Alþýðublaðið - 11.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 11.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðubl'aðið 11. septemlbsr 1969Í beSið þig um að Ieyfa mér að fá telpuna til mín, og því er þetta ekkert ónæði. — Þú ert nú alltaf svo önnum kafin líka, sagði faðir minn. Föðursystir mín var eirr af þessum manneskjum eins og faðir minn, sem aldrei fellur verk úr hendi. Hún er ógift og vellauðug og hefur varið mestum hluta ævi sinnar til mannúðarstarfa og þá aðallega til þess að annast ungar vandræðastúlkur, sem ann- að hvort hafa lent undir manna hörrdum eða eignazt barn, sem þær geta ekki séð fyrir. Ég man aldrei eftir öðru en að tvær eða fleiri slíkar stúlkur byggju heima hjá frænku minni um tíma, meðan hún var að reyna að útvega þeim vinnu eða á annan hátt leysa úr vandamálum þeirra. — Ég vildi óska, að þú gætir hjálpað mér, sagði faðir minn. — Benna hefur hagað sér undarlega síð- ! an hún kom heim. Ég veit ekki, hvað er að henni, því j j að ég verð að játa það, að hún hefur alltaf haft ríka tilhneigingu til að skemmta sér og liggja í leti, ' en mér finnst einhvern veginn, að nú ami eitthvað mikið að henni. Err þú þekkir Benediktu. Það er ekki hægt að tala við hana. Hún lokar sig inni í einhverri skel. Ég veit ekki, hvað á að gera til að hjálpa henni. — Hefurðu þá reynt það? — Auðvitað hef ég reynt það! Ég bauö henni t.d. ágætis stöðu á skrifstofunni hjá mér. IVIun betri og skemmtilegri stöðu en stúlka með henrrar menntun og reynslu hefði nokkurn tíma getað fengið. En ég fékk að eins það svar, að hún hataði fyrirtækið, skrifstofuna og já.... — Kannski þig líka? spurði Ingveldur frænka kaldhæðnislega. — Það kæmi mér ekki á óvart, annað eins uppeldi og húrr hefur fengið. — Við hvað áttu eiginlega? Munda hefur hugsað um hana. Ég hef leyft henni að ferðast erlendis á hverju ári. Hún hefur verið í góðum skólum erlendis á sumrin til að læra málið og eftir að ég gifti mig aftur, þá.... Ég kenndi í brjósti um pabba. Ég hafði áberandi orðið vör við það, að hann saknaði stjúpu minnar mjög. Eftir því, sem Munda sagði, þótti honum enn vænna um hana heldur en um móður mína. Mamma var ekki jafn falleg og aðlaðandi og stjúpa mín, en ég hafði alltaf huggað mig við það, að hún hafi þó verið góð kona. Ég skammaðist mín fyrir að liggja á hleri í sím anum, en ég vildi líka gjarnan fá að vita, hvaða launráð þau væru að brugga núna. — Ég held, sagði pabbi, að hún verði aldrei ham- ingjusöm fyrr en hún hefur hitt rétta manninn og gengið að eiga hann. • j — Það er rrú fánýt von, svaraði frænka. — Er ' hún ekki einmitt nýbúin að slíta trúlofun sinni og Guðjóns? Sú saga gengur fjöllum hærra um allan 1 bæinn, en hvorki þú né hún hafa látið svo lítið að Smáauglýsingar INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR tala við mig og segja mér fréttirnar. Önnur hver manneskja, sem ég hitti, vill fá að vita, hvers vegna trúlofuninni var slitið og það eins og þau virtust e'ga vel saman og vera hrifin hvort af öðru.. Hvernig veit fólkið þetta? Ég er föðursystir hennar, en enginn segir mér neitt. — Ég er faðir hennar og veit minna en þú, svar. aði pabbi bitur. — Ég vildi sjálfur gjarnan vita, hvað býr þar á bak við. — Ég ætla nú að segja þér mína meiningu í eitt skipti fyrir öll, sagði Ingveldur frænka, og nú talaði hún í þeim tón, sem alltaf þaggaði niður í pabba. — Mér hefur aldrei litizt vel á þennan Guðjón. Ég veit, að þið voruð ánægð með hann, enda er pilturinn af góðu fólki, en hann hefði aldrei haft í fullu tré við Benediktu, og það veit guð, að hún þarf að eignast mann, sem stjórnar hennj með harðri hendi. — Hvar heldurðu, að hægt væri að finna slíkan mann? Benedikta hefur meira bein í nefinu en svo. Höfum við ekki bæði orð fyrir að vera stjórnsöm og ráðrík, en hefur okkur nokkru sinni tekizt að fá telp- una þá arna ofan af því, sem hún vildi? ,— Kynlegt er það, að þú skulir vera ráðamaður, en samt svo lítill mannþekkjari, sagði frænka mín. — Ég þekki einmitt manninn handa henni. — Gleður mig mjög, sagöi faðir minn og hló þurr- lega. — Hver er þesi hugrakki maöur, sem ætlar að gerast Ijónatemjari? — Það get ég ekki sagt þér núna, svaraði frænka af bragði. — Mér var einmitt að detta þetta í hug. — Þú skalt ekki ásaka mig, ef illa gengur. En ég verð að segja þér eitt, að Benedikta er komin í heldur slæman félagsskap. Kannastu við Harald, son Guðmundar Haraldssonar? — Ég hef heyrt piltsins getið! Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þau þekkist? — Hún hittir þennan Harald oft, og mér er ekkert um það, sagði faðir minn. Nú varð ég öll að eyrum. Hvernig hafði pabbi kom. izt að því, að ég fór með Halla út í Nauthólsvík? Ja, þessir foreldrar manns leyna oft á sér, það verð ég að segja! — Og þá ekki mér, sagði frænka mfn. — Þær eru ófagrar sögurnar, sem þær segja mér um hann, sum- ar stúlkurnar mínar. Nú, já, svo að Halli hafði verið að gera hosur sínar grænar fyrir einni eða fleirum af stúlkunum hennar frænku! Þá var ekki að undra, þótt hann héldi, að kossarnir mínir lægju á lausu! — Um daginn vildi hún ekki verða mér samferða heim, err kom í leigubíl og klædd þeim furðulegustu druslum, sem ég hef nokkru sinni séð hana í, og er þá mikið sagt. Ég spurði haná ekkert um það, hvað gerz hefði, enda vissi ég fyrirfram, að það væri til einskis. En seinna um kvöldið, þegar hún var sofnuð kom Haraldur í heimsókn. Hann kom með fötin henn I I I I I I I I I I I I I I I I I I TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast vlðgerðir og vlðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Síini 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggja'ndi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholtl 25, Símar 19099 ogr 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhrelnsun. VönduS •g góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐ A ST JÓRAR Gerum við aliar tegundlr bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. BÓLSTRUN —■ SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og gerl viö bólstruö húsgögn. Bólstrun Jóns Ámasonar, Skaftalhlía 28, sími 83513. Aíun/ð Nýþjónustuna Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögmim í heiirna húsum. — Upplýsingar í síma 14213 kl. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. ■ I—— M.«.l .■■■■ . ——— AO PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðiír og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til lelgu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bífkrana, tll allra fram'kvæmda, lnnan og utan borgarlnnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN 57 allan sólarhringinn. _... Veitingaskálfnn, Gelthálsl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.