Alþýðublaðið - 11.03.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.03.1970, Blaðsíða 8
8 íMiÖvíkud.a^iír 11. teiáriz'l'ðfo — NÚ HEFÐI ÉG garnan af að ræða svolítið vi'ð þig um ritstörf þín og skáldskap. Hve- nær byrjaðir þú að skrifa og vinna við þýðingar? — Það er alveg hreint mál með það, það var árið 1921. Þá þýddi ég Nonrua, fyrstu Nonrua-bókina sem út kom á ís- lenzku, og var heima, austur í Hróarsholti; það hefur líklega verið eitt síðasta sumarið sem ég var heima. Þá sat ég þar við skriíftir þegar hiinir fóru út að slá, fór ekki í heyskap nema þegar mest lá við. Ég var lengi að þýða þessa bók, var alger- lega óvanur. Annar hafði að- eins byrjað á ,að þýða hama, séra Árni Sigurðsson, en hann varð að hætta s'akir annrikis, og þá samdist svo með okkur Ársæli Ámasynd sem var útgefandinn að ég tæki við og þýddi ég alla bókina frá upphafi. — Voruð þið saman í stkóla þið' séra Árni? — Við vorum lítið saman í skóla, hann var dálítið yngri en ég, en við vorum góðir vinir. Það byrjaði þannig að ég kenndi1 honum stærðfræði undir gagn- fræðapróf, en gat þegar tii kom ekkert kennt honum því hann kunni allt þegar hann kom í tímana. — En hvenær byrjaðirðu að skrifa kennslubækur? — Það var fyrst setninga- fræðin 1925 og svo, þegar nýja stafsetningin kom: Ritreglur og stafsetningarorðiabók 1929 og 30. Þetta eru einu keninslubæk- umar sem ég hef skriíað. — En dansk-íslenzka orða- bókin, hún hlýtur að hafa ver- ið mikið verk, hvenær varstu með hana? — Það var mitt erfiðasta verk, að ég held. Hún kom út 1926. Ég var með hamja nálægt tvö ár, og hét því að snerta aldrei við orðabók framai', hef líka lítið að því gert; að vísu var ég með í þegar hún var gefin út aftur, við vorum þá þrír, Ágúst Sigurðsson dönsku- kennari Kennaraskóians, Ole Widding, danskiur fræðimaður, og ég. Orðabókarstarf er senni- lega með því er-fiðara sem mað- ur tekur ær fyrir hendur, en það er sernt geman að því, enda getur oft farið saman að það sem er erfitt sé um leið skemmtilegt. — Þú hefur stuðzt við þá orðabók sem fyrir var, en bætt gríðarlega mi'klu við. — Já, þetta var endursamn- ing á gömlu orðabókinni eftir séra Jónas á Hrafnagili, en Björn Jónsson ritstjóri átti í henni mikinn part. Ég bætti1 miklu við, bæði orðum og þýð- ingum á þeim orðum sem fyrir voru. — Já, í þinni bók eru mjög blæbrigðaríkar þýðingar. — Það befur þótt aðalkostur- inn á þeirri bók hve mikið hún hefur af samheitum, úr mörg- um orðum að velja fyrir þýð- endur. Sá galli fylgir vitanlega að þau eru ekki öll svo ná- kvæm þýðing á danska orðinu, en um fleira að velja frá sjón- armiði íslenzkuinmar. — Þú bjóst oft á sumrin í sumarbústað austur í Ölfusi. Hvenær eignaðist þú þennan sumarbústað? t — Við byggðum hann saman árið 1927 ég og Gunnlaugur Einiarsson læknir, sem látinn er fyrir löngu. Þetta eru tvær litl- er íbúðir í sama húsiniu. Þar höfðum við hjónin og okkar böm síðar þegar þau komu, sumardvöl í áratugi, og ég á þenrnan sumarbústað enn, á hann nú ailan. Við höfum ekki verið þar nokkur síðustu sumr- in, en dóttir okkar hefur ver- ið þar með börn sín. — Vamnstu þar e-kki mikið við skriftir? —i Jú, ég skrifaði þar al-1- mikið, m-argar af þýðinigum sem -auðvelt var að eiga við og hafa með sér eru einmiitt gerð- ar þai', því að vetrinum var lítill tími til slíkra starfa. — Þegar þú varst í sumar- bústaðnum, batfðirðu þá sérstak- -an vinnutímia eða vannstu bara þegar andinn kom yfir þig? — Ég hafði yfirleitt sérstak- an vin-nutíma. Ég fór snemma á fætur og sat við skriftir til hádegi-s, og svo var ég m-est úti seinni hluta dags. — Hvað gerðilrðu þér þá he-lzt til dundurs? — Við höfðum garð. Fyrst eftir að við byggðu-m vaæ margt að -ger,a úti við, laga lóðiina og snyrta til. Svo fékk ég veiði- teyfi hjá landeigendu-m í Varmá. Þar var töluve-rð sil- ungsganga á -sumrin; ég fékk stundum ljómandi fa-llega sjó- birtin-ga, og þar fékk ég einu simni sjald-gæfan happadrátt. Það var flattur saltfiskur. ) \ — Nú, fékkstu einhvern tíma sal-tfisk á öngulinn? — Já, ég veiddi, einu sinni saltfisk. — Það er nú góð tilbreytinig. — Já, satt er það. En sil- ungsveiðin hefur spillzt síð'an byggðin reis þarna utan við ána. Þegar við byggðum sum- arbústaðinn var ekki til eitt einasta hús í Hveragerði, en nú eru þar víst um 80-0 mianns. Við áttum þairna oft margar góðar stundír. Á stríðsárunum kom það sér vel að geta verið í næði. Við vorum þar oft nærri Ihálft árið, a.m.k. konan og börn-in. « — Hvarflaði aldrei að þér að leggj-a ritstörf fyrir þi-g? — Nei, það hvarflaði áldrei að mér. Þessi ritstörf mín eru í rauninni ekkert anna-ð en hjá- verk. — En samt eru þau svona geysi-lega mi-kil að vöxtu-m. — Þetta tínist til því varla hefur liðið svo ár að ég feng- iist ekki við eitthvað af því ta'gi; alltaf hefur eitthvað kom- ið út og oft fleiri en ei-n bók á ári. Þær eru nú orðnar nó- lægt hundraið, smærri og stærri, margt af því vitamlega smátt, en samt að vöxtum hátt á ann- an metra í bókaskáp. — Hvaða þýðingar viitu netfna helzfcar? — Ég get nefnt fyrst nokkra flokka af unglingabókum; — Nonnabæku-rn'ar, þær hef ég þýtt alte tíu og það eru margt allstórar bækur eins og marg- ir kamn'ast við; auk þeirra eru tvær, SPtm HaraMur Hannesson h-efur þýtt; þá þýddi ég fyri-r B ó k'fell sútgáfu n-a te-lpu- eða stúlknabækur sem kolíuðust ,,-rauðu bækurn-ar,“ þær urðu 'einar tóltf, fyrstu bækurnar í þei-m flókki voru PolQyönnu- bækuxnar. Þá má nefn-a Jóa- bæku-r, fy-rir drengi, sex bæk- ur alls; og svo síðasta flokk- inn sem er enn í gangi og heit- •ir „fræg:r menn“, útgefandi Setberg. en þaraf eru komnar sjö bækur. Au-k þess hef ég þýtt fjöldann allan af ba-rna- bókum, flest atf því eru smá- kver. Ég þýddi lífca stærri1 bækur, og atf þeim get ég nefnt Katrínu miklu, Lækninn, Sal- aminu, sem er saga frá Græn- landi, og Læknir segir frá. Ég hef unnið m-est að þýðingum fyrir Setberg síðústu árin, o-g þar er rétt að nefna tvær bæk- ur enn til viðbótar, það er Fjöl- fræiðibókin og Veröldin og við, báðar nokkuð erfiðar viðfangs, en skemmtilegar við að glíma. — Hvað vi-ltu s-egja um þa-ð starf að þýða, hvaða ráðlegg- iingar viltu gefa þei-m sem snúa sér að því starfi? — Ég var stundum að gefa nemendum mínum heilræði í þeim efnum, og ég sa-gði þeim alltatf að fyrsí'a boðorðið- sem aldrei mætti hvika frá væri að koma bókinni yfir á íslenzku, á hreint og gott mál, lá-ta annað fremur víkja. Næsfc bæri svo að hugsa um að þýða vandlega og nákvæmlega, en það færi eftir ástæðum hve mi'kta áherzlu ætti að leggja á það, ef-tir því hver bókin væri. Og í þriðja lagi ef um fagurfræðilegt verk er a-ð ræða þá væri þaið að ná stíl' höfunclarin's, og það getur ver- ið býsna erfitt. Þett-a þrennt tal-di ég vera u-ndi'rstöðu'atriði GLERBROT Ég fann það um síðir, að 'gæfan er gler, ■svo grátleg/a broíJhætt hún rejmdist mér, þ'vi aésk'an er léttstíg og leikur sér að ljámandi g-uMinu fríða. Bn gilérið er briotíhætt, og grjótið er víða. Mér gersemin dýra var gefin í hönd, í gáíkanum héidu mér engin bönd; ég lék mér á æskunnar Ijómandi strönd, sá léikur varð guilinu‘ að meini. Ég braut það í ógáti1 á örlagasteini. Nú skil ég það fyrst, hvað óg sfcemmti mér við, er skemmjt hef ég dýrasta leikfangið. Nú sit ég í rökkrinu* og rísla mér við að raðia brotunum s^aman. Ég særi mig á þeim. — En samt er það gaman. Fr. G.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.