Alþýðublaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 3
Alþýðublaðið 19. september 1969 3 Nokkrfr nýir þælfir í velrardagskrá sjón- amtíðar- og Á áldaþingi - e: □ Revkjavík — SSB. Ef til viíl er örðugí að úrskurða, hvenær telja skuli, f;5 vetrarrigningar séu teknar við af vor-, sumar- og haustrigningum, en hvað sjónvarpið snertir, hefst vcturinn 1. cktóber eða a.m.k. vetrardagskráin. Breytingar verða ekki stór- vægilegar frá sumardagskránni, þó fáum við eitthvað af nýju- um kunningjum fram á skerm- inn og missum jafnframt nokkra af þeim gömlu. Útsend- ingartíminn lengist lítið eitt; hann er venjulega u.þ.b. 80— 90 klukkustundir á sumrin og 100 á vetuina. DAVID FROST Á SUNNUDÖGUM Á sunnudögum fáum við skopsnillinginn brezka, David Frost, í heimsókn hálfsmánað- arlega, og munu áreiðanlega margir fagna því. Á mánudögum verða fram- haldsmyndaflokkar, og er sá fyrsti frá norska sjónvarpinu, tekinn eftir skáldsögu Alexand- ers Kielland, „Worse skip- stjóri“. SAMTÍÐARMENN Á þriðjudögum verða inn- lendir umræðu- og viðtalsþætt ir, „Setið fyrir svörum“, „Á öndverðum meiði“ og nýr þátt- ur, „Samtíðarmenn“, sem kem- ur í stað þáttarins „í brenni- depii“. Ekki er fullvíst hvort „Munir og minjar“ halda áfram. Og „Á flótta“ verður einnig á þriðjudögum. Alls eru 300 þættir í þeim flokki, en frem- ur ólíklegt, að þeir verði sýnd- ir allir. Trúlega munu forráða- menn sjónvarpsins sjá aumur á vesalings flóttamanninum og stytta hörmungar hans með því að flýta leikslokum. GFIMMSÆ VINTÝRI Á miðvikudögum verða sýnd- ar myndir fyrir börn og ung- linga milli kl. 18 og 19. Hrói höttur heldur áfram, og við bætist nýr myndaflokkur um hestinn Gust. Ennfremur verða sýndar langar myndir byggðar á hinum góðu og gömlu Grimmsævintýrum. S BONANZA OG GET SMART Á föstudögum kemur „Bon- anza“, sú langþráða sería. En Dýrlingurinn og Harðjaxlinn kveðja okkur bráðlega, því að þeir tveir flokkar eru senn á þrotum. Á laugardögum verður byrj- að á þýzkukennslu, 26 myndir í flokki er nefnist „Guten Tag“, en forspjall fyrir hverri mynd fllyitur Ba'ldur Ibg'ól&son menntaskólakennari. Á laugardagskvöldum verða til skiptis tveir nýir mynda- flokkar. Annar heitir „Get Smart“ og fjallar um naut- heimskan leynilögreglumann að nafni Smart; það er eins konar skopstæling á „alvarleg- um“ þáttum svipaðrar tegund- ar. Hinn þátturinn er nýtízku útgáfa af Þúsund og einni nótt eða sögunni um andann sem kemur upp úr flösku þegar hún er opnuð. Að þessu sinni er andinn fögur stúlka, og hún á það sammerkt með öðrum flöskuöndum að vera ekkert ómáttugt. Síðar á laugardags- kvöldum verða svo langar kvik- myndir. ; \ j Á SKÁLDAÞINGI Tvo seinustu þriðjudagana í október verður sýndur þáttur sem nefnist „Á skáldaþingi“. Þar koma nokkrir íslenzkir rit- höfundar saman og ræða sín hugðarefni. Auk þess verður sýnt ýmis- legt efni sem sjónvarpsmenn hafa verið að undirbúa í sum- ar. Meðal annars fengu þeir það vandasama verkefni að kvikmynda heyþurrkun hér sunnanlands í þeim mesta óþurrki sem sögur fara af um lengri tíma. Umfangsmesta við- fangsefni þeirra var óperan „Ástardrykkurinn“ eftir Doni- zetti sem sýnd verður um næstu jól. Safnað var efni víða um land, frá Breiðafjarðareyjum, Skagafirði og Austfjörðum, en vonir standa til þess ef títt- nefndir veðurguðir verða í góðu skapi, að sjónvarpssend- ingar geti náð til Austfjarða fyrir næstu áramót. — Tinr~-—""HWMHBMBHSia— Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 2007Q. VELJUM ÍSLENZKT-lf^K ISLENZKAN IÐNAÐ Jólalerð Gullfoss Fer&izt í jólaleyfinu. - Njótið hátíðarinnar og áramótanna um borð í Gullíossi. - Áramótadanslcikur um borö í skipinu á siglingu í Kielarskurði. - Skoðunar- og skemmtiícröir í hverri viðkomuhöín. 16 DAGA FERÐ - FARGJALD FRA KR.13.008,oo TIL KR. 21.393,oo Söluskattur.fæði og þjónustugjald innifalið. FERÐAAÆTLUN: FRA reykjavík í amsterdam í HAMBORG 23. des. 1969 27. og 28. des. 29., 30. og 31. des. í KAUPMANNAHÖFN TIL REYKJAVÍKUR 1., 2. og 3.jan. 1970 7. jan. 1970 Njótið þess að ferðast Ferðizt ódýrt - Ferðizt með GuIIfossi ALLAR NÁNARI UPPLYSINGAR VEITIR: FERÐASKRIFSTOFA EIMSKIPS, SÍMI 21460 H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Dýrlingurinn syngur brátt sitt síðasta vers í sjónvarpinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.