Alþýðublaðið - 12.05.1970, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.05.1970, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 12. maí 1970 Vettvangur SUJ: '□ í dag er síðan iokkar íhelguð Iþví láð 30 ár eru lið- in frá hernámijíslands. í því tilefni birtum við þann kafla 'stefnuskrálr /ungra jafnaðarmanna er fjallar um varnarmál íslands. Meginkjami hans er, að banda ríska herliðið ,hverfijúr landi og sú yfirlýsing að okk- ur beri að berjast gegn öllum hemaðar og stríðs- rekstri. — Ennfremur birtum við ‘ræðu þá, er Geir Arnar Gunnlaugsson, veirkfræðingur, flutti á úti- fundi í tilefni hemámsins s.l. sunnudag. Geir hefur um árabil verið í )forystusveit ungra jafnaðarmanna, setið í stjúm SUJ og var fulltrúi sambandsins í stjórn FNSU (Sambands ungra jafnaðarmanna á Norður- löndum) ler hann dvaldi við tiám ií Kaupmannahöfn. Ræða hans dr í takt við skoðanir meginþorra ungra jafnaðarmanna — þær skoðanir Sem þeir telja að Al- þýðuflokkúrinn eigi að berjast fyrir. — Ö.G. ílr slefnuskrá SUJ: Afnám hernaðar- bandalaga - burt me5 herinn annað herrtaðarb anöal'agið í Ræða Geirs A. Gunnarssonar á útifundinum í fyrrakvöld: FÓLKID VILL FRID gagnkvæmur skilnimgur milli Er þjóðin öðlaðist sjálfstæði sitt var lýst yfir ævarandi hlut- leysi landsins í átökum stór- þjóða. Forsenda þessarar yfirlýsing- ar var að sjálfsögðu, að aðrar þjóðir myndu virða hlutleysi og öryggi landsins væri þar með tryggt. í síðustu heixnsstyrjöld og árunum þar á eftir hefur því miður komið í ljós -að lítið hald er í slíkri yfirlýsingu, ef stór- veldi heimsiws telja hag sinum betur borgið með því að virða ekki hlutleysi smáþjóða. Hlut- leysi verður þó ávalllt að telj- ast hin eðlilegasba afstaða ís- lands til valdiabaráttu stór- veldanna ef aðstæður leyfa. Að lokinni síðustu heims- styrjöld töldu íslendin'ga'r ör- yggi sitt eigi lengur tryggt með hlutleysinu einu saman og skip- uðu sér í sveit vestrænma þjóða með inngöngu í Atiantshafs- bandialagið. Verður að álíta að sú ráðstöfun hafi verið rétt á sínum tíma. Atlantsbaífsbandalaginu var aíldrei ætlað að vera við lýði um aldur og ævi heldur aðeins nieyðarúrræði til varnar Vest- urlöndum unz tryiggur friður ■ríkti. Ástandið í Evrópu er nú þannig að stj órnmálalegt og herniaðarlegt j'afnvægi hefur skapazt milii austurs og vesturs. Ungir j afnaðarmenn telja því, að niú standi hemaðarbandalög in tvö, Atlantshiafs- og Varsjár bandaiagið, að vissu leyti í vegi fyrir varanlegum friði í Evr- ópu og beri því að stefna að af- námi þeirra, en í Staðilnn komi sameiginiegt öryggiskerfi Evr- ópu aliriar. Slíkt evrópsfct ör- yggiskerfi yrði þó aðeins áfangi að takmarkinu, sem er alheims ög öryggisgæzla Sameinuðu þjóðanna. Ungir jafnaðarmenn telja hins vegar óæskilegt að Evrópu riðlizt í sundur, slíkt yrði aðeins til þess að núver- andi jafnvægi milli aitsturs og vesturs raskist með ófyrirsjá- ainlegum afleiðingum. I>ví tejj'a ungir jafnaðarmenn að íslend- ingar eigi að halda áfnam þátt- töku í Ati'antshafsbandaiaginu þair til önnur skipan er komin á með samnángum milli vest- urs og austurs. Um leið og íslendingar gerð- ust aðilar að Atlanfshafsbanda laginu lýstu þeir því yfiir, að hér yrði eigi erlendur her á friðartímum. Yfirlýsimg þessi var tekin gild af öðrum þjóð- um bandalagsins og er því dvöl bandiaríska herliðsims hér á landi óháð þátttöku fslands í Atiantsbafsbandaliaginu. Dvöl bandiaríska herliðsins var á sín- um tíma eigi ætluð til lang- frama og er hún þegar orðin í- skyggilega löng. Stefma ber því þegar að brottfor þess þar eð telja verður að þátttialka íslands í Atlantshafsbandailaginu tryggi öryggi landsins nægilega en í sáttmála Atlantshafsbandategs- ins er kveðið svo á að árás á eitt aðildarríkið skoðist sem á- rás á þau öll, og því eiigi hætta á að ríki utan bandaiagsins her taki landið nema viðkomandi ríki ætli að koroa af stað heims styrjöld. Ungir jafnaðairmenn álykba því; 1. Stefna beri að afnánai hern- ■aðarband al'agan na í Evrópu og í staðinn komi sameiginieg öryggiskerfi Evrópu sem skref í átt að alheimsöryggisgæzliu Sam'einuðu þjóðanwa. 