Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið 20. september 1969 CAT MOTHER & THE ALL NIGHT NEW BOYS BLIND FAITH YES □ Heldur er rólegt í erlendu poplífi bessa dagana, menn eru að .iafna sig eftir stórviðburði sumarsins, eins og afíurkomu Elvis Presleys og Bob Dylans, bljómsveitabreyíiigarnar og allar hinar friðsömu útisamkemur æskunnar. þeir þó í skuggann af nýrri hljómsveit, er nefnir sig „Yes“. Flutningur hennar þótti mjög vandaður og ferskur, þó taktur og orgelspil þætti minna á Nice en þar er alltént ekki leiðum að líkjast. Stálu þeár senunni á sama hátt og Jethro Tull gerðu í fyrra. Yes hafa nýlega gefið út stóra plötu, og ef dæma má af undirtektum þar ytra, er það tilhlökkunarefni, að hún komi hingað til lands. Who eru annars ekki einir um að semja og flytja popóper- ur. Kinks hafá nú gert einá, sem þeir kalla „The Rise And Faíl Of The British Empire“, og hyggjast gefa hana út á stórri plötu í næsta mánuði. Ný hljómsveit hefur verið að mjaka upp kollinum í Banda- ríkjunúm síðasta árið, og heit- ir hún því ágæta nafni Cat Mother & The All Night New Boys“. Hún var stofnuð sumar- ið 1967 af fimm ungum tón- listamönnum, sem að sjálfsögðu vildu spila eigin músik, en áttu tæplega bót fyrir rass sér. Þeir hafa smáspilað sig upp úr og frá götunni og komu í vor fram á hljómleikum, sem Jimi Hen- drix tók einnig þátt í, en það þótti heiður. Cat Mother o. s. frv. hafa spilað inn á stóra plötu, og ef hún er eftir öðru, sem þyir félagar aðhafast, þá er hún forvitnileg. Ef allt fer eftir efnum, mun grúppan Crosby, Stills And Nash eiga eftir að afreka margt. Þeir eru nú sex, en voru eins og nafnið bendir til, þrír upp- haflega, Dávið Crosby, sem var áður í Byrds og sæmilegur laga smiður, Steve Stills, fyrrver- ándi leiðtogi og aðallagasmið- ur Buffalo Springfield, en það er virt hljómsveit í Bandaríkj- unum, og svo Graham Nash fyrrverandi aðaldriffjöður Hol- lies og hagstæður lagasmiður. Láfið gengur þar þó sinn gang eins og annars staðar, og . slysin líka, Keith Moon tromm- ari í Who, féll niður tröppur á heimili sínu um daginn og hlaut fótbrot fyrir. Varð hljóm- jsveitin að aflýsa þátttökú 1 nljómleikum og mun hafa hægt um sig á næstunni. Who er ein af þeim örfáu hljómsveitum í Bretlandi, sem hafa haldið saman í gegnum öll breytingaræðin þar og er óhemju vinsæl, ekki síður í Bandaríkjunum en heimalandi sínu. Þeirra er alltaf beðið með mestu eftirvæntingunni, þar sem þeir koma fram á fjölda- hljómleikum. Á pophátíð einni ekki alls fyrir löngu, hurfu Lítur þetta ákaflega frjósamt út. Þá er Blind Faith platan komin hingað til lands, uppseld og von á henni aftur skjótlega. Þeir, sem vonuðust til að heyra eitthvað í Cream-stíl misstu þar sína síðustu von, Blind Faith hljómar eingöngu eins og Blind Faith, og platan er afar góð. Staðhæfingar eins og að Eric Clapton þjóni sem venjulegur tilþrifalaus rythmaleikari er tómur þvættingur, og Ginger Baker tekur korters sóló, en stíll þess mun eiga upptök sín í Afríku. Njóta þessir daðu Cream-menn sín ágætlega á plötunni, en þó mun hlutur Steve Winwood mestur. Salan á þessu albúmi þeirra hefur verið bönnuð í Bandaríkjunum sakir mvndarinnar, sem skreyt ir framhlið þess, en hún sýnir nakta 11 ára stúlku með flug- vélalíkan í höndum. Deep Purple eiga við sömu erfiðleika að etja. Myndin á plötuumslagi nýjustu LP þeirra er svart-hvít eftirprentun á málverki frá 14. öld, sem heitir „Garður jarðneskrar sælu,“ en eitthvað mun vera um stripl- inga á því. Þetta er stór þyrnir í augum Bandaríkjamanna, og platan því bönnuð þar. Shadows hafa komið saman á ný, fyrir tilstuðlan Cliff Rie- hard, með þeim breytingum, að í stað Bruce Welch rythma-t gítar-leikara kemur Alan Hawk shaw orgelleikari. Aðrir með- limir eru Hank Marvin, John Rostill og Brian Bennett. Þeiý ætla ásamt Cliff í hljómleika- ferð um Bretland í nóvember og koma þá fram bæði sjálf- stætt og sem undirleikarar fyr- ir Cliff. Sá hængur fylgir þó máli, að þeir munu að öllum líkindum halda liver. í sína átt- ina að ferðinni lokinni. Nýjasta litla plata Cliff, sem hann gerði í félagi með Hank Marvin og heitir Throw Döwn A Line, er sú bezta, sem hann hefur gefið frá sér í langan tíma og mjög líkleg til vinsælda'. Alþýéu- blaðiö sími 14901 næsfu daga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.