Alþýðublaðið - 19.01.1970, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.01.1970, Blaðsíða 5
/Mónudagjur 19. janúar 1970 5 Alþfðu blaðið Útgcfandi: Nýja útgáfufcIagiS Framkvæmdastjóri: Þórir Sæmundsson Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson Sighvntur Björgvinsson (áh.) Itrtstjór'iarfulltrúi: Sigurjón Jóhannsson Fréttastjóri: Vilhelm G. Kristinsson Auglýsingastjórí: Sigurjón Ari Sigurjónsson Frcntsmiðja Alb.vðubla'ðsins Fjölgun borgarfulltrúa I ERLEND MÁLEFNI I I r Á fundi í 'borgarstjórn Reykjavíkur 's.l. fimmtudag felldi méiááhlutinn tillögu minnihlutaflokkanna þess efnis að borgarfulltrúum yrði fjölgað 'úr 15 'í 21, en lagaheimild er fyrir hendi þess efnis að borgarfull- trúar í Reykjavík me'gi vera allt að 27 talsins. Er þetta í annað skiptið, sem m'eirih'lutinn fellir þessa tillögu en áður var hún flutt af sömu aðilum árið 1964. ÁJstæðan fyrir því, að meirihluti borgarstjórn- ar lagðist gegn tillögunni þá var að yfir stæði en'dur- skjoðun á stjórnkerífi borgarihnar í heild og þar til þeirri endurskoðun lyki gœti meirihlutinn ekki fall- i'st á f jölgun borgarfúlltrúa. B'entti Óskar Hallgríms- son, borigarlfulltrúi Alþýðuflókksins og fyrsti flunt- i ingsmaður tillögunnar, á það að ef meirihlutinn vildi j vera samkvæmur sjálfutm sér ættihann því að standa * að samþykkt tillögunnar nú þar eð Geir Hallgríms-1 sön, borgarstjóri, hefði fyrir skömmu ilýst því yfir að endurskoðun á stjórmkerfi borgarinnar væri lokið að sinni. Samiræminu var hins végar ekki fyr'ir að fara hjá | meirihluta borgarstjórnar og er þvi tala borgarfull- i trúa óbreytt frá árinu 1908. ] Frá því á árinu 1908 htefur Reykjavík breytzt úr litlu fiskimannaþorpi í nýtízkulega stór-1 borig. Borgarbúum hefur fjölgað áttfalt, fjölmargarj nýjar atvinnustéttir látið að sér (kveða og borgar- reksturinn sjáifur aukið mjög úmfang isitt. Þeir 15 j fulltrúar, sem kjörnir hafa verið af borgarbúuim tilij þess að hafa með höndum stjóm horgarmáltefna þurfa að sinna því verkefni isem hliðarstarfi og ger- samlega er útMcað iað þeir Jpafi aðstöðu til.þess að kynna sér til hlýtar hvert atriði í hinum umfangs- jnikla borgarrekstri. Hefur þetta leitt til þesS að j !hin raunverulegu völd eru sífellt að færast meira úr (höndum horgiarBtjórnarinnar í hendur embættis- mannaog sérfræðinga, sem vitaskuld bera ekki hlið- stæða ábyrgð ga'gnvart borgarbúum og fulltrúar, kjörnir af þeim í almennum kosningum. f Fjölígun borgarfuHfrúa í Rteykjavík er því sjálf- oagt réttlætismál ef við ætlum ’að bafa i heiðri þá lýðræðislegu 'stjórnarhætti að ^jörnir fulltrúar borg- arbúa annist hina raunverulegu stjórnun borgar- málefna. í borgarstjórn þurfa að vera fulltrúar frá þýðinigarmestu starfsstéttum í borginni og umfang börgarrekstursins igerir það að verkum, að nauðsyn- legt er að borgarfulltrúar séu það rnargir að þeir igeti viðhaft nokkra verkaskiptingu og htelgað sig máliefnum er hver og einn h'efur sérstakan áhuga fyrir eða bekkingu á. lEmbætti'smannastjórn og isérfræðinga er ekki lýð- ræði og ekki það stjórnarform, sem Reykvíkingar óska eftir. Lýðræðisléga stjómarhætti virðist meiri- hluti borgarstjórnar hins vega eiga erfitt með að til- J einka sér því varla er hægt að trúa Iþví að í hans aug- •um hafi eb|kert markvert skeð í horgarmálefnum jjallar 'götur frá áririu81908i fiem' .