Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 13
Ritstjóri: Örn Eiðsson - SPARTAK ,.. Leinr.fi IBV ílaugardal 31. égúsl Albert Guðmundsson afhendir fyrirliSa Víkings sigurlaunin. Vann BreiSabllk í-framlengdum leifc 3:2 P Víkingur og Breiðablik léku í gærkveldi úrslitaleikinn í II. deild. Leikurinn var háð- ur á Laugardalsvellinum að viðstöddum fjölda áhorfenda. Fyrstu 20 mín. liðu án þess að mikið markvert skeði, mikið um þóf og skipulagslausan leik af beggja hálfu. Þó voru Víking ar heldur ákveðnari, og þeir átttu m.a. gott skot á markið á 25. mín., sem Logi Kristjáns- son, ágætur markvörður Breiða bliks, varði vel. Breiðablik varð þó fyrri til að skora. Á 28. mín varð einum leikmanna vþeirra hrint gróflega innan vítateigs og dæmdi dóm- arinn réttilega vítaspyrnu, sem skorað var úr. Það sem eftir var hálfleiksins sóttu Víking- ar grimmt og á 40. mín. kemst Hafliði Pétursson í dauðafæri og á gott skot á mark, en í varn armann og þaðan berst knött- urinn aftur fyrir markið, en Logi bjargaði af tánum á Haf- liða. Á síðustu mín. hálfleiksins kom svo 2. mark Breiðabliks, eins og þruma úr heiðskíru lofti, Víkingar höfðu þá sótt um langa hríð og bakvörður þeirra kominn of framarlega, löng sending fram völlinn og hægri útherji Breiðabliks skor- aði fram hjá markverði Vík- ings, staðan 2:0 gaf ekki beint rétta mynd af gangi leiksins, en það eru mörkin sem gilda. Víkingar komu mjög ákveðn- ir til leiks í seinni hálfleik og á 12. mín skoraði Jóhann Tryggvason með skalla. Færð- ist nú mikið fjör í leikinn og á 15. mín. á Gunnar Gunnars- son skot í þverslá. Á 25. mín. jöfnuðu svo Víkingar úr væg- ast mjög hæpinni vítaspyrnu. Stuttu síðar er Breiðabliksleik- manni hrint innan vítateigs, en ekkert dæmt. Leikurinn leið svo án þess að mark væri skor- að og var því framlengt í 2x15 mín. Skeði fátt markvert fram- an af, enda þreyta mjög farin að^segja til sín hjá leikmönn- um. Allt útlit er fyrir nýjum leik, aðeins 1 mín. til leiksloka, Víkingar eru í sókn og Logi I markvörður á í höggi við einn leikmanna Víkings, er Víking- urinn fellur skyndilega og Hannes Sigurðsson dæmir um- svifalaust vítaspyrnu, sem Haf- liði Pétursson skoraði úr. Stað- an 3:2 og leikurinn á enda. Ekki. óréttlát úrslit eftir gangi leiksins, en sannarlega var hún hæpin vítaspyrnan, sem Vík- ingur jafnaði úr. Bezti maðurinn í liði Breiða- bliks var Logi Kristj ánsson, sem varði hvað eftir annað af mikilli snilld, annars var vörn- I in betri hluti liðsins. | Víkingsliðið er mjög jafnt og I erfitt að gera upp á milli leik- manna, sem allir eru gæddir mikilli baráttugleði. Gunnar Gunnarsson og Jóhann Tryggva son voru einna beztir, sá síð'ar- nefndi mjög athyglisverður leik maður. Dómari í leiknum var Hannes Sigurðsson, og voru honum oft mislagðar hendur í dómum,sínum. — ? Það er nú ákveðið að búl- garska liðið Levski-Spartak komí hingað til lands föstudag- inn 29. ágúst til þess að leika fyrri leik sinn, í Evrópukeppni bikarliða, við lið Vestmannaey- inga. Leikurinn fer fram laugar- daginn 30. ágúst kl. 16 á Laug- ardalsvellinum. Vestmannaey- ingar eru nú að hefja auglýs- ingaherferð vegna leiksins og- mun allt verða gert til þess að vekj a sem mesta athygli á hon- um. Eins og flestir vita, er þarna um að ræða eitt alsterkasta knattspyrnulið Evrópu og þá um léíðveraldarinnar, en