Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 3
Alþýðublaðið 22. september 1969 3 Það er of erfitt aS stilla á eftir að bíllinn er kominn til landsins. Ef ekki er alltaf sami ökumaðurinn, er vafasamt, að þau verði mikið notuð, því að stillingin er svo seinvirk. Geymslurúmið er stórt, og það er gott. pláss fyrir farang- ur fimm farþega. Þar að auki getur bíllinn borið allan þann farangur, sem kemst í hann, og það er kostur. Það gagnar ekki að hægt sé að koma svo og svo miklu af farangri í „skottið“, ef bíllinn sligast svo undan þunganum. NOKKUR TÆKNILEG ATRIÐI Vél: 4 strokkar, toppventlar, slaglengd/borun 88 sinnum 82 mm, rúmtak 1994 ccm, þrýstihlutfall 8,0:1, hestöfl (SAE) 95 v. 5000 sn. á mín., rafall 12 V, 480 w, riðstraum- ur, rafgeymir 12 V, 60 amper. Framhald á bls. 15. TOYOTA CROWN 2000 □ Svar Japananna við með- alstóru evrópsku bílunum er Toyota Crown 2000. Svarið er glæsilegt og þungt á metunum, meira að segja bókstaflega, því að Toyotan er mun þyngri en evrópsku bdarnir, djði^ '122:5 kg. á móti hinum, sem yfirleitt eru um 1000 kg. En þó að Toyotan sé þung, er hún engu að síður rennileg- ur vagn. Línurnar, innri sem ytri, hafa yfir að búa einhverj- um glæsileik, sem flestar evrópskar bílaverksmiðjur mega öfunda Japanina af. — Þessi mikla þvngd á bíinum er vegna þess, að hann er byggð- ur á gamaldags grind, þ.e., á hliðunum er sterkur stálrammi, sem kemur til góða, ef ekið er inn í hliðina á bílnum. ENGIN „SP1tTKERRA“ Þyngdin er að vísu nokkuð á kostnað hámarkshraðans og viðbragðsflýtisins, þessi 95 hestöfl, sem í vélinni búa, hafa nóg með að bera bílinn áfram. Hann er alls engin hvelja, en heldur engin „spíttkerra“. Há- markshraðinn er um 145 km. á klst. Aftur á móti er hann stöðugur og góður, þegar hann er kominn á skrið. Toyota Crown kostar um 430.000 krónur ísl. í Dan- mörku, en á það á eftir að leggj ast innflutningsgjöld, tollar o. fl., svo að verðið er versti gall- inn við hann. Það er enginn vafi á því, að bíllinn er góður. Manni líður vel í bílnum, sem er nokkuð íburðarmikill, en því miður eru sætin klædd gerviefni. — Mæla' borðið er þokkalegt, og vfir- sýn yfir mælana er góð, í borð inu er allt, sem nauðsynlegt er, og meira til. Það eru sígarettu- kveikjarar bæði framí og afturí, og þar að auki eru ágæt- ir öskubakkar við aftursætin. MÍÐSTÖÐ stjórnað FRÁ AFTURSÆTI Miðstöðin er góð, og það er líka hægt að stjórna henni frá aftursætinu, svo að hver ein- stakur getur haft þann hita, sem honum bezt hentar. — Teppi eru á gólfum, og í báð- um afturdyrunum eru ljós til að gera mönnum auðveldara að komast út og inn í bílinn í rnyrkri, og það kviknar á þeim þegar dyrnar eru opnaðar. — Mikið er gert fyrir þægindin, og rafkerfið er mjög fullkomið. Á því sviði geta Japanirnir betur en allir aðrir. Bi’emsurnar eru nokkuð gall aðar, þær hafa tilhneigingu til að læsa hjólunum of fljótt. — Það ber líka nokkuð á hvini í dekkjunum, þegar bremsað er. Yfirleitt er erfitt að bremsa þannig, að ekki líti út sem liggi við slysi. Skiptingin mætti vera dálítið lipurri. Það er of langt á milli gíranna, og jafnvel þó að gír- stöngin sé stutt, fær maður það á tilfinninguna, að maður þurfi að „hræra“ of mikið í kasean- um. Það er of auðvelt að opna lásinn á afturábakgírnum. DANSSKÓLI IHNRITUN NÝRRA NEMENDA l Kennsla hefst mánudaginn 6. október. i Reykjavík: I Símar 2 03 45 og 1 01 18 kl. 10— 12 og 1—7 daglega. Árbæ j arhverf i: Kennum börnum og unglingum í gamla barnaskólanum. Innritum í síma 3 81 26 'kl. 10—12 og 1—7 daglega. Kópavogur: Sími 3 81 26 kl. 10—12 og 1—7 daglega. Hafnarfjörður: Sími 1 01 18 kl. 10—12 og 1—7 daglega. Keflavík: I Sími 2062 kl. 3—7 daglega. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS <><>0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.