-gferÞ .þíáð' að’ verk- um að nauðsyn sé á fjölgun foorgarfulltrúa svo borg- ■arstjóm geti gengt því hlutverki, sem henni ætlað. . i Innbyrðis samkomulag Araba | hríðversnaði á liðnu ári i i i er □ í Arabaheiminum hófsl ár- ið 1969 með mikill ræðu, sem Nasser flutti í egypzka þinginu í Kaíró. þar sem hann lýsti því yfir að Arabar væru ákveðnir í því að frelsa öll herteknu svæð in. „Við skulum berjast um hvert einasta sandkorn í eyði- mörkum ok.kar, hvert einasta grasstrá á sléttum okkar, í döl- um og f jal)shlíðum“, sagði hann. „Það verður að frelsa öll her- teknu svæðin, og fyrst af öllu verðum við að frelsa Jerúsalem, vesturströnd Jórdanar, Gaza- svæðið og sýrlenzku fjöllin“. í ræðunni lagði hann einnig til að æðstu menn Arabalandanna kæmu saman til fundar, þar eð „allar tilraunir til pólitískrar lausnar hafa reynzt árangurs- lausar“. Spennan jókst á öllu deilu- svæðinu meS hverjum mánuði sem leið af árinu. Egyptar boð- uðu það sem þeir kölluðu „tauga stríð“ og hermálaráðherra Nass- ers, Fawzi, kallaði árið 1969 „ár frelsunarinnar". Síðar var sagt að þetta hefði þýtt „ár upp hafs frelsunarinnar". Yfir Suez- skurð hafa daglega verið.gerðar árásir og .gagnárásir. Skærulið- ar úr egypzika hernum hafa far- ið -stöðugt yfir skurðjnn og ráð- izt-á bækistöðvar ísraelsmanna. Gagnárás ísraelsmanna í sept ember var svarað með mestu loftárásum yfir skurðinn, sem Egyptar hafa gert síðan sex daga stríðið stóð. 102 flugvélar voru notaðar til árásarinnar. Síðar skaut egypzki flotinn í víghreið ur ísraelsmanna ó Sinai og egypzkir sundkafarar sprengdu í loft upp ísraelsk skip, sem lágu í höfn í Eilat. ísraelsmenn juku gagnárásir úr lofti og gerðu næstum því daglega áhlaup. Á Jórdaníu-svæðinu færðust átökin einnig í auikana. Isra- elskar flugvélar gerðu reglu- bundnar árásir á herstöðvar Jórdana og íraka í Beisan-dal og frelsissveitir Palestínu-Ar- aba juku umsvif sín verulega. Þessi aukna spenna dró úr möguleikunum á pólitískri lausn, sem reynt var að vinna að í byrjun ársins, þegar sendiherr- ar Bandaríkjanna, Frákklands, Sovétríkjanna og Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum -komu saman í New York. Síðar rædd ust Bandaríkin og Sovétríkin ein við um málið — en ekki er hægt að benda á neinn jákvæð an árangur af þeim viðræðum. Það var fyrst í árslok, sem Bandái'ikin logSu frám ákvéðn-i ar tillogur um laiísn deilunnar! milli ísraels og Egyptalands og Jórdaníu. Egyptar hafa hafnað tillögunni. Jórdanía hefur ekki látið uppi neitt álit. Tiliaga Bandaríkjanna var tilraun til að koma í veg fyrir að Arabar gæfu pólitíska lausn algjörlega upp á bátinn. Tillagan var lögð fram rétt áður en fundur æðstu manna Arabaríkjanna kom sam an í Rabat í desemberbyrjun til að ræða hervæðingu allra Ár- aba gegn ísrael. Raunverulega verður árásin 1969 framar öðru minnzt sem árs hrakfaranna í Rabat. Fund ur æðstu manna Arabaríkjanna gat ekki náð neinu samkomulagi um liervæðingu. Þjóðarleiðtog- arnir 14 voru ek.ki sammála, og fundurinn Ieystist upp í algjöra ringulreið. Árið hafði byrjað með mikilli hrifningu og til- finningaríkum ummælum um frelsun, — en því lauk með aumkunarverðum skelli í Rabat. 1969 urðu margar innri breyt ingar í Arabalöndunum. íhalds- stjórnin í Súdan var sett frá með byltingu og komið á fót herfor- ingjastjórn með Numeiri hers- höfðingja í forsetaembættinu. í júní veltu leiðtogar Þjóðfrelsis- þreyfingarinnar í Suður-Jemen stjórninni þar. I ágúst komst upp um samsæri gegn Feisal konungi í Saudi-Arabíu. Um það bil 60 herboringjar eru sagð ir hafa verið teknir höndum. Konungi Libyú var steypt af stóli í september og byltingasinn aður herforingjahópur tók völd in undir foryst.u yngsta stjórn- arleiðtoga í heimi, A1 Kazafi of- . ursta, sem er aðeins 27 ára gamall. Þar með fengu hin svo- kölluðu framfarasinnuðu ríki í Arabaheiminum auðugan banda mann. Sambúð Arabalandanna inn- byrðis var tiltölulega friðsam- leg í upphafi ársins, en fór versn andi, einkum eftir byltinguna í Libyu. íhaldssamari ríkin, eink- um Saudi-Arabía, tortryggja nú allt og alla. í apríl komu upp alvarleg á- tök í Líbanon og héldu áfram allt fram í nóvember. Upphafið var að til árekstra kom milli ör- yggislögreglumanna og kröfu- göngumanna, er studdu skæru- liða PaléstínU-Araba. í október kom til hreinna bardága, þar sem yfir 100 manns létu lífið, en átökunum lauk, að sinni, þeg ar aðilar (skæruliðasveitirnar og stjórnvöld Líbanons) gerðu með sér samkomulag í Kaíró. í Sýrlandi k.om til ýmissa á- rekstra sem leiddu til breytinga á stjórninni. í írak fóru fram „njónaréttarhöld" og oþinberar aftökur „ísraelskra njósnara". Fréttaskýrendur í Arkbalönd- unum álíta allar þessar hrær- ingar vera afleiðingar ósigui s- ins mikla í sex daga stríðinu. Búizt er við að fleira af sama tagi gerist eftir það s^m kall- að hefur verið „ósigurinin í Rab- at“. Mörg Arabaríkjannai.snerust gegn Libanon í deilunum við skæruliðana, og Sýrland lokaði landamærum sínum og /Líbanon í þrjár vikur. BaathTÍlokkurinn sem fer m.eð stjórn í Sýrlandi rak áróðurs’herferð gegn Baath- flokknum í írak. Og í nóvember hófust landamæraátök millí Saudi-Arabíu og Suður-Jemen. Annar atburður sem mikla athygli vakti var stofnun hins svokallaða „þríríkjabandalags“ milli Egyptalands, Súdan og Líbýu, sem gerð var að lokinni byltingunni í Libyu og fundun- um í Rabat. Sambúð Arabalan.damta og vestrænna rikja skánaði ekki á árinu, versnaði fremur. Austan- tjaldsríkin komust til aukinna. áhrifa. 1969 var það ár, þegar flest þau Arabaríki, sem lúta vinstristjórn tóku upp stjórn- málasamband við Austur-Þýzka land (Sýrland, frak, Egypta- land, iSuður-Jemen, iSúdan og Libyu). Eitt Arabaland (Norð- ur-Jemen) tók hins vegar upp stjórnmálasamband við Vestur- Þýzkaland, og í árslok tóku aff aukast líkurnar á bættum sam- skiptum Egypta og Vestur- Þjóðverja eftir að Willy Brandt var kominn til valda. (Arbeiderbladcf Herman Lindquisi). Sementssala minnkaði 1969 □ S ementsverkismiðia ríkis- ins seldi 76.627 toran af ísienzku sementi 1969, fyrir álls 1 SCi miilljóniir ,króna. 1968 viax sal- ®n 87.411 tonn en 1967 rúrrs 108.000 tonn. íslenzkt sementa- gj'all var selt til Danmerkur fyrir 9.6 milljón’ir króna. .:Á þessu ári ei- áætlað að i'ements- sal'a verði um 90.000 tonn, að því er segii’ í tiHkynniin'gu liá Sementsverksmiðjunm.' —.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.