Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 7
Alþýðublaðið 5. janúar 1970 7 EYJÓLFUR MARTEINSSON F. 12. 9. 1904 - D. 19. 12. 1969 Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar Köld. Ég kem eftir kannské í kvöld með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað Sverð og syndagjöld. H. J. Mér kemur þetta ljóð því oft- ar í hug, sem mér berst oftar til eyrna, að vinir mínir og jafnaldrar hníga fyrir hinnu bitiui sigð. Mér kom þetta ljóð ekki sízt í hug, er ég frétti tát vinar míns, Eyjólfs Marteins- sonar. Mér komu einnig í hug okkar fyrstu kynni, lagsbræðra- lag og vinátta. Undraði mig hversu bláþráðalaust þetfa allt var. Skyldist mér þá hve mik- inh þátt Eyjólfur hafði átt í að svo var. Haust nokkurt, 1913 eða 1914, þegar ég kom úr sveit, varð ég þess var aö piltur á reki við mig hafði bætzt í leik- félagahópinn. Ég gaf honum svona hornauga. Mældi hann og vóg. Er hann sterkari en ég? Skyldi ég hafa við honum í áflogum, ef okkur lendir saman. Svo var það sunnúdags- morgun litiu síðar, að ég er staddur niður við Goodtempl- arahús. Er þar að leifca mér að snærisspptta. Sveiflaði ég hon- um í kringum mig. Þarna er þá þessi piltur. Og snærisspott- inn slóst utan í hann. Hann brást reiður við og hleypur til mín. Ég hljóp undan niður að Dverg. Þar stanzaði ég og sner- ist við þeim sem elti mig. Urðu þarna nokkrar sviftingar milli okkar um snærið. Þessari við- ureign lauk með því, að snær- isspottinn glataðist með' öllu. En samtímis gerðist annað. — Milli okkar Eyjólfs tengdist band, sem ekki hefur slitnað eða glatazt. Band óslítanlegrar vináttu. Upp frá þessu urðum við einkavinir. Máttum vart hvor af öðimm sjá. Það lá ekki fyrir Eyjólfi frekar en öðrum börnum fátækra verkamanna í Hafraarfirði á þessum árum, að njóta annarrar skólagöngu en ljúka við barnaskólann. Strax eftir fermingu lá leið Eyjólís á Eyrina eða Mölina, eins og það var kailað. Leiðir okkar lágu saman þangað. En við Eyjólfur reyndum að bæca okkur upp, framhaldsmenntun þá er við fórum á mis við, með því að komnst í einhvers konar félagsskap. Verða þar þátttak- endur. Fræðast af þei-m sem eldri voru og hagnýta okkur eftir getu þá fræðslu. Þegar slíkar stofnanir fullnægðu okk- lengi eftir af að hér hafði verið selstöðuverziun með siglingu danskra og danskra verzlunar- stjóra og búðarþjóna. Þá réðumst við í það stór- virki nokkrir piltar að stofna knattspyrnufélag og upp úr því tvö eða þrjú önnur íþróttafé- lög. Alls staðar þar sem Eyj- ólfur var, var hann liðtækur í bezta lagi. Ekki sízt var hann einkar góður knattspyrnumað- ur. Varð hann með tímanum einn okkar bezti maður, sem skipaði þýðingarmestu stöður á vellinum. Er ekki að efa, að Eyjólfur hefði náð langt í þessari grein hefði honum gef- izt meiri og betri tækifæri til knattspyrnuiðkana. En einn er og þáttur í. lífi Eyjólfs, sem mér finnst einna mest um vert, en það var um- hyggja hans fyrir móður og föður og þá um leið fyrir syst- kinum sínum, sem yngri voru. Að vinna þeim, foreldrum sín- um og hjálpa á allar lundir var strax á unga aldri honum hjartansmál. Enda sparði hann sig 'hvergi. Hvorki við vinnu á mölinni eða á sjó, eftir að hann sneri sér þar að. Rétt um tví- tugt fór hann til sjós á tog- ara og þeim fjölum fylgdi hann meðan heilsan entist. Þegar hann gekk síðast af skipi var hann farinn að kröftum og heilsu. Það veit ég og hef fýrir satt, að Ey-jólfur gekk fyrir öðr- um í skiprúm. I Ég gat þess í upphafi, að fvrir týndan snærisspotta knýttist miili okkar annað band, vin- áttu og tryggðar, Og nú þegar Eyjólfur er horfinn finn ég enn -að þetta band er heilt og óslit- ið. Þetta band knýr mig til' að blessa minningu þessa hugljúfa vinar, og félaga. Gísli Sigurðsson, Fögrukinn 18, Hafnar- firði. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Lokab trá hádegi á morgun AðaMkrifstofan Tjarnargötu 4 og um- boðið í Vesturveri verða lokuð frá bádegi á m’orgun vegna jarðarfarar Helga Sivertsen. Samið um sðSu á 30 þús. tunnum □ Allt er hey í harðindum og nú vilja Rússar kaupa af okkur síld me3 allt niffur í 10% fitu- magn, en aldrei áður á vertíð hef- ur tekizt að semja um sölu á síld með svo litlu fitnmagni. í lok síð ustu viku var undirritaður í Reykja vík fyrirframsamningur um sölu á 30 þúsund tunnum af heilsaltaðri suðurlandssíld og má stærðin vera allt að 900 stykki í hverri tunnu. Keildarsöltun suðurlandssíldar nemur nú um 102 þúsund tunn- um og er útflutningur á þessari síld hafin fyrir nokkru. Þá voru á s.l. ári saltaðar 63 þúsund tunn- ur af síld um borð í veiðiskipum við Hjaltland. Síldarmagnið 1969 var nokkru minna en 1968, en verð mætið hins vegar meira, þar sem verð á síld er hátt nú. — Gripnir glóðvolgir Um klukkan hálf átta á sunnudagsmorgun var lögreg'l- unni tilkynnt um, að menn væru að brjótast inn í hús- gagnaverkstæði að Hverfisgötu 74. Lögregluþjónar fóru þegar á vettvang og handtóku þeir menhina ,,glóðvolga.“ Útgerðarmenn - skipstjórar Munið að fá y-kkur sjálfvirku fiskþvottaker- in áður en vertíð hefst, þau skila fiskinum hreinum í lest. VÉLAVERKSTÆÐI J. HINRIKSSONAR. Skúlátuni 6, — Sími 23520. Sleginn í roi við Glaumbæ — Á laugardag úrðu nokkrar ryskingar við veitirtgahúsið Glaumbæ. Þar var ungur naað- ur sleginn. í rot, hlaut hanp á- verka á höfði og voru glerajugu hans brotin. Talsverð ölvun mun hafa verið í húsinu. ; HAFNARFJÖRÐUR. Byggingafélag Alþýðu hefur flutt skrifstofu sína að Selvogsgötu 7 (áður búð Kaupfélagsins). Skrifstofutími óbreyttur. Félagsstjórnin. Tilboð óskast í smíði sorpgrinda með ryð- varnarhúð, ætlaðar fyrir 160 lítra sorppöka úr pappír eða plasti. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, og verða tilboð opnuð á sama stað fimmtudag- inn 22. janúar n.k. ur ekki var ekki um annað að gera en stofna ný félög með jafnöldrum. Minnist ég þess að við stofnuðum Málfundafélag, þar sem ræðumennska var iðk- uð, blaðaútgáfa og málhreins- un. Því í Hafraarfirði -eimdi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.