Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 9
Alþýðu'blaðið 5. ]ánú'ar r1970 9 Sjakalar og hyenur koma á nótfunni með ámállegum gólum, en í sandinum lifði fluga sem stakk mann og skiidi eftir blöðr- ur og fleiður sem seint vildu gróa hafði heldur ekkert að éta. — Hvernig í ósköpunum stóð á því. — Ég hafði auðvitað kokk eins og alltaf tíðkast hér. En maturin nvai- nákvæmlega ekk ert annað en fiskur og hrís- grjón. Ég var oft beinlínis hungraður. Það var engan mat að fá neins staðar nema í Cutt- ack, og bölvað vesen að kom- ast þangað einsog þú sérð á því hve samgöngur voru erfið ar, engin bein samgönguleið. Ég sendi einu sinni kokkinn til Cuttack eftir mat, ég var orðinn matarlaus, en hann kom aftur eftir viku bæði matarlaus og peningalaus. Alla þá viku hafði ég ekkert nema fisk. — Hvað varð um peningana sem hann átti að kaupa mat fyrir? — Hann eyddi þeim víst í ferðalag og uppihald. Hann gat enga grein gert fyrir þeim. —Var ekki hægt að veiða einhverja æta skepnu í skóg- inum? — Jú, ég hafði hug á að reyna það, en hafði ekkert til þess og enga þekkingu á þess konar veiðiskap sjálfur. Aðal- meinvættið þama er vatnaot- ur sem kemur á næturnar og gæðir sér á fiskinum í tjörn- unum. Þess vegna var varðmað ur hafður við tjarnirnar og sat hann þar allar nætur og pass- aði stöðina. Hann hafði vasa- ljós og skaut á oturinn ef hann færðist nær. Hann hefur lík- lega heyrt til hans ef hann hlustaði vel. Annars fékk hann ekki eitt einasta kvikindi meðan ég var þarna hvort sem það var af ódugnaði eða öðru. — Var hann þokkalega vopn aður? — Nei) biddu fyrir þér. Hann var með byssuhólk sem manni gekk illa að skilja að væri enn í notkun. Svoleiðis byssur eru ekki til annars en hengja upp á vegg og hafa fyrir stofustáss. í hungursneyðinni var ég alltaf að biðja mannskrattann að fara inní skóginn og skjóta mér eitt hvað að éta, og einu sinni skaut hann villisvín, en ég held hann hafi ekki gert það fyrir mig, ég fékk ekki nema eina eða tvær máltíðir af því. — Var þetta þéttur skógur? — Nei, síður en svo. Ég fór einu sinni inní þennan skóg, var reyndar skíthræddur við öll þau kvikindi sem þar hlytu að leynast. Sumstaðar var hann þurr, en annars staðar blautur. Það gengu nefnilega síki og álar út úr ánni eitthvað inná skógarsvæðið. Við fórum á bát einhvem tíma eftir ál- unum, og var þá kunnugur mað ur með sem valdi einhverja sérstaka leið. Víða var illfært í gegnum gróðurinn, skógurinn ýtti við bátnum á allar hliðar og allt lokað að ofan. En í þetta sinn er ég fór inní skóginn var ég fótgangandi, hafði varð- manninn með mér og var að reyna að fá hann til að drepa eitthvað handa mér að éta. Við fórum yfir síkið þarsem fiska- eldisstöðin var. Mig langaði til að fá akurhænu í soðið, það var allt fullt af þeim þarna. Við sáum nokkrar en veiddum enga. Fyrst eftir að komið var yfir lónið þurftum við að vaða leðjuna, en síðan komum við á hart land. Það varð fijótlega fyrir okkur rjóður, en við fór- um litlu lengra. — Hvernig var með ána var hún ekki full af krókodílum? — Jú, það voru þar króko- dílar, víst talsvert mikið. — Vom þeir ekki veiddir? — Eitthvað víst vegna skinn- anna, en það voru engar krókó- dílaveiðar í nágrenni okkar. Ég fór einu sinni að sjá krókó- díla. Þarna kom maður sem langaði til að skjóta krókodíl og var með byssu. Við fórum með þessum manni á mótorbát og sáum tvo krókodíla þarsem þeir lágu uppá bakkanum, en mótorinn var svo hávær að eng in skepna gat haldizt við í grennd. Þó komumst við það nærri einum að maðurinn hélt hann gæti náð honum og skaut. Dýrið slapp, ég veit ekki hvort hann hitti. Þeir skjóta króko- díla í framlappirnar er mér sagt. Ég hélt þeir væru skotnir með riffli, en þessi var með haglabyssu og sagði að ekkert annað skotvopn kæmi til greina. Þegar skotið reið af brá dýr- ið við einsog elding og va.r horfinn með það sama. — Er ekki einhver nytjafisk- ur í ánni sjálfri? — Fullt af nytjafiski. — Var eitthvert fiskirí í sjón um þarna úti fyrir? •— Þarna voru ágæt mið. Að- stæðurnar voru bara óheppileg- ar, bátarnir litlir og veiðar- færin fengin einhvers staðar utanúr ljósvakanum, ekkert