið með fílum ár- um saman í Kambodsja og á Borneó áður en hann kom til Ceylons, „þrjótarnir vita ná- kvæmlega, hvenær þeir eiga rétt á fríi. Sé reynt að halda fíl að vinnu fram yfir eðlileg- an vinnutíma hans, verður hann þvermóðskufullur, neitar að vinna og þrjózkast við á all- an hátt.“ Þrátt fyrir yfirburði hestafl- anna yfir fílaflið munu trjá- burðarfílarnir á Ceylon ekki hverfa úr sögunni þegar í stað. Um 300 þeirra eru enn við vinnu, einkanlega við að ryðja útjaðra skóga, þar sem ekki er alltof erfitt að beita þeim. Innlendir skógræktarmenn hafa enn ánægju af þeim, og vel- þjálfaður fíll af karlkyni kost- ar allt að 30.000 rúpíum (uni 450.000 ísl. kr.) á markaðstorg- um eyjarinnar. En fílahjarðirnar eru að devja út. Fílarnir geta ekki tímgazt eftir að þeir hafa verið sviptir frelsi. Og þar sem villtum fíl- um fer hríðfækkandi, hafa stjórnvöld á Ceylon gert strang ar varúðarráðstafanir til að varðveita stofninn. Nú er bann^ að með lögum að fanga fíla til trjáburðar eða annarra nota. Eins og stendur eru þeir fíla- hópar, sem sjást rölta af stað í rjóðrunum og skógunum á Ceylon, síðustu leifar liðins tíma. Þegar þeir falla frá eða „komast á eftirlaun“ vegna van , 1 heilsu eða elli, munu ekki aðrir koma í þeirra stað. Það verður mörgum raunalegt að kveðja þessa námfúsu, tröllvöxnú puðara, sem á sinn eigin klunná lega hátt hafa þjónað mönnum af stakri trúfesti um þúsundir ára. — SFvlURT BRAUÐ Snittur - - Öl — Gos Opið frá kl. í. LokaS kl. 23.15 PantiS tímanlega I veizlur. BrauSstofan — Mjólkurbarinn Laugavegi 1B2. Sími 16012. Smurt brauð Snittur BRAUÐHOSIÐ SNACK BÁR . Laugavegi 126 Sfmi 24631. Marilyn Monroe gengur aftur □ Nú eru liðin sjö ár frá því að kvikmyndastjarnan fræga, Marilyn Monroe, fannst látin í húsi sínu í Hol'lywood, og voru menn ekki á eitt sáttir um, hvort það hefði verið slys eða sjálfsmorð. En síðan hefur verið reimt í húsinu og eng- inn þorað að búa þar nema nokkrar vikur í mesta lagi. Fjórum sinnum hafa orð- ið eigendaskipti á því, og þótt verð'ð séorðið ótrúlega lágt, fæst enginn lengur til að freista gæfunnar og flytja inn. Fjórði eigandinn var arkí- iektinn John Loncardi sem íaldi það reyfarakaup að fá þetta glæsilega hús^ fyrir aðeins smáhluta af upphaflega verð- inu. , Ef^ir fyrstu nóttina sagði hann þetta: „Ég vaknaði við þá tilfinn- ingu; að einhver væri inni í herberginu hjá mér. Fyrst hélt ég, að það hlyti að vera inn- forotáþjófur, en brátt gat ég greipt veru í hálfmyrkrinu — fíngerða veru sveipaða hvítum slæðum sem sveif fram og aft- ur við gluggann. Ég heyrði hana segja eitthvað, en greindi ekki orðaskil. Svo hló hún lágt .... nákvæmlega eins og ég hafði heyrt Marilyn Monroe hlæja í kvikmyndum sínum. „Ég kveikti ljós — og sá ekki neitt á sveimi lengur. Ég hringdi strax um miðja nótt til seljandans, en hann sagði mér þá, að það væri einmitt vegna reimleikanna sem ég hefði feng ið húsið á svona lágu verði. „Auðvitað trúði ég ekki slík- um þvættingi .... en nóttina eftir fór allt á sömu leið. „Þá sneri ég mér til lögregl- unnar, því að ég var sannfærð- ur um, að einhver væri að leika þessar brellur af ráðnum hug. En þrátt fyrir þriggja sólar- hringa rækilegar rannsóknir fannst ekki neitt sem bent gæti til þess. „Fimmtán sinnum hef ég séð vofuna — eða hvað sem þetta nú er. Ég hef heyrt grát, stun- ur og hlátur og séð veruna, en hún hverfur alltaf um leið og ég kveiki ljósið. „Nú er ég búinn að fá meira en nóg af svo góðu og er fluttur úr húsinu. Það er víst harla lítil von til að geta selt það, en ég fæ þó svefnfrið á næturnar síðan ég fór þaðan“, —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.