Alþýðublaðið - 16.09.1969, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.09.1969, Blaðsíða 15
Alþýðublaðið 16. septemlber 1969 15 Verkalýðshreyfing f Framhald af bls. 16. ur sjómanna óbreyttur eftir sem áður. Andvirði þessa skatts verði lagt í sjóð, sem síðan verði varið til hækkunar á fiskverði þeirra skipa, sem landa heima (þó t. d. þannig, að skattur af sölu togara renni til togara, er landi heima o. s. frv.), og fái sjómenn hlut í samræmi við hið nýja fisk- verð. í greinargerð með þessari kröfu segir, að nú þegar hafi meirihluti togaraflotáns í Reykjavík og allur togaraflot- inn í Hafnarfirði hafið sigling- ar á erlendan markað. Einnig sé hætta á, að fleiri togarar frá Reykjavík bætist í þann hóp, svo og stærri fiskibátar. Ef þessi þróun fái óheft fram að ganga, blasi við lokun megin- þorra frystihúsanna á þessu svæði nú á næstunni. Fulltrúar verkalýðsfélag- anna á blaðamannafundinum í gær sögðu, að forsætisráðherra hefði sagt, að varðandi afla- sölu togara og annarra fiski- skipa ó erlendum markaði, væri um nýtt vandamál að ræða, sem þyrfti lausnar við hið fyrsta, en gaf engin bind- andi loforð um hvort rikis- stjórnin myndi ganga að kröf- unni um 15% skattinn. V V f ■ t STOFNLÁN TIL LÍNUVFTOAPA í þriðju kröfunni er þess óskað, að ríkisstjórn og við- komandi bæjarfélög geri nú þegar ráðstafanir til þess, að sem flestir bátar geti stundað línuveiðar frá Reykjavík og Hafnarfirði á tímabilinu frá október til febrúarloka. Á Það er bent, að í þessu skyni þurfi þegar að hraða undirbúningi að öflun veiðarfæra og beitu og veita verði stofnlán til langs tíma til veiðarfærakaupa og annars útbúnaðar. Ennfremur þurfi að hækka 1. flokks fisk verulega í verði frá því sem nú er. SKIPASMIÐAR í fjórðu kröfunni, sem fjall- ar um skipasmíðar hér á landi segir; „Stjómarvöld hefjist þegar handa um ráðstafanir, sem gera skipasmíðastöðvun- um fært að hefja nú í haust smíði fiskiskipa, enda þótt þau séu ekki seld fyrirfram. Fyrir næstu áramót verði gerð sérstök áætlun varðandi smíði 15—20 fiskiskipa árlega innan- lands, og fiskveiðisjóð tryggt fé til framkvæmdar áætl- unarinnar.“ í greinargerð með þessari kröfu kemur fram, að skipa- smíðastöðvar hafi skort —■ og skorti enn verkefni, á sama tíma og fiskiskipum hefur fækkað verulega í Reykjavík og Hafnarfirði. T. d. hafi átta bátar verið seldir frá Reykja- vík. f Hafnarfirði hafi togur- um fækkað úr 10 í 3 á undan- förnum árum, og frá árinu 1967 hafi vélbátum fækkað úr 35 í 12. Bátar í Reykjavík voru 56 árið 1968. [ SAMÐRÁTTUR í IÐNAÐI F.TN aðalorsOkin Fimmta krafa fjallar um iðn- aðinn. Þar segir; „Stöðvaður verði innflutningur á þeim iðnvarningi, sem hagkvæmt er m. a. af atvinnuástæðum, að framleiða í landinu. Að öðr- um kosti verði tollar af þess- um erlenda iðnvarningi hækk- aðir og þeim tekjum ráðstaf- að til eflingar íslenzkum iðn- rekstri. Jafnframt þarf að tryggja iðnaðinum aukið rekstrarfé í samræmi við breytt verðgildi peninganna vegna undangenginna gengis- lækkana." f greinargerð með þessari kröfu segir, að um fjórðungur launafólks á höfuðborgarsvæð- inu hafi atvinnu við iðju- og iðnaðarstörf, og væri þá fisk- iðnaður undanskilinn. Sam- drattur í iðnaðinum væri vgfe- leg orsök núverandi atvinrtu- leysis. Efling og fullnýting iðn fyrirtækja væri því áhrifaríkt ráð til atvinnuaukningar. Stjórnarvöld verði því að gera sérstakar ráðstafanir til efl- ingar íslenzkum iðnaði. FRAMKVÆMDIR VIÐ ELLIÐAÁRNAR Sjötta krafan fjallar um brú- argerðina yfir Elliðaárnar. Þar segir: „Haldið verði áfram brúargerð yfir Elliðaárnar, þar sem frá var horfið fyrr í sum- ar, og unnið verði að því verki með fullum afköstum í vetur; einnig verði brýmar tengdar með steinsteyptum vegi við nýsteyptan vegarkafla á Vest- urlandsvegi. Jafnframt verði nú þegar hafin framkvæmd við Elliðaárvog.