Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 11
Alþýðu'blaðið 5. janúar 1970 11 SULTARLÍF Frrmhald úr opnu. þeir allir með baðmullarnet, og ef skata kom í þau þá fór hún af stað með alla heilu dræs una og reif allt og sleit. Rek- netjunum sem voru úr nælon þvældi hún utanum sig. Við vorum oftastnær á grunnu vatni, og þegar hún var dauð sökk hún til botns, en dýpið var sjaldnast meira en það að hún var komin í botn áður en hún fór að faka verulega í. Þess vegna gerði hún okkur ekki annan óskunda en að það var tafsamt að tosa hana upp og ómögulegt að ná henni úr net- unum úti, við urðum að binda netin upp og drösla öllu í land. — Hvað var gert með sköt- una? — Ekkert, nema lifrin var hirt, hitt allt er óætt. — Hvað er þetta stór fiskur? — Hálft annað til tvö tonn að þyngd. — Veiðist hún víðar en þarna? — Ég hef efeki orðið hennar var annars staðar. — Eitthvað hefurðu orðið var við fleira af sjaldgæfum fiski. — Ekki var það mikið, en á þessum slóðum fengum við sumstaðar þennan svokallaða sagar-hákarl. Hann er með trjónu framúr efra skolti allt uppí tveggja metra langa á stór um fiski; þetta er bara bein og útúr því standa gaddar líkt og sagartennur, en þaraf kemur nafnið. Fleiri tegundir eru með svona líffæri, t. d. sverðfiskur- inn, en þá eru engir gaddar á trjónunni. Á sagar-hákarlin- um er þetta glerhart bein og glerungur á tönnunum. Venju- lega vax hann smár sá sagar- hákarl sem við fengum, en séð hef ég langar trjónur. Það verð ur að höggva þær af um leið og tekið er úr netunum og þá geyma menn þær gjarnan sem minjagripi. Þess vegna sjást þær hingað og þangað. — Er mikið um hákarl? — Ekki mjög mikið, ekki af stórhákarli, en hann kom stund um í netin, þegar ég var í Vera val, aðallega 50—60 kg fiskur. — Var hann étinn? — Já, hann var étinn. — Hvemig meðhöndla þeir hann, eitthvað líkt og 'við? — Nei, þeir steikja hann bara ferskan. — Er hann þá efcki eitraður, enginn blásýra í honum? — Mér er ekki kunnugt um það, en að minnsta kosti kem- ur það ekki að neinni sök. — Varstu ekki var við sæ- slöngur hingað og þangað? — Jú, það er fullt af þeim allt í kringum Indland. Þetta eru ekki slöngur, þetta eru 'bara snákar. — Hvar halda þær sig í sjón- um, niður imdir botni? — Ég veit það varla, held helzt þær geti verið allstaðar. Maður fær þær niður við botn og sér þær líka synda með hausinn uppúr. — Eru þetta ekki vandræða kvikindi ? — Menn eru hræddir við þær. Mér er sagt að það séu eitthvað níutíu tegundir af snákum sem lifa í sjó. Þeir geta verið nokkuð stórir, ég hef séð þá uppí hálfan annan metra á lengd, en þeir eru mjóir, þveng mjóir, og af þessum níutíu teg undum er mér sagt að eitthvað 25 séu eitraðir snákar, allar hinar eru meinalausar. —Geta þeir eitthvað þegar þeir eru komnir á þurrt? — Heldur eru þeir seinfær- ir, en sarnt geta þeir hringað sig upp, og fiskimennimir em skíthræddir við þá, sem eðli- legt er því þeir vita ekki hverj ir eru varasamir og hverjir J9N J. JAK06SS0N auglýsir: Bjóðum þjónustu okkar í: Nýsmíði: Yfirbyggingar á jeppa, sendibíla og fleira. Viðgerðir: Réttingar. ryðbætingar, plastviðgerðir ag allar smærri viðgerðir. Bíiamálun: TÍMAVINNA — VERÐTILBOÐ JON J. JAKOBSSON. Gelgjutanga (v/Vélsm. Keilir). - Sími 31040 Heima: Jón 82407 — Kristján 30134. liggja eitthvað skrýtilega. Seinna um