Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 13
Q). tr mr IHOTTIR Ritstjéri: Örn Eiðsson Þjálfaranámskeið í körfu á miðv.d. Fyrir íþróHakennara og þjálfara Körfuknattleikssambandi ís- lands hefur borizt skeyti frá sambandi bandarískra körfu- knattleiksþjálfara, NABBC, þar sem staðfest er að bandaríski körfuknattleiksþjálfarinn Lou- is d’Allesandro muni koma til íslands á þriðjudaginn kemur. Samkvæmt áður gerðum samn- ingum milli KKÍ og NABBC mun d’AlIesandro halda hér þjálfaranámskeið meðan á dvöl hans stendur. Hefur KKÍ fengið inni fyrir námskeið í íþróttahúsi Háskólans, og hefst það á miðvikudaginn kemur kl.' 20,00 og stendur námskeið- ið á miðvikudags-, fimmtudags og föstudagskvöld, og hefst öll kvöldin kl. 20, en lýkur kl. 22. Allir körfuknattleiksþjálfar- ar, íþróttakennarar og aðrir, sem áhuga hafa á því að kynna sér nýjungar í körfuknattleiks þjálfun eru velkomnir að taka þátt í námskeiðinu. Þátttöku- gjald fyrir hvern þátttakanda verður kr. 200, og eru þeir sem áhuga hafa á þessu beðnir að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ í Laugardal, sími 30955, og láta skrá sig til þátttöku, en jafnframt mun skrifstofan veita allar upplýsingar um nám- skeiðið. Það hefur alltaf sýnt sig, að slíkar heimsóknir erlendra körfuknattleiksþjálfara hafa ýtt undir framfarir íslenzkra körfu knattleiksmanna. Þess vegna er þessi heimsók hins bandaríska þjálfara nú vel þegin af körfu- knattleiksmönnum, sem vænta þess að sem flestir verði til þess að sækja námskeiðið. Sér- staklega eru einnig íþrótta- kennarar hvattir til að taka þátt í námskeiðinu, því að þar gefst þeim tækifæri á að afla sér auk innar þekkingar á íþróttinni hjá úrvalskennara. T URSLIT UM HELGINA? Þýðingarmiklir leikir í dag og á morgun IIGOR TOR OVANESJAN Ilgor Ter-Ovanesjan, Sovétríkjunumj sigraði í lang- stökki á jEM í Aþenu, stökk 8.17 an. Ovanesjan hefur verið einn bezti langstökkvari heims síðasta áratug- inn, hann sigraði m.a. á EM í Stokkhólmi 1958. □ í dag og á morgun fara fram síðustu leikirnir í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. í dag kl. 16,00 leika á Akra- nesi Akurnesingar og Vest- mannaeyingar, og á [morgun kl. 16,00 leika í Keflavík Keflvíkingar og Valur. Öll þessi fjögur lið eiga mögu leika á sigri í deildinni. Kefl- víkingar standa bezt að vígi með 13 stig gegn Ii2 stigum hinna, og sigri þeir Val, nægir það til sigurs, hvernig sem leikur Akraness og Vestmanna- eyja fer. Jafntefli Keflavíkur og Vals gæti jafnvel nægt Kefla vík til sigurs, en til þess verða Akurnesingar og Vestmanna- eyingar að gera jafntefli í dag. Valur verður að sigra Keflavík til að eiga möguleika á sigri í deildinni. Þeir hafa nú 1:2 stig, og sigur þeirra gegn Keflavík, ásamt jafntefli á Akranesi, myndir færa Val íslandsmeist- aratitilinn í ár. Möguleikar Akurnesinga og Vestmannaey- inga eru jafnir. Sigur annars hvors liðsins í dag mundi færa því liði möguleika með auka- leik um toppsætið, ef svo fer á morgun að Valur nær jafn- tefli eða sigri gegn Keflavík. Þá fer fram í dag einn enn þýðingarmikill leikur. Kl. 14,00 mætast á Melavellinum Akur- eyringar, sem urðu neðstir í 1. deild í ár, og lið Breiðabliks, sem varð í 2. deild, og leika um aukasætið í 1. deild á næsta keppnistímabili. Má þar vænta mikillar baráttu, því væntan- lega hafa bæði liðin fullan hug á sæti í 1. deild næsta sumar. Kirst sigraði í tugþraut □ Góðkunningi okkar frá landskeppninni í tugþraut við A. Þjóðverja, Joachim Kirst, varð Evrópumeistari í gær, hlaut 8041 stig. Kirst hafði nokkra yfirburði, ,en næsti mað ur, Wessel, A. Þýzkal. varð annar með 7880 stig, þriðji varð Tsjelnokov, Sovét, 7801, fjórði Avilov, Sovét, 7779, fimmti Etomming, A. Þýzkal. 7631, sjötti Noprdlander, tHollandi, 7598. Áttundi varð Hedmark, Svíþjóð, 7531 stig. I Nigeríð og Sudan 2:2 í HM I Nigería og Súdan gerðu jafn- 45 þúsund á leikvanginum í tefli í HM í knattspyrnu í vik- Ibadan. Síðari leikur landanna unni 2 gegn 2. Áhorfendur voru fer fram í Khartoum 3. okt. | Úrslitaleikir í Evrópubikarkeppni og I bikarkeppni meistaraliða I Evróspska knattspyrnusam- bandið ákvað á fundi sínum í Stokkhólmi nýlega, að úrslita- leikurinn í Evrópubikarkeppni meistaraliða skuli fara fram í Milanó 6. maí og úrslitaleik- urinn í keppni bikarmeistara í Vín 29. apríl. Frábær árangur náðist á „In- dian Summer Games“ í Lake Tahoe nýlega, John Carlos hljóp 100 m. á 9,9 sek. Með- vindur var of mikill, til að af- rekið verði staðfest sem heims met, en metið, sem er 9,9 sek. eiga Jim Hines, Charlie Greene og Ronnie Ray Smith, allir U. S. A. menn. Keino, Kenya sigraði í 1500 m. hlaupi á 3:- 37,3 mín. og Bon, Kenya varð fyrstur í 800 m. á 1:46,0 Gary Powers sigraði í 14(0 m. grind á 13,5 sek., en Davenport hlaut sama tíma og varð annar. Kathy Hammond, USA sigraði í 200 m. á 23,4 og í 400 m. á 52,5. (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.