í því eru 6 'eða 8 ; af landslið.smönnum Búlgara, sem keppá munu í heimsmeistarakeppninni í Mexí- kó. — Nokkuð hefur reynzt erfitt að afla viðhlítandi upp- lýsinga um liðið vegna slæmra póstsamgahgna milli íslands-og Búlgaríu, en þær munu nú á leiðinni hingað til lands. Eins og áður segir, fer leikur- inn fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 30. ágúst og hafa Vestmannaeyingar nú hafið æf- ingaundirbúning sinn af fullum krafti og munu meðal annars leika við lið Akureyringa á Ak- ureyri nú um helgina, en það er jafnframt hin árlega bæja- keppni þessara liða. Forsala aðgöngumiða að leiK Levski-Spartak og ÍBV mun svö hefjast þriðjudaginn 26. ágúst við Utvegsbankann í Reykja- vík og hefur verð aðgöngumiða verið ákveðið kr. 150,40 í stúku, kr. 100,00 í stæði og kr. 25,00 fyrir börn. Þetta mun vera 'sama verð og var að leik Benfica og Vals fyrir ári síðan. Vestmannaeyingar immu fara þess á leit til Flugfélag- íslands, að þaðveiti afslátt' af fargjöld- um í sambandi við leikinn, til þess aS sem flestir landsmenn féi tækifæri til að sjá þessa snillinga knattspyrnunnar. Síðari leikur liðanna fer svo' fram í Sofia 1. október og fara Vestmannaeyingar héðan áleiðis til Búlgaríu þann 29. septem- ber. | ERLENDUR ? Tvö íslandsmet í frjálsuim ilþrótíuim voru sett í gær.. Á Me!a- völlinuim bastaði Erlendur Valdi- 'iTíarsson, ÍR, kringlunni 56,25 m., sem er 20 om. lengra. en gatmlla met ið, sem HaJlgrímur Jónsson, IBV átti. Firábært afrak hjá Erlendi. Þá setti Arndís Björnsdóttir, UMSK Islairidsmiet í spjótk'asti kven-na, 'kttstaði 38,53 m., s.aTi er tæpum 2 m. lenigra en gamla metið, sem Alda Helgiadótitir, UMSK setti ný- lega. — ? Á þingi norræna sundleiðto^a í Österound í sambandi við Norð- uiianda'mctið \'ar m. a. ákveðið, -.3. næsta Suindm^istaramót.... Norður- landa skyldi fara fram. á Iskuidi 197.Í. — . .-." ? Það voru sett þrjú nor- ræn met í frjálsum íþtóttum kvenna á sænska. ¦meÍBtaramót^- 'inu. Britt Johansson bætti met Ninu Fahnöes (Hansen) í fimmtarþraut, hlaut 4549 stig. Gamla metið var 4529. Gun! Olsson hljóp 100 m. grinda- ' hlaup á 13,9 sek. Bætti met Sirkka Norrlunds, Finnlandi 'um 1/lp úr 'sek. Loks setti Anne-Marie^ Nenzell met í'1500 m. Waupi, hljóp- á 4:22,2 mín. Gamla metið 'á'tti. Wenche Sör- us,. Noregi, 4_:29,2. mín. r;> -j kaidagreinum.hljóp Bo Fors sander 110 m. grind-á 14,0 sek. og sænski meistarinn í stang- arstökki, stökk 5,10 m. Helga komst í úrslít ? Eins og skýrt hefur verið frá á íþróttasíðunni tók Helga Gunnarsdóttir þátt í Evrópu- móti í sundi unglinga, sem fram fór í Vín um miðjan mánuðinp. Helga komst í úrslit bæði í 100 og 200 m. bringusundi og varð 7. í báðum greinunum af' átta, sem komust í úrslit. Alls voru.kéþþehdur þrjátíu í hvorri grein. _ . : Tínii' Helgu í 100 m. var 1:-. 23,4 sek. Sigurvegari var Rús- sanova, Sové't, synti á 1:19,1. — Tvær fyrstu voru sovézkar, síð- an komu tvær austur-þýzkar, þá' ein vestur-þýzk, sjötta varð sænsk stúlka, þá Helga. í 200 m. sigraSi Russanova . einnig á 2:50,5 mín. Annars voru þær spmu í fjórum fyrstu sætunum. Fimmta 'varð' belgísk stúlka, sjptta sænsk, Helga sjöunda og í áttunda sæti var efnilégasta bringusundsköna- E)ána. Frkmmistáðá Helgu Gunnars dóttur hefur því verið með á- gætum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.