Alþýðublaðið - 20.05.1970, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1970, Blaðsíða 3
Miðviikudíagur 20. maí 1970 3 DEILUAÐILAR ANDVÍGIR GENGISHÆKKUN □ Af hálfu ríkisstjórnarinnar og anrarra. opinberra aðila hef- ur sú skoðun verið ítrekuð að undantömu, að eðlilegt sé, að bættur bagur þjóðarbúsins komi nú fram í kjarabótum til handai Iaunþegum, sem tóku á sig þung, ar byrðar vegna efnahagsörðug leikanna á árunum 1967 og 1968. A vegum rfkisstjórnarinnar hefur því síðustu vikurnar verið unnið að þ\rí að kanna, hvaða leiðir væru helzt færar til þess að tryggja að hægt yrði að skila launþegum raunJhæfum kjarabót um í samræmi við greiðsluþol aívinnuveganna, án þess að um leið væri hrint af stað nýrri verðbólguskriðu með víxl- hækkunum kaupgjalds og verð- lags. Hefur niðurstaða þessara athugana orðið sú. að hin stór- bæfcta staða út á við hafi nú Skapáð skilyrði til krónuhækk- unar, sem ásamt viðráðanleg- um kauphækkunum. væri lík- legasta ráðið til að bæta kjör launþega. Með því móti væri hægt að hindra víxlhælckanir kaupgjalds og verðlags, er fyrr eða síðar hlytu að þrengja að hag atvinnuveganna og draga úr hagvexti og atvinnu. Vegna þeirra kjarasamninga sem hafn ir eru, þótti ríkisstjórninni hