Alþýðublaðið - 12.05.1970, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.05.1970, Blaðsíða 16
12. maí VEUUM ÍSLENZKT- (SLENZKAN IÐNAÐ Fjórða gosið sem Ósvald filmar □ Verk Ósvalds Knudsen, kvikmyndatökuiinanns, eru um- deild; sumir segja þau listaverk, aðrir fara um þau niðrandi orð- 'Um. Hvað sem uim þau má segja aierð.ur það ekki af Ósvaidi skaf ið, að hann er fljótur á vett- vang ef eittihvað ber upp á. — Til að mynda var hann i arxn- arri Hekluför sinni á fjórum dögi'.m, er Aijþýðublaðsmenn fhittu hann í Skjólikvíum á laug- ai'daginn var. í för með honuim var Pétur Símonarison, aðstoð- armaður og hjálparhelia. — Vieiztu, ég er ekki nógu á- nægður með þetta, sagði Os- vald. — Eg hetf séð svo mörg eldgos, að mér finmst ég ekki nógu heillaður af þessu til að 'geta gert þvi góð skil. — Jú, þetta er fjórða eid- gosið sem ég filma. Hin voi-u í( Heklu 1947, Öskju og Surts- ley. Mynd Ósvalds um Surtseyj- argosið er marg verðlaunuð úti í heimi, en hér heima fussuðu gagnrýniendur við myndinni í blöðum. — Ósvaldur við kvikmyndatökuvélina. Félagajmir Pétur Símoiiarson og Ósvaldur Knudsen rseðast við í Skjólkvíum. { Myndin ler af vegiuuim út jmeð Dýrafirði, |>ar sem tvískipting á blindhæðum var fyrst tekin upp. Inn í myndina er felld andlitsmynd af 'Lýði Jónssyni vega- verkstjóra. Lýður Jónsson vegaverksljóri hlýtur silfurbíl Samvinnutrygginga: DATT FYRSTUM I HUG AÐ TVÍSKIPTA ÞJÓÐ- VEGUM Á BLINDHÆÐUM □ Lýður Jónsson, fyrrum vegaverkstjóri á Þingeyri, hlaut að þessu sinni árlega viðurkenningu Samvinnu- trygginga ,,silfurhílimi“ svonefnda, en Lýður varð fyrstur imanna til þess að taka lupp /tvískiptingu vega á hlindbeygjum og blindhæðum. LýðuL’ !hóf stönf sem vegaverk 1954, sem hann annaðist lagn- stjóri á Vestfjörðum. 1926 og ingu vegar milli Haukadals og starfaði óslitið við vegagerð til Meðaldals í Dýrafirði, og á þeim ársins 1966, er hann lét af störf vegi tó‘k haun upp þá nýjung, um vegna aldurs, Það var árið sem hann ihlýtur núna viður- ■kenningu fyrir. Þessi nýbreytni Lýðs hefur síðan verið tekin upp um allt land, enda er í henni fólgið mifcið öryggi fyrir fólk og farartælki á þjóðvegun- um. Hefur Vegagerð ríkisins sjálf síðasta áratuginn fyrirskip að slíka skiptingu vega. Ásgeir Magnússon, framfcv,- stj. Samvinnutrygginga afhenti Lýð bílinn í samsæti, sem ný- lega var haldið í sambandi við aðalfund Samvinnutrygginga og Andvöku á Hvoli á Hvolsvelli. Er silfurbíllinn nú veittur í ann iað sinn, en hann er frumsmóð hverju sinni, gerður af Val Fannar gu‘llsmið. í fyrra hlaut lögreglustjóninn í Reýikjavík, Sigurjón Sigurðsson, silfurbíl- inn. —■ Sfúlka fyrir bifreið □ Um klukkan 17.45 í gær varð umferðarslys á gatnamót- um Grensásvegar og Breiðagerð is, en þar var bifrieið ekið aft- an á litla stúlku á reiðhjóll, en leftir að hafa l'ent aftan á stúlk unni, hafnaði bifreiðin aftan á strætisvagni. Ekki er tal'ið, að 'stúlkan hafi meiðzt alvarléga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.