Alþýðublaðið - 11.09.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.09.1969, Blaðsíða 9
Alþýðublaðig 11. septembey 1969 9 höfðu verið sáralítið notaðir. Sögðu ménn þeir, er fóru vest- ur um haf og skoðuðu skipin, að alit í þeim hefði litið út sem nýtt og óslitið. Togbúnaður var sterkur og honum vel fyrir komið. Vistarverur skipverja voru mjög góðar. En kunnáttu- mönnum ' þeim, sem skoðuðu skipin, leizt svo á, að aðalvélar bátanna væru of litlar fyrir okkar aðstæður. Þess vegna réðu þeir frá. því að kaupa skipin. í hinni sömu för skoð- uðu menn þessir einnig þrjá 180 smálesta báta, einnig byggða sem skuttogara. Ég er þeirrar skoðunar, að það hafi verið nokkuð fljótráð- ið að vísa kanadísku skuttog- urunum á bug. Hér var um að ræða mjög góð og ódýr skip, sem hefðu komizt í gagnið strax næsta vetur. 500 lesta togararnir kostuðu aðeins rúm- lega 30 milljónir króna hinir dýrustu þeirra. Ef þeir hefðu verið keyptir til landsins, hefði það að sjálfsögðu verið nokkuð kostnaðarsamt. En nú er talið, að kostnaðurinn við allar nauðsynlegar breytingar á þessum skipum hefði aldrei orðið meiri en svo, að verð þeirra hefði farið upp í 40 milljónir króna. Vélaskiptin hefðu skapað vinnu hér í vél- smiðjunum og unnt hefði verið að koma skipunum á veiðar hér næsta vetur og við hefðum fengið mjög góð togskip fyrir minna verð en fáanlegt er nokkurs staðar . annars staðar. Skip þessi hefðu hentað sér- staklega vel til veiða fyrir frystihúsin. Ég er þeirrar skoð- unar, að taka eigi mál þetta upp aftur og athuga það að nýju. Ef umræddir skuttogar- ar eru enn falir á að taka það til gaumgæfilegrar athugunar, hvort ekki er rétt að festa kaup á þeim. Auk þess þarf að at- huga víðar, t. d. i Vestur-Ev- rópu, hvort ekki er unnt að fá keypta notaða skuttogara, sem unnt væri að fá hingað til lands strax í haust til veiða næsta vetur til þess að auka hráefnisöflun frystihúsanna. Æskilegast er að sjálfsögðu að fá ný skip, annað hvort smíð- uð erlendis eða þá smíðuð heima hjá okkur, en ekki er unnt að láta atvinnuvandamál næsta vetrar liggja óleyst á meðan beðið er eftir því í eitt tii tvö ár, að nýir togarar eða ný önnur fiskiskip fáist til landsins. Auk þessa, sem ég hefi nú rætt um þarf einnig að gera ráðstafanir til þess að fá nokk- ur fiskiskip af hentugri stærð, sem henta mundu vel við bol- fiskveiðar til veiða fyrir frysti húsin. Einnig kann að vera að nauðsynlegt verði að veita eig- endum síldveiðiskipa nokkra fjárhagsfyrirgreiðslu til þess að stuðla að því, að þau láti skip sín veiða bolfisk fyrir frystihúsin á þeim tíma er mest á ríður að útvega frysti- húsunum hráefni. Um þessar mundir er hækk- andi verð á ísfiski erlendis og sú staðreynd hefur þegar þau áhrif, að siglingar togaranna til útlanda aukast og hráefnis- öflun frystihúsanna dregst sam- an. Auk þess er fyrirsjáanlegt, að stærri bátarnir munu einn- ig nú í haust í auknum mæli sigla til erlendra hafna með afla sinn. Fari svo sem horf- ir í því efni mun atvinnuleysi í landi, einkum á stór-Reykja- víkursvæðinu, stóraukast. Hið opinbera verður að gera ráð- stafanir til þess að hindra slíka óheillaþróun í tíma. Ef til vill er nauðsynlegt að greiða unp- bætur á fisk, sem landað er heima til þess að draga úr sigl- ingum fiskiskipa og stuðla að auknum löndunum heima. — Skiljanlegt er, að útgerðar- menn vllji fá sem hæst verð fyrir afla sinn. En ríkisvaldið verður að hugsa um það fram- ar ollu öðru að tryggja fulla atvinnu. i BYGGINGAR- IÐNAÐURINN Ég kem þá að byggingariðn- aðinum. Enda þótt mest muni um aðgerðir til aukningar út- gerðinni, er leysa á ’ atvinnu- vandamálin, verður ekki fram hjá því gengið, að byggingar- iðnaðurinn hefur verið í lama sessi undanfarið og átt stóran þátt í því að skapa mikið at- vinnuvandamál, einkum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. — Byggingariðnaðurinn í Reykja- vík hefur t. d. lítið náð sér á strik í sumar. Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar bauð að vísu út byggingu 180 íbúða í Breiðholti í sumar. Ber að fagna því. En vissulega er þetta útboð alltof seint á ferð- inni. Þetta útboð hefði átt að byrja framkvæmdir. við um- ræddar 180 íbúðir strax í vor. En nú er Ijóst, að ekki verður byrjað á umræddum íbúðum fyrr en seint í haust og er bá undir hælinn lagt, hver=u mikla vinnu þær framkvæmdir munu skana í vetur. Það er vitað, að fjárhagserfiðleikar hafa staðið í vegi fyrir því, að umrætt út- boð ætti sér stað. Mun raunar ekki enn full frá því gengið, að nægilegt fjármagn fáist til um- ræddra framkvæmda við bygg- ingu þessara 180 íbúða í Breiðholti. En -í/æntanlega leys- ist það mál. Ástæða er þó til þess að vekja athygli á því, að framkvæmdir á vegum Fram- kvæmdanefndar bvggingará- ætlunarinnar í Reykjavík eru orðnar langt á eftir áætlun. Þegar framkvæmdir þessar voru ákveðnar árið 1964 var samþykkt að í’eisa 1250 íbúðir á 5 árum, þ. e. 250 íbúðir á ári. Enn hafa ekki verið reistar nema 360 íbúðir og nú eru 180 boðnar ,út til viðbótar eins og fvrr segir. Þessi seinagangur á framkvæmdum á vegum Framkvæmdanefndar bygging- aráætlunarinnar kæmi þó ekki að sök, ef mikil gróska væri í byggingarframkvæmdum á vegum einkaaðila. En því er ekki að heilsa, þvi miður. Árið 1967 var hafin bygging 2052 íbúða hér á landi. En á síðast- liðnu ári var aðeins byrjað á rúmlega 1000 íbúðum og á yfir standandi ári er augljóst, að byrjað verði á enn færri íbúð- um. Árið 1966 voru fullgerðar hér á landi 1693 íbúðir eða 8,6 íbúðir á hverja 1000 íbúa. Ár- ið 1967 voru reistar hér á landi 1787 íbúðir eða 8,9 á hverja 1000 íbúa. Sérfræðingar telja hins vegar, að hæfilegt sé að reisa 9 íbúðir á ári á hverja 1000 íbúa. Nágrannaþjóðir okkar setja að vísu markið hærra. Þannig reisa Svíar 12 íbúðir á hverja 1000 íbúa á ári og í Noregi og Danmörku eru áætlanir um að byggja 10 íbúðir á hverja 1000 íbúa ár- lega. En ef við höldum okkur við 9 íbúðir á hverja 1000 íbúa á ári þá þýðir það miðað við núverandi íbúatölu 1800 íbúðir í ár og á næstu 12 ár- , um 24.000 íbúðir. Eru þessar staðreyndir undirstrikaðar í ágætri grein eftir Halldór heitinn Halldórsson, arkitekt, framkvæmdastjóra (Húsnæðis- málastofnunar ríkisins, en hún. Framhald á bls. 11. Eiíi mikiívægasta verkefnið að kaupa ný (ogskip. fljófráðið að vísa kanadísku skuilogurunum á bug! Aukast landanir í erlendum hölnum í veiur! Það hefði átt að byrja á Brelðholtsíbúðunum í vor. Um 500 manns myndu fá vinnu við að byggja olíuhreinsunarslöð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.