Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 1
Alþýðu blaðið jLaugaridagur 13. desember 1969 □ Við höfum alltaf haft jólaös, það var líka jólaös fyrir 45 árum, sagði Stefán Stefánsson, bóksali, í fyrradag, er tíðindamaður blaðsins træddi við hann um jólasölu á bókum bæði fyrr og aiú Guðmundur Egilsson. Jólaös hjá f©rn bóksölum líka □ Fyrir jólin seljast ekki bara nýjar bækur, líka í fornbókaverzlununum er nóg að gelra og meira að segja ikaupir fólk gamlar bækur til jólagjafa. , Alþýðublaðið hefur átt tal við Guðmund Egilsson, fornbóksala í Bókinni um jólaösina hjá fornsölunum. — Stefán, hvað yiltu segja mér um jólabókasöluna fyrr og nú, þú ert víst lengst allra bú- inn að starfa við bókasölu í Reykjavík? — Ég hef ekki mikið að segja. Já, ég er búinn að starfa við bókasölú síðan 1925 eða í tæp 45 ár. Þá voru hér aðallega þrír bóksalar: Guðmundur Gam alíelsson var með sína verzlun í Lækjargötunni, Ársæll Árna- son á Laugaveginum og Pétur Halldórsson, sem átti Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssen. — Þú varst hjá Sigfúsi Ey- mundsen? — Já, ég vann hjá þeirri verzl un í 34 ár. — Var eitthvað til í þá daga, sem hét jólaös? — Já, já, það var að vísu ekki eins mikil bókasala og nú, langt frá því, en samt var jólaös í bók unum. Þorláksmessa var alltaf erfiður dagur hjá okkur. — Hvað var þá lengi opið? — Til miðnættis, það hefur alltaf verið opið til miðnættis á Þorláksmessu frá því ég.man fyrst eftir. — Voru mikil kaup bóka til jólagjafa líkt og nú? — Já, einmitt til jólagjafa, það er ekki nýtt fyrirbæri, en það voru færri jólabækurnar þá en nú. Ég hugsa, að þær hafi verið í hæsta lagi 40, 30—40 en við seldum í þá daga töluvert mikið af nýjum dönskum bókum góðar danskar bækur voru allt- Á Ssls. 19 er rttdóm- ur in Éidsögu Svövu Mobsdóltur af pantaðar fyrir jólin og fólk hafði þær líka til jólagjafa. — Var þá líka hafður sá hátt- ur á að láta bækur koma út rétt fyrir jól? — Það kom meira út af bók- um allt árið þá, dreifðist meira, miklu minna stillt upp á að láta bækur koma út á síðustu vikunum fyrir jól. En desember mánuður var mesti sölumánuð- urinn. — Og síðustu dagarnir mestu .söludagarnir? — Já, alveg eins með það. — Hvernig var með upplag bóka þá, voru ekki færri eintök prentuð? — Miklu færri. Ég held, að 1000 eintök hafi þótt stórt upp lag, en af stærri bókum var ekki prentað nema 8—900. — Hvernig var vinnutíminn hjá ykkur? — Vinnutíminn var ótakmark aður, þá voru engin takmörk fyrir vinnutíma, maður vann eins og þurfti. Verzlunarmanna- félagið skipti sér ekki af slíku þá. Maður varð að vinna frá kl. 8 á morgnana og stundum frá sjö og alveg ótakmarkað, meðan eitthvað var að gera. —• Hvenær voru búðir opnas þá? — Til 7, frá 9—7. En svo fór vinnutíminn að styttast, okkur þótti gott, þegar við fengum að hætta kl. 4 á laugardögum. — Hvað segirðu um bókasöl una núna? — Mér finnst hún 'ósköp svip uð og venjulega, dreifist mikið, engin sérstök bók, sem tekur öðrum verulega fram í sölu. Að vísu er bók Jónasar læknis Sveinssonar á undan öðrum bók um, kom snemma og selst prýðilega. Bækur Árna Óla eru alltaf vinsælar. En veðrið hefur sín áhrif þannig lagað, að þeg ar er slæmt veður, eins og hefur verið í gær og í dag, þá veigrar fólk sér við að fara í búðir, en það kemur seinna. — Þá verður skorpan meiri rétt fyrir jólin? — Já, einkum þá daga, þegar opið er til tíu, eða lengur. — En að öðru leyti allt vana legt? — Já, mér finnst með meira móti af barna- og unglingabók- um og líka er mikið af þýddum skáldsögum. — Fer fólk betur með pen- inga, hikar það meira við að kaupa dýrt en áður? — Já, ekki veitir því af að skoða rækilega í budduna. — Er bókaverðið þá það hátt að það dragi úr sölu? • — Ojá, það gerir sitt til. — Hvað segir þú um það, Guðmundur, gefa menn gamlar bækur í jólagjöf eða bækur sem fást í fornbókaverzlunum? — Já, ef þær líta þolanlega út, og eins ef um er að ræða fágætar bækur. — Jafnvel bækur sem eru allt að því nýjar? —■ Sumt er eldgamalt, en annað nokkurra ára uppgengið, en eftirsótt. — Það stafar þá fyrst og fremst af því að þessar bækur fást ekki annars staðar. — Já, aðallega. — Er salan meiri. eða meirí Framh. á bls. 24. Islenzkt orðtakasafn 1-11 Hálldór Halldórsson lslenzkt orðtakasafn I, félagsmannaverð kr. 395.00 Islenzkt orðtakasafn II, félagsmannaverð kr. 495,00 ALNIENNA BÓKAFÍIAGIÐ AUSTURSÍRÆTI18 SfBI IS707 Ömissandi uppsláttarrit námsmönnum, kennurum og öðrum, sem leita þekkingar á tungu sinni. Þjóðlegur orðaforði, einskonar aldaskuggsjá, sem í einföídu formi og oft á skemmtilegan hátt, speglar lífsreynslu kynslóðanna, menningu þeirra, hugsun Og tungutak. / Ræff við Stefán Siefánsson um bóksöluna fyrr og nú: Fyrir 45 árum var líka ös um jólin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.