“ í greinargerð með þessari kröfu er bent á, að þörf á þess- ari brúar- og vegarlagningu væri mjög brennandi, því slysa hætta við núverandi aðstæður væri slík, að óforsvaranlegt væri á fjölfarnasta vegarspotta á landinu. í greinargerðinni segir ennfremur, að hægt sé að hefja begar í stað fram- kvæmdir með fullum afköst- um. Mannvirkjagerð þessi myndi tryggja álitlegum hóp manna atvinnu, og ætti því framkvæmdin að hefjast und- anbragðalaust. Þá er í kröfugerðinni fjallað um fjárfestingarframkvæmdir ríkis og bæjarfélags. Segir þar, að þegar jafnalvarlega horfi í atvinnumálum og nú, verði að gera bær kröfur til ríkis og bæjarfélaga, að þessir aðil- ar auki framkvæmdir sinar sem allra mest til að draga úr atvinnuleysi. — Einhverjum kunni að virðast, að í fullmik- ið sé ráðizt, en hafa verði í huga, að atvinnuleysi sé ein kvæmdir. mesta sóun á verðmætum, sem eitt þjóðfélag getur gert sig sekt um. Jafnframt verði on- inberír aðilar að hefa í huga, P« Uim mo;rq SPrn atvinnuleys- og bæjarfélögum að leggja í fjárfestingarframkvæmdir til að hindra slíkt þjóðarböl. Bent er á nokkur mannvirki, sem af tæknilegum ástæðum er hægt að hefja framkvæmd- ir við nú þegar í haust og þess óskað, að þeim, sem þegar eru hafnar, verði hraðað, þ. á. m. stækkun Kennaraskólans, framkvæmdir til að ljúka við verknámsdeild Iðnskólans, auknar byggingaframkvæmdir við Menntaskólann í Hamra- hlíð, byggingu íþróttahúss við Kársnesskóla og byggingu gagn fræðaskóla fyrir Vesturbæ í Kópavogi, byggingu heilsu- verndarstöðvar í Kópavogi og fleiri framkvæmdir. -i \ GETA LOFTLEIÐIR BYRJAÐ? Einnig er rætt um hugsan- legar fjárfestingarframkvæmd- ir einkaaðila og fyrirtækja. Þess er farið á leit við stjórn- arvöld, að þau athugi, hvort möguleikar séu á, að Loftleiðir hefji þegar í haust framkvæmd ir við fyrirhugaða stækkun Hótels Loftleiða. Stjómarvöld athugi, hvort hægt sé að vinna við iðnréttingu stórhýsisins við Suðurlandsbraut 2, sem staðið hefur uppsteypt í nokkur ár, en vinna við það hefur nú haf- izt aftur, en vinna við innrétt- ingu þessa stórhýsis myndi veita fjölda manna atvinnu í vetur. Þá er að lokum þess far- ið á leit, að stjórnarvöld kanni, hvort bygging tollvörugeymslu sem fyrirhuguð er á næsta vori, geti hafizt í haust. I í SKIP BÚIÐ FRYSTI- TÆKJUM TIL HAFN- ARFJARÐAR Að lokum eru gerðar tillög- ur um fjárfestingarfram- kvæmdir í Hafnarfirði. Þar er að finna tillögu þess efnis, að keypt verði skip, búið frysti- tækjum, til flutnings á síld til Norðurstjörnunnar og annarra fiskverkunarstöðva. Gerð er til- laga um, að þegar verði byrj- að á fyrirhuguðum framkvæmd- um við stæklcun elli- og hjúkr- unarheimilis á Sólvangi, út- gerð verði aukin og efld með auknum skipastóli, og vinnslu- möguleikar Bæjarútgerðarinn- ar fullnýttir og unnið verði að því að koma upp verksmiðju til vinnslu úr áli og málm- bræðslu úr brotajárni. Gerðar eru og tillögur um fleiri fram- kvæmdir. Ö N N U M S T 1 LEIGJUM KÖLD BORÐ S A L snittur og brauð fyrir fyrir AFMÆLI, FERMINGAR FUNDAHÖLD OG og VEIZLUHÖLD VEIZLUR. HAFNARBUÐIR Sími 14182 — Tryggvagötu. því þiklaust rétt stefna hjá ríki t ’rí' : ierðirnar sem fólkið vefnr MALLORKA - SUMAR ÁRIÐ UM KRING Ódýrasti sumaraukinn í Suffurlöndum. — Októberferffir: Mallorka og London. i- . BrottförL, 15 og 29. október. — Verff frá kr. 11.800,00. Enn sem fyrr sér SUNNA um þaö, að Islendingar komist ódýrt ( sumarleyfi til sólskinsparadísarinnar við Mið- ■jffl-ffarhafið. — Fjölsóttastí og vinsælasti ferðamannastaður Evrópu. Sólskinsparadísin þar bregz ekki. Þér getið 'i valið um dvöl á mörgum hótelum og luxusíbúðum. 100 baðstrendur og fjölbreytt skemmtanalíf. — Orval . skémmtiferða til Barcelona, Madríd, Nizza og Alsír. — J á, nú komast allir í sumarieyfi til sólskinslandsins með „■ hinum ótrúlega ódýru leiguflugferöum SLÍNNU beint til M allorka. Eigin skrifstofa SUNNU raeð íslenzku starfsliði " rpalma annast alla -fyrirgreiðslu. — Tvetr.-dagar í London á héimleið. : HEFUR LÍTIÐ AUGLYST að undanfömu, því að allar ferðir eru yfirfullar í ágúst og september, — og fá ,|íáss, laus 1. október. : " . : .-.jb, ■ Aillfnsjgóff hótel og lúxusíbúffír,- SUNISiA }

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.