Alþýðublaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 7
Al'þýðublaðið 19. september 1969 7 STARFSEMI BRIDGE- FÉLAGS KÓPAVOGS Nýtt verð á síld veiddri sunnan- og vestan lands ALÞÝDUBLAÐ INS ER Samkomulag um stofnun iðnþ róunarsjóðs: Framlög samtals millj. dala 1232 Samkomulag- hefur tekizt með ríkisstjórnum Norðurlanda um stofnun iðnþróunarsjóðs, sem ætlað er það hlutverk að örva útflutningsiðnað á íslandi með tilliti til inngöngu íslands í Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA). í fréttatilkynningu, sem blaðinu barst í gær frá við- skiptamálaráðuneytinu segir: í viðræðum þeim, sem fram hafa farið um inngöngu íslands í Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA), hefur verið um það rætt, að gangi ísland í samtök- in, muni Norðurlöndin koma á fót iðnþróunarsjóði fyrir fs- land til þess að greiða fyrir að- lögun íslenzks iðnaðar að þeim breyttu aðstæðum, sem af því mundu leiða. Samkomulag hef- ur nú náðst milli ríkisstjórna Norðurlanda um stofnun slíks sjóðs, ef ísland gerist aðili að Fríverzlunarsamtökunum, og yrði stofnfé hans 14 millj. doll arar eða 1232 millj. kr. Á fundi norrænna embættis- manna í Reykjavík 22. ágúst voru samin drög að stofnsamn- ingi sjóðsins, og hafa þau síð- an verið til athugunar hjá rík- isstjórnum Norðurlanda. Hafa frekari viðræður farið fram undanfarna daga í sambandi við fund norrænu fjármála- nefndarinnar í Reykjavík — og hefur verið gengið frá orðalagi samningsins. Áður höfðu fjár- málaráðherrar Norðurlanda á fundi sínum í Helsingfors 28. ágúst s.l. ákveðið, að framlag landanna til sjóðsins yrði svo sem hér segir: □ Bridgefélag Kópavogs hélt aðalfund sinn nýlega. Gróska var mikil í félagslífinu s.l. ár og voru virkir þátttak- endur í keppnum félagsins að jafnaði 40—50 manns. Farin var vel heppnuð keppnisför til Kiakksvíkur í Færeyjum, en Klakksvík og Kópavogur eru í vinabæjarsambandi innan Nor- rænu félaganna, og hafa bridge félögin í Klakksvík og Kópa- vogi innan þess ramma stofnað til bæjarkeppni í bridge með gagnkvæmum heimsóknum. Keppt var á þremur borðum og vann Kópavogur á öllum borðum að þessu sinni. í stjórn B. K. fyrir næsta starfsár voru kosnir: f Form. Kári Jónasson. Meðst j órnendur: Gylfi Gunnarsson, Björn Kristjánsson, Sigurjón Davíðsson — og Grímur E. Thorarensen. Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóð millj. dollarar 2,7 2,7 1 0,5 2,7 5,4 Önnur meginatriði samnings- ins eru þau, að framlögin greiðast með jöfnum árlegum upphæðum á fyrstu fjórum ár- unum frá því, að ísiand geng- ur í EFTA. Á tíunda ári frá stofnun sjóðsins skal sjóðurinn Framh. á bls. 15 Vetrarstarf félagsins hefst á þriðjudaginn kemur, 23. sept. með tvímenningskeppni. Keppt verður þrjú kvöld (einu sinni í viku), verðlaun verða veitt sigurvegurum hvers kvölds, svo og verðlaun því pari er stigahæst verður samanlagt að keppni lokinni. Þarna skapar Bridgefélag Kópavogs tilvalið tækifæri þeim mörgu bridgespilurum sem ekki ennþá hafa lagt út á hálar brautir keppnisbridgesins til að kynnast þeirri skemmtilegu hlið hans. Tvímenningskeppnin á þriðjudaginn kemur hefst kl. 8 e. h. stundvíslega og verður spilað í Félagsheimili Kópa- vogs. Áríðandi er að keppend- ur mæti til skráningar ekki síðar en kl. 7,30 síðd. Við vekjum athygli á því, að félagssvæði Bridgefélags Kópa- vogs er Kópavogskaupstaður og nágrenni. Stjórn Bridgefél. Kópavogs. Sýning Jóns Engilherts listmálara í ,,Casa Nova“ Men ntaskólans í Reykjavík hefur nú staSið í nær hálfan mánuð og verið vel sótt. Hafa um tvö þúsund manns skoðað sýninguna, og sjö verk eru seld. Alls eru þarna sýnd 50 málverk frá 40 ára starfsferli listamannsins, og er þetta í senn stærsta sýning, sem haldin hefur verið á verkum hans, og bezta yfirlitið á þróunarferli hans, sem mönnum hefir gefizt kostur á að skoða. Sýn- ingunni lýkur á sunnudag. Hún er opin daglega frá kl. 14—22. — Myndin hér að ofan er frummynd lista. mannsins af málverkinu „Vor í verinu,“ sem er í eigu Útvegsbankans. AUGLÝSINGASÍMI □ Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins í fyrradag varð samkomulag um eftirfarandi lágmarksverð á síld veiddri sunnan- og vestanlands frá 16. september til 15. nóvember 1969. Síld til frystingar; A. Stórsíld (3 til 6 stk. í kg.) með minnst 14% heilfitu og óflokkuð síld (beitusíld), hvert kg. kr. 3,75. B. Önnur síld, nýtt til fryst- ingar, hvert kg. kr. 2,73. Síld í niðursuðuverksmiðjur; Hvert kg. kr. 3,75. Síld til söltunar; Hvert kg. kr. 4,75. Reykjavik, 18. sept. 1969. Verðlagsráð sjávarútvegsins. 14906 I I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.