daginn var ég þarna aftur á ferð, og þá lá maðurinn þar enn í somu stellingum, og hundmð manna búin að fara framhjá. Ég las í blöðunum dag inn eftir að þarna hefði maður dáið, og greinarhöfundur var að hneyksliast á því hvernig það gæti skeð að maður lægi þarna dauður í heilan dag án þess nokkur sinnti um hann. Þetta er þeim mun furðulegra sem ekki var nema steinsnar á næsta spítala, hann var rétt hinumegin við götuhornið. Dá- lítið einkennilegt þetta sinnu- leysi ef dauðsföll eða slys ber að höndum, því yfirleitt er fólk hjálpsamt hvert við annað. Svip að þessu kom fyrir okkur hjón in seint um dag í Bombay. Við fórum út að ganga í borginni miðri. Þegar við vorum komin, kippkorn eftir götunni lá þar maður fyrir hunda og manna fótum sýnilega látinn, hópur stóð í kring einsog verið væri að skoða eitthvert viðundur. Svo gengum við lengi, fórura víst einhverstaðar inn að fá okkur kaffi. Þáð var sjálfsagt liðinn hálfur annar tími er við komum til baka á sama stað, og þá fyrst var lögreglubíll að hirða skrokkinn. Samt vil ég segja, að fólk er hjálpsamt og vingjarnlegt og einstaklega þægilegt í öllum samskiptum. S.H. Næsta grein: Sjómennska suður í Patagóníu. TROLOFUNARHRlNGAR Flfót afgréiðsla Sendurr* gegn póstkr'öfd. OUÐWt. ÞORSTEINSSPH gullsmlSur Bankastrætf 12., meinlausir. Þegar maður tek- ur troll þá hangir þetta út úr því á alla kanta, hálfir snákar komnir út í gegnum möskvana. Þess vegna er vani að hreinsa allt svonálagað burt áður en byrjað er á fiskinum. — Þarf ekki aðgæzlu við sitt hvað fleira? — Jú, t. d. sköturnar. Sumar skötutegundir eru með gadd á halanum, jafnvel tvo gadda. Sjómenn halda að þessir gaddar séu eitraðir. Þeir halda nú reyndar að allt sé eitrað. Ég veit ekkert um þetta fyrir víst, en einhver vísindamaður sem með mér hefur unnið var held ég á því að einhver eiturkirtill leyndist bakvið gaddinn. — Að hvaða gagni kemur þetta fyrir skepnuna? — Skatan lemur um sig með halanum, og líklega er þetta henni til varnar. Ég hef skorið mig á þessum gaddi, mig sveið mikið og blæddi mikið. Það er líkast þvi að skera sig á rak- blaði, svo kannski er ekkert við þennan gadd annað en það að hann sé flugbeittur. — Er ekki ótrú á ýmsu með óupplýstra fiskimanna? — Jú, ég hef t. d. oi’ðið var við að það er talið ólánsmerki að veiða sæskjaldböku. Samt er algengt að skjaldbökur komi í troll og net. Mér þykir þetta skrýtið því sumstaðar er skjald baka veidd, t. d. í Tutivorin á Suður-Indlandi. Þeir selja hana til Ceylon þar sem hún þykir herramannsmatur. En aldrei hef ég heyrt þess getið að hún sé étin á Indlandi. — Þú hefur áreiðanlega kynnzt mörgum mismunandi siðum á þinni löngu dvöl með- al framandi þjóða, og séð ólíkt mannlíf því sem við eigum að venjast norðurfrá. — Já, það má segja að svo margt sé sinnið sem skinnið. Líklega hefur mér þó fundizt mestri furðu gegna hve einstak lingurinn er miiklum mun minna metinn i hinum heitu og þéttbýlu löndum heldur en norður í Skandínavíu. Ein- hvérju sinni var ég t. d. ?.ð bíða eftir bussinum til að kom- ast frá endastöð Bombaylest- arinnar niður í Versova-þorp- ið, og þá tók ég eftir því að maður lá á gangstéttinni hinum megin við götuna. Ég gaf þessu engan gaum, en þótti maðurinn Lækkuö leigugjöld Dag- vikU' og mánaÖargjaSd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.