spekúlerað í hvort þau hentuðu, enda vissi það enginn. — Sagðistu ekki hafa farið til Ratnagiri fljótlega eftir að þú komst til baka frá Orissa? — Jú, en ég var oftar en einu sinni í Ratnagiri. — Hvernig skilyrði var yltk- ur boðið uppá á þessum stöð- um, Bombay og Raatnagiri, fengu þið þokkalegar íbúðir? — í Bombay höfðum við auð vitað ágæta íbúð, en í Ratnagiri var vont að vera. Við bjuggum þar í gamalli trúboðsstöð. Nokk ur hús höfðu verið reist inní garði. Trúboðsstöðin hafði ver- ið lögð niður, læknir nokkur keypti stöðiraa einsog hún lagði sig. Við fengum að hírast í einu húsinu en þar var ekki neitt, ekkert vatn, ekkert rafmagn, ekki nokkur skapaða hlutur, enginn þægindi. Þar að auki var mikill rottugangur. Við vorum þarna öll ásamt þjónin- um okkar Lucas sém við kom- um með frá Bombay. — Þú ert orðinn kunnugur á Vesturströnd Indlands. — Já, það er víða fallegt þar, sérstaklega syðst á Mahara shtra, eyjar og krikar, falleg- ar víkur með sandfjörum og þorp á strjálingi. Þar er mikið veitt af sardínu og makríl í stórar fyrirdráttarnætur. Þetta er syðst i Maharasthra og í Mysore. Þessar fyrirdráttarnæt ur kallast ramponnet. Þær eru geysistórar. Það er farið með þær beint út, vanalega hálfa aðra aðra milu frá landi, og ef heppnin er með geta þeir fengið 200—400 tonn í hverj- um drætti. Þessi net eru svo stór að það er ofviða öðrum en heilum þorpsfélögum að eiga þau. Þannig á hvert þorp vana- lega eitt net, hver þorpsbúi eða hver heimilisfaðir leggur til einn part af netinu og sömuleið is af tógunum sem notuð eru til að draga netin. Allir þorps búar hjálpast að við að draga því til þess þarf á þriðja hundr- að manns. — Hvað varstu að kenna þeim í Ratnagiri? — Ég var fyrst með net á bátnum Shrimati, bæði botn- net og reknet. Síðar var ég með troll á þjálfunarbátnum Surmai frá sjómannaskólanum í Versova. Starfið gekk prýði- lega, árangurinn var sá að nú eru um 200 bátar í Ratnagiri sem fiska með troll fyrir rækju. Þessi rækjumið eru mikið sótt, iíka bátar frá Bombay sækja á. þessi mið. — Er enginn humar þarna? — Ekki getur það heitið. Maður fær svona einn og einn. Það er allt öðru vísi humar en, þekkist heima, að vísu humar, en hann hefur engar klær og enga anga. Humar sem svipar til okkar leturhumars hefur verið fundinn sunnar, aðallega útaf Cochin og Coilon í Kerala. Þar aflast feikn. Vafalaust er humar víðar. Það þekkir eng- inn sjóinn hér í kring, kantur- inn á landgrunninu er algcr- lega órannsakaður. — Á hvaða dýpi veiða þeir humarinn? — Á svona hundrað föðrn- um. Þegar komið er þangað út fellur dýpið niður í úthafs- djúpið. Kanturinn er skarpur, en samt ekki svo skarpur að ekki megi fiska í honum. En þennan humar er enginn far- inn að fiska enn, nema einn norskur bátur í Cochin og ann- ar frá þjálfunarstöð sjómanna þar. En nú eru þeir að búa sig út af óðakappi hjá einkafyr- irtækjum að byrja á þeim veið um. — Hvernig staður er Ratna* giri? — Og það er heldur skrýtinji staður, eða hann var það þeg- ar ég var þar. Eiginlega engin byggð. Þar sem við bjuggum fyrst var eins og ég sagði áðan ekkert vatn og engin þægindi til neins. Þessi staður er líka undarlegur að því leyti að þar lifir enginn hestur. — Hvað veldur því? — Ég veit ekki, liklegt að þar sé einhver fluga sem verð- ur hestunum að meini. Asnar þoldu þar ekki við heldur. Af- ieiðingin var sú að þar voru engin ökutæki nema uxavagn- ar. Um bíla var varla að tala til mannflutninga, nema þú bussa. Þar var heldur engin. járnbraut, og ekkert samband hægt að hafa við Bombay nema með skipum eða bussum. Strandferðaskip kom þaima við og við, 2000 tonraa skip, það gekk á smáhafnir suður til Vengurla sem er á landamær- um Maharasthra og Mysore. Svo ganga stærri skip milli Bombay og Cochin; þau koma ekki við á smáhöfnunum. — Það er þá helzt mantaskat an, feiknarlega stór fisk-ur. Hún kom stundum í netin, en fiskimennirnir eru skíthræddir við hana, ekki þannig, að þeir séu hræddir um líf sitt fyrir henni, heldur vegna þeirra skemmda sem hún veldur á veiðarfærum. í þá daga voru Framhald bls. 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.