Alþýðublaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 29. septem'ber 1969 Eftir hamingjuóskir frá hjónunum fórum við út saman. Tryggva fannst, aS við ættum að halda þetta hátíðlegt. ( I . i<[ Meðan við sátum undir borðum, sagði hann viö mig; — Ertu haminjusöm, fiskurinn minn litli? — Ég er svo hamingjusöm, að ég gæti grátið. sagði ég. Ég elska þig, og þú veizt það. En finnst þér það ekki furðulegt að biðja mín með því að til- kynna frænda þínum og frænku, að þú ætlir að ræna mér frá þeim?- Hvað vildirðu, að ég gerði? Átti ég að leggjast á kné fyrir framan þig, þar sem þú sætir í dumbrauð um plusssófa? Ég þekki engan, sem á slíkan sóía, nema kannski hana ungfrú Ingveldi. Það fór hrollur um mig. — Hvers vegna varstu að segja þetta? Okkur leið svo- vel hérna og svo minnistu allt, í einu á Ingveldi f.. .. Það munaði minnstu, að ég.segði frænku, er>, á síðustu stundu tókst mér að halda aftur af orðinu. •— Heldurðu, að við þekkjumst nægilega vel til að vita, hvirt við eigum almennilega saman. Hann virti mig áhyggjufullur fyrir sér og sagði svo glaðlega: — Vertu ekkert að brjóta heilann um þetta, litli fiskurirrn minn. Við skulum borða matinn okkar. Þegar hann var byrjaður að borða, gat hann samt ekki stillt sig lengur. Hann tók um höndina á mér. —: Þú ert svo ólík sjálfri þér í þessum kjól, sagði hann. — Þú ert allt öðruvísi en elsku fiskurinn minn, sem ég veiddi upp úr hafinu, þegar þú ert svona fín. Þú minnir mig á stúlku, sem ég hef séð áður og ætti áð þekkja. Það gat svo sem vel verið, að hann hefði séð mig, þegar ég var einu sinni sem oftar með hávaða og læti á veitingahúsunum. — Þegar þú talar svona til mín, elskan mín, sagði ég lágt — skammast ég mín fyrir það, að ég hef ekki sagt þér neitt af sjálfri mér, þótt ég hefði átt að vera búirr að því fyrir löngu. Ég hef nefnilega siglt undir fölsku flaggi. Hann hrukkaði ennið, og ég sá á stundinni, að hann fór að hugsa um Ingveldi fræ.nku og góðgerö- arstarfsemina hennar og jafnvel velta því fyrir sér, hvort ég væri ein af þessum vandræðabörnum henn- ar. Ég hristi höfuðið ákaft. — Ég er ekki munaðarlaus, eins og ég hef látið þig halda hingað til. Ég hef að vísu misst móður mína cg stjúpmóður líka nýlega, en ég á bæði föður og fjölskyldu. Ég sagði þér aldrei, að ég ætti enga fjölskyldu, enda hefurðu aldrei spurt mig um það. — Hvers vegna leyfðirðu mér þá að halda þetta, Jóo? ! — Mig langaði til að losna við þau og lifa mínu eígin lífi og gera eitthvað, sem ég væri fær um að vinna upp á eigin spýtur, eins og að vera í vist. Ég máauglýsmgar 24. INGIBJÖRG JONSDOTTIR hefði aldrei ferrgið að gera það fyrir þeim. Þau vildu alltaf ráða yfir mér. Svo stakk ég af. — Nú skil ég þig ekki. Þegar ég veiddi þig upp ■ úr sjónum, sagðistu.... . — Ætli ég ætti ekki að byrja á byrjuninni, sagði ég og sá fyrir mér, hvernig kvöldið yrði eftir þetta. J Kannski Tryggva hafi fundizt það líka, því að hann . flýtti sér að segja: — Nei, við skulum sleppa því þangað til eftir | matinn. Það á aldrei að ræða alvarleg mál meðan á . máltíð stendur. — Um hvað eigum við að tala? — Um nýja bátinn þinn. — Hvað heldurðu, að þú vitir um báta? » — Allt mögulegt. Eg veit hrein ósköp, sem þú gætir aldrei getið þér til um. Ég kann hraðritun og | vélritun, bókfærslu, ensku, þýzku, frönsku, skairdinav- . ísku og hrafl í spænsku.... Nú skellti Tryggvi upp úr. — Nú varstu reglulega fyndin, hjartað mitt. Held- I urðu, að ég trúi því, að þú hefðir farið í vist, ef þú í hefðir kunnað allt þetta? Ég þagði og nartaði í matinn minn. Ég sá, að | þetta yrði mun erfiðara en ég hafði búizt við. Nú j ræddum við góða stund um bátinn, sem hann lang- aði til að kaupa. Við teiknuðum á blað stærðir og I lengdir og verð cg reiknuðum og reiknuðum, en loks- ins hristi Tryggvi höfuðið. — Þetta er ekki til neirrs, elskan mín. Ég gel með naumindum séð fyrir þér, og þig skal ekkert j skorta. En ég ræð ekki við nýjan bát. Ég var svo áköf, enda hef ég alltaf verið frekar fljótráð, að það munaði minnstu, að ég segði hon- | um frá arfinum og pabba og öllu því á stundinni, , en hann hélt áfram: — Ég hef líka allt, sem ég þrái. Þig, og vonandi ] fer fyrirtækið að ganga betur. Ég þarf engan bát. Það var svo mikil eftirsjá í rödd hans, að ég gleymdi mér. — Ég get kannski hjálpað þér með fyrirtækið, j því að það er alveg satt, sem ég sagði. Ég er þaullærð | til skrifstofustarfa, mér hafa bara alltaf leiðzt þau,' Og ég hugsa, að við getum fengið bátinn í brúðar- gjöf. Hann rak upp stór augu, og ég hélt áfram: — Ingveldur frænka.... — Hvað varstu að segja, fiskurirrn minn litli? | spurði hann heldur hvass í tali. En einmitt í þessu sigldi Ing'veldur frænka inn meo pabba upp á arminn. Friðmey og Hákon komu í kjöl- j farið. Húrr leit yfir salinn og kom svo stormandi að . borðinu okkar. — Nú, svo þarna eruð þið, sagði hún hvassmælt. | — Og þú ætlaðir að hugsa málið. Og hættir við allt saman, af því aö þú varst ástfangin. Segðu mér eitt, I góða.mín, hvað heldurðu, að þú getir dregið hana frænku þína lengi á asnaeyrunum, þótt gömul sé? Ég ætlaði að koma öllu í kring og svo.... TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Lauö íagmann annast vlðgerðir og viöhald á tréverld húseigna yðar, asamt breyuugum á nyýu og eldra husnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Brettl — Hurðir — Véiarlok — Geymslulok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið vióskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtí. 25, Símar 19099 og 20988. NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHUSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðninigar á ból'struð'um húsgögnum í heimhúsum. — Upp lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lættstækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til lelgu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkirana, til allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. JarSviniulan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN alian sólarhringlnn. VEITINGASKALINN, Geithálsl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.