Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 6
6 Alþýðublðaið 5. janúar 1970 Eftir það giftist hún eyfirzk- um manni, sem Ólafur hét, ó- viljug þó, að því er talið hef- ur verið. Var Natan sambýlis- maður þerrra Ólafs og Rósu á Lækjamóti í Húnaþingi og gerðist brátt vingott með þeim Natani og Rósu. Þar kom, að hún ól barn, sem hún kvað Nat- an föður að og skírði ,það Rós- ant Berthold, en um nafngift- ina fer hún þessum orðum: Seinna nafnið sonar þíns, sífellt á þig minni, að oft var fáklædd eyjan líns upp í hvílu þinni. Öðm sinni kvað Rósa við Natan; Ég ann þér meðan í æðum mín einn blóðdropi kvikar. Natan bætti við: Sannlega hefur sálin þín sopið á vísdóms bikar. Eitt sinn er þau skildu kvað Rósa til Natans: Hjartað saxar harma geir, hrannar dags í jurtu, að búðar laxa fíra freyr ifara á strax í burtu'. Natan kvað einnig margt til Rósu, m. a. þessar vísur; I Marga leit ég menjarein mér fyrir augum skarta, þó hefur engin eins og ein inntekið mitt hjarta. Þú mér bakar hugs óhægð, hjartað þvinga tekur, þín einstaka gáfna gnægð geðshræringar vekur. En Natan var ekki við eina fjölina felldur, þar kom að hann fluttist frá Lækjamóti og gerðist afhuga Rósu. Hún kveð- ur þá til hans ljóðabréf og er þar m. a. eftixfarandi vísa: Ektaskapar æru og trú, allt veðsetti eg fyrir þig, af einni tröppu á aðra þú, til ófarsældar leiddir mig. Risjótt var um þessar mundir í Húnaþingi og átti Natan í nokkrum illdeilum. Svo er að sjá sem Guðmundur Ketilsson hafi haft áhyggjur af bróður sínum og lagzt. illa í hann það sem fram undan var. í ljóða- bréfi sem hann skrifar honum er þessi vísa; Vertu bróðir var um þig, vonaðu eftir slysunum, heima áttu á höggstöðum, þar hætt er vígabrandinum. Margt var talað og kveðið um morðið á Illugastöðum, sem vonlegt má teljast, m. a. eru þessar vísur í Ijóðabréfi sem Hallgrímur Jónsson, læknir, á Nautabúi í Skagafirði, orti um Vífa slyngan veiðimann, víst nam þvinga losti, er helstingjum olla vann, og peninga þorsti. Þegar Rósa spurði dráp Nat- ans, kvað hún eftirfarandi vís- ur: Þegar síðast sá ég hann, sannlega fríður var hann, allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bar hann. \ Hef ég lengi heimsfögnuð haft og gengið bjarta, nú veit enginn utan guð, að hvað þrengir hjarta. Angurs stranga leið er löng, lengi þrengist mæðan ströng, mig langar þangað geðs um göng, sem gengur að mengi engin þröng. Gísli Konráðsson kvað einnig um dráp þeirra Natans og Pét- urs og aftöku Fríðriks og Agn- esar í Vatnsdalshólum. Þar á meðal þetta: Morðinginn er Friðrik frá að fengnum dómi, Agnes kennd við illgjörð rama, endurgjaldið fékk hið sama. Eins og lifði gneisti gamall golnis hríða, genju brá og glitar blóði, Gvendur hjó þau Natans bróðir. Hausa burt af bolnum tók, ei bilar rekkinn, fljótt, sem gneisti flygi hrokk- inn, fálu munnur smaug í stokkinn. Svarðarhauður sett á stöng nær sveita vegum, fregnir sanna, felldist lögum, fyrir Þorra níu dögum. þ^tta .jleyti: , Pétur stirt sem fór með fé, fékk nú hirting bráða, og Natan firrtur fjöri hné, Friðriik myrti báða. □ Bæjarstjórn ísafjarðar og hreppsnefnd Eyrarhrepps (Hnífsdalur) hafa komizt að samkomulagi um að senda grein argerð um hugsanlega samein- ingu sveitarfélaganna til allra viðkomandi íbúa og í fram- haldi af því verður efni til kosn inga um hvort sameina eigi sveitarfélögin eða ekki. íbúar á ísafirði eru nú 2,700 en íbúar Eyrarhrepps um 400. Hreppsnefnd Eyrarhrepps hef- ur lýst sig hlynnta sameining- unni, en bæjarstjórn ísafjarðar hefur enn ekki tekið málið til af'greiðslu. — VELJUM ÍSLENZKT- fSLENZKAN IÐNAÐ Eina peningahappdrættið I hendmpm Umsjón: Gestur Guðfinnsson í útvarpsleikriti Þorgeirs Þorgeirssonar, Bömum dauðans, pem flutt var fyrir skemmstu, kotnu við sögu ýmsir skáld- •mæltir Húnvetningar, svo sem bnæðurnir Natan og Guð- fnundur Ketilssynir, Vatnsenda Rósa eða Skáld-Rósa og fleiri, þó að hagmælska þeirra kæmi ekki fram í leikritinu. Sitthvað hefur varðveitzt af kviðlingum þessara Húnvetninga, enda sumt hinn lifvænlegasti kveð- Skapur. Verða hér riíjuð upp og birt nokkur sýnishorn af vísnagerð þeirra. Sagt er, að Rósa trúlofaðist ung lærðum manni, og hefur Páll amtmaður Melsted helzt verið tilnefndur, en þeirra sam- dráttur fór út um þúfur. Urn það kvað Rósa nokkrar vísur og er þetta ein: Augað snart er tárum tært, tryggð í partast mola, mitt er hjartað sáram sært, svik er hart að þola. HAPPDRÆTTl HÁSKÓLA ÍSLANDS Miðaraðír Nú er loks hægt að sinna hinni stöðugu eftirspurn eftirröðum, sem hafa verið ófáanlegar undanfarin ár. 241.9 milfjónir Geysileg fjölgun vinninga. Þriðjungur þjóðarinnar á nú kost á að hljóta vinning, Heildarfjárhæð vinninga hækkar í 241,9 miUjónir. 4 milljónir hæsti möguleikinn Þér getið unnið 4 milljónir í einum drætti á sama númer í öllum flokkum. Verð miðanna er óbreytt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.