Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 2
2 Atþýðublaðið 20. september 1969 íþróitamaður í i ráðherrastóli: CHABAN- DELMAS iorsælisráðherra Frakklands □ Klukkan er átta aS morgni og sviðið er garður Palais Bour- bon, Þjóðþinghallarinnar, í París. Maður er á hlaupum um garðstígana — á breytilegum hraða og með breytilegu hlaup- lagi. Hann er 178 sentimetrar á hæð, vegur 78 kíló, hleypur hundrað metrana á 11.4, er í'yrsta flokks tennisleikari og fyrrverandi rugby-spilari á heimsmæiikvarða. Nú er hann að halda sér við — „halda sér í formi", eins og sagt er. Það gerir hann líka á sinn hátt við máltíðir, en matseðill hans sam anstendur af grilluðu kjöti, grænmeti og vatni. Hann slepp- iir úr þriðju hverri máltíð — viljandi. Og eftir allt þetta ger- ist þess tæplega þörf að geta þess, að hann reykir ekki. i FYRRUM ÞINGFORSETI Maðurinn er enginn annar en hinn 54 ára gamli Jacques Chaban-Delmas, fyrrum for- seti franska þjóðþingsins, nú- verandi forsætisráðherra Frakk lands. Starfi þingforseta gegndi hann um tíu ára skeið, eða frá 9. desember 1958, þegar hann -—43 ára að aldri — var kjör- inn yngsti forseti þingsins, síð- an Gambetfa gegndi því starfi. Nú er hann, sem fyrr segir, orðinn forsætisráðherra og heldur ótrauður áfram „morg- unleikfimi" sinni, „því að íþróttirnar hafa forðað mér frá vesaldómi", eins og hann kemst að orði. LÖGFRÆÐINGUR AÐ MENNT Chaban-Delmas fæddist í París 7. marz árið 1915. Hann gekk menntaveginn og lauk að lokum doktorsprófi í lögum, jafnhliða blaðamannsstarfi við dagblaðið „L’Information“. Chaban Delmas var 24 ára að aldri, þegar heimsstyrjöldin síðari brauzt út. Eftir fall Frakklands starfaði hann um skeið í iðnaðarráðuneyti Viehy- stjórnarinnar og notfærði sér aðstöðu sína til að útvega and- spyrnuhreyfingunni mikilvæg- ar upplýsingar. Hann gegndi meiri háttar trúnaðarstörfum fyrir andspyrnuhreyfinguna, og þau störf riðu baggamuninn um framtíð hans. Hann varð yfirmaður hennar í Norður- Frakklandi, breytti nafni sínu úr Delmas í Chaban og tókst að sleppa undan Gestapo —» mest vegna þess að hann hafði verið einn af fremstu rugby- spiiurum Frakka. Árið 1943 var öll þýzka lögreglan á hæl- unum á „einhverjum Jacques Chaban“, en lét hina alþjóð- legu rugby-stjörnu og fjármála- ráðunaut Michel Delmas af- skiptalausan. Taskan hans með stuttbuxunum, baðhandklæð- inu og íþróttaskónum var hans haldbezta fjarvistarsönnun. I FLJÓTUR AÐ SKIPTA UM HLUTVERK - OG FÖT! Þegar í þjóðþingið kom, var það hins vegar kjólfötin, hvíta slifsið og orðurnar, sem hann geymdi í töskunni. Það kom nefnilega fyrir oftar en einu sinni, að hann hefði störfum að gegna í þjóðþinginu til klukkan fimm, en hyrfi þá það an til að leika i úrslitakeppni Franska tennissambandsins — og flýtti sér loks þaðan til að snæða með einhverjum tignum gesti klukkan hálf níu. Hiann treystir því nefnilega, að líkama hreysti sxn geri sér kleift að aðlagast svo strangri stunda- skrá. MIKILVÆG STÖRF Árið 1944 — þegar Chaban- Delmas var 29 ára gamall — var hann skipaður herforingi, og fól de Gaulle honum þá mikilvægt hlutverk við frels- un Parísar. Eftir leynilega ferð til Dundúna, kom hann aftur til Parísar hinn 16. ágúst „og var síðan í miðri rás viðburð- anna“, eins og de Gaulle orð- ar það í endurminningum sín- um. Eftir friðardaginn var hann næstum orðinn „hermálaráð- herra“, þar sem honum var falið það vandasama verkefni að endurskipuleggja herinn. Því næst var hann gerður að yfirmanni upplýsingamálaráðu- neytisins. Það var upphafið að stjómmálaferli hans. Hann bauð sig fyrst fram í Bordeaux árið 1946, náði kosningu og hefur æ síðan haldið því kjördæmi. BORGARSTJÓRI í BORDEAUX Árið 1947 var Chaban-Del- mas kjörinn borgarstjóri í Bor- deaux, embætti sem hann gegndi um margra ára skeið. Þegar hann var kosinn, komst hann m.a. svo að orði: „Gefið mér tuttugu ár, og Bordeaux verður orðin ein athafnasam- asta ‘og 'myndarlegasta (borg Frakklands!“ Fyrir tuttugu ámm var Bordeaux talin vera fimmtíu árum á eftir París, þrjátíu árum á eftir Marseille og tuttugu árum á eftir Lyon. En á borgarstjóraárum Chaban- Delmas var þetta bil að miklu leyti brúað og borginni fleygði svo fram, að jafnvel harð- isnúnustu andstæðingar jhans hlutu að undrast og viður- kenna. DÝRMÆTUR TÍMI -Síðan Delmas varð borgar- Stjóri í Bordeaux árið 1947 hef- ur hann á ári hverju farið alls um 60.000 kílómetra á milli Parísar og heimaborgar sinnar, þar sem hann gegnir borgar- stjórastörfum um helgar. „Mað- ur verður að hætta á, að mað- ur ofmeti þann tíma, sem manni er fenginn til umráða", eru ein af hans kunnustu ummælum. OSLITINN FRAMAFERILL Chaban-Delmas, sem var fyrst fylgismaður Róttæka flokksins, gekk til liðs við gaul lista árið 1951, og þrátt fyrir þann klofning, sem þá átti sér stað í flokknum, fór stjarna hans stöðugt hækkandi. Hann var enn ekki orðinn fertugur, þegar Mendés-France gerði hann að Ráðherra opinberra Þá gerði Guy Mollet hann að trúnaðarráðgjafa sínum árið 1956, og loks varð hann varna- málaráðherra í síðustu stjórn fjórða lýðveldisins til ársins 1958. Þá leið fjórða lýðveldið undir lok, og Chaban-Delmas var meðal þeirra sem undir- bjuggu „endurkomu" de Gaul- les. Pólitískur fregnritari sagði um þær mundir, að „Chaban- Delmas verði lögin á daginn, en græfi undan þeim á nótt- unni“. Og þetta er ef til vill ekki með öllu út í hött. Chaban-1 Delmas er sem sé einn þessara I myndarlegu manna með til-1 lærðar hreyfingar, vingjarnlegt i látbragð og alúðlegt bros — en I enn er margt á huldu um raun-1 vérulegar skoðanir hans á ein- stökum málum. Smám saman virðast þær þó óneitanlega vera að skýrast nokkuð. STUÐNINGSMAÐUR . | DE GAULLES Eftir að de Gaulle hafði tek- | ið við stjórnartaumunum árið | 1958, varð Chaban-Delmas einn af leiðtogum gaullista og I jafnframt áhrifamikill persónu leiki í opinberu lífi. Hann var | enn kjörinn á þing í Gironde i árið 1958 og síðan kosinn for- seti fyrsta þjóðþings fimmta lýðveldisins, en það er embætti sem hann hefur farið með til j skamms tíma. Hann var einn heitasti stuðningsmaður de! Gaulles í forsetakosningunum ■ árið 1965 og átti ásamt þeim I Pompidou og Debré sæt.i í | nefnd þeirri, er vann að undir- búningi kosninganna árið 1967.1 HVÍLD í STARFI Þessi hugsjónaríki og heið- urskrýndi íþróttamaður hefur oftar en einu sinni komið and- ; stæðingum sínum og samherj- ! um á óvart með líkamlegu at- j gervi sínu. Og þeir hafa áminnt ! hann um, að ofreyna sig nú ekki. En hann hefur þá ávallt | haft svarið á reiðu mhöndum: „Ég hvílist, þegar ég skipti um viðfangsefni!" (ÁP — Gunnar Haraldsen). | GRAFÍK I I I I Framhald af bls. 16. ig seljist þær betur. Einnig er mikilvægt í þessu sam- band'i, ag auglýsinigar ha'ld- ist í hendur við umibúðirnar, og er það einmitt sá þáttur, seim verið er að sýna nú j húsnæði akkitöktafélagsins. Er ætlunin með sýningu þesa ari að hún verði íálenzkuru listamönnum og auglýsinga- tei'knurum hva-ti tH að ná betri árangri á þessu sviðt og jafnfra'mit geífa þeioni kosij iá að fá saimanburð við þjóð, sem hefur háð langt í aulg- lýsingatækni. Til Skamms tíma voru Bret ar, —t og þeir viðuxkenndiu það sjlálfir, — mjög afturúr í auglýsingataakni, en þeir tófcu sig á, og efkfld ber á öðru en þeiim hafi tekizt þaði mjög vel, og er mönnuim eiu dragið ráðlagt að sjá þessa einsbaiMega fallegu sýningu, en hún verður öllum opin ú| þennan mánuð. — VEGUR Framhald aí bls. 1 kr. í að ýta veginuim upp. Var kostnaðurinn vig ofanií- burðinn því 100.000 kr. á km,, en við að ýta upp 150.000 kr. á km. Ástæðan fyrir því að kiostni aður .nn varð svo miklu minnl en gert var ráð fyrir, er m. a. siá, að töluvert af ofanílburð- inum er vilkur. Gert var rá3 fyrir ákveðnium einingafjölda i útboð'slýsinguim, en þar sem vilkur er mun léttari en möl, urðu tonnin af ofanfburði, sem í veginn fór, mun færri en áætl'að var, — ÁkveðifS hefur verið að semja vi3 sömu aði'la urn það sem eftip er af veginum, á sama grund velli. —• fyrir aidraða Reykjavík. — HEH. □ Boðin hefur verið út hjá Rey kj avíkurborg bygging 60 íbúða fyrir aldrað fólk við Norðurbrún í Reykjavík. Skýrði borgarstjóri frá þessu á síðasta blaðamannafundi, sem hann hélt. Kvað borgarstjóri þessar í- búðir vera ætlaðar fyrir aldr- að fólk, sem gæti bjargað séá sjálft, en í húsnæðinu yrði þ<$ um að ræða einhverja sameig- inlega þjónustu. Hér verður umi að ræða 52 einstaklingsíbúðifl og 8 hjónaíbúðir. íbúðirnaB verða byggðar í einhverri sam* vinnu við Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna, en þó séíl Reykjavíkui'borg um allan kostnað vegna byggingarinnar1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.