2. íslendingar verði aðilar að Atlantshafsbandala'ginu þar til annað öryggiskerfi Evrópu tafci við af því. 3. Bandairíska herMðið hverfi úr landi. Gott fundarfótk! □ Erlend herseta. á íslandi er nú orðið 30 ára gamalt fyr- ilrbæri og virðist sem valda- menn telji, að svo skuli vera um aMur og ævi. Reynt er að telja fólki trú um, að ef bandæ rísku dátamir verði á brott frá íslandi, þá líði ekki lan'gur tími þangað til Rússar hertafei landið. Gott dæmi um þennan áróður gat að líta í Morgun- blaðinu í gær, hafa ráðamenn blaðsins eflaust talið nauðsyn- legt að skelfa landslýð með Rússagrýlunni, þar eð þeir vissu, að í dag á 30 ára afmæli hemáms íslands, yrði þess kraf izt, að vamarsáttmálanum við Bandaríkin verði sagt upp. Hernámi Breta 1940 var harð lega mótmælt af ríkisstjóm ís- lands og í .sáttmálamum, sem gerður var 1941 við Bandarík- in, var skýnt tekið fram, að bandarískt herlið skyldi á brott strax og ófriðnum lyki. Við gerð AtlantsbafssáttmálamB 1949 var það einnig tekið skýrt fram, að ekki kæmi til mála, að esrlendur her ög henstöðvar yrðu á íslandi á friðartímum, og íslendingar sjálfir ættu að meita, hvenær ástand í alþjóða- málum væri slíkt, að sérstafcar ráðstafanir þyrfti til að tryggja öryggi og frelsi landsins. I>að var því skýr stefna íslen'zkra ráðamanna, að hér Skyldi ek'ki vera erltent herlið nema í sér- stökum neyðartiillfeUuirh: En a þessatei St.etfnu.hieftir..orðið breyt ing. 1951 var látið u'ndan ósk- um Bandarí'kjamannia um her- Stöð hér á landi' og svo látið heita, að þeir væru hér til þess að vernda frelsi og fullveldi lands okfcar, en þá geysaði styrj öld í Kóreu og kaldöstríðið milli stórveldanna var i algleym ingi. Við gerð varnarsáttmál- ans við Bandarí'kin kom fram fyrri stefna, að hér á llandi Skyldi ekki vera herlið á frið- artímum. En eins og fyrr segir, virðist svo sem- vaidamenn nú telji dvöl herliðsins hér á landi eðlilegan hluit, sem ekki beri að hrófl'a við. . Vissulega má ætíð deil'a um það, hvort firið- vænlegt er í heiminum eður ei, en staðreynd er þó, að í dag er storveldanna stórum meiri en áður og baidastríðið er mjög í rénum. Um afleiðingar hersetunnar mætti flytja langt mál, en skýrast koma þær fra-m í því, hve utanrikissteflna ökkar er orðin háð verndara otokar. Sú var tíð, að ísland studdi sjál'f- stæðisbaráttu umdirokaðra þjóða, og var það okkur til mikils sóma og va'kti virðimgu annarra þjóða. En á þessa hefur orðið breyting. íslenzka ríkis- stj'ómin hefur ekki tekið af- Geir A. Gunnlaugsson áafTu gegn immrás Bandaríkj- ájjiga í Cambodíu. íslenzka £ístjórnin hefur ékki mót- t— eða fordæmt framferði laríkjanna í Víetniam, það haíEa þó flest lýðfrjáls ríki Ev- r^li gert. íslenzka ríkisstjóm- irorívefur ekki barizt með hin- u i^'Norðurlöndunum gegn fas- istiftstjórninni í Grikklandi, en hiúr'-helzt við völd fyrir stuðn- img Bandaríkj'anna. Þessi dæmi og fleiri er neÆnia mætti sýna hversu niauðsynlegt það er, að hersetunni ljúki og ísland taki aftur upp sjálfstæða utanríkis* stefnu. Verði svo eigi er þess ekki langt að bíða, að ísland verði ekki lenigur talið meðal fullvalda ríkja. Við getum ekki lengur veitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna þann siðferðislega stuðning, sem við gerum méð þvi að leyfa herstöð þeirra hér á landi. Því þó svo sé látið hei'ta, að her- stöðin sé hér til að vernda okkur, þá er hún fyrsf og fremst hér í po'litískum til'gangi og til að tryggja varnir Bandaríkj- anna. Það er því krafa okkar, iað varnarsáttmálanum frá 1951 verði þegar sagt upp og banda- rískt herlið verði á brott frá íslandi hið fyrsta. En við erum hér e'kki aðeina til að mótmæla herstöð á ís- landi, við erum hér lítoa til að mótmæla hersetu hvar sem er í heiminum, sama hver á í hlut. Við mótmælum stríði Banda- ríkjanna í Indófcína og krefj- umst þess að bandarískt herlið verði þegar í stað á brott það- an og að fólkið í Indókína fái að ráða málum sínum sjálft. — Við lýsum stuðningi okkar við þau öfl í Bandaríkjunum, sem berjast fyrir breyttri stefnu Bandaríkjanna í málefnum Indókina. Við mótmælum stuðn iingi Bandaríkjanna við fasista stjómina í Gritoklandi. Við mót mælum hemiámi Rússa í Tékkó slóvakíu. Við mótmælum þeirri stríðsstefnu, sem rí'kir í heim- inum og því, að stríð sé lausn á deilum ríkja í milli. Fólkið í heiminwm vill frið og við krefjumst friðar. — BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MÚTORSTILLINGAR HJÚLASriLLINGAR LJÚSASTILLINGAR Sjmj Látið stilla I tima. 4 Fljót og örugg þjónus,a. | 13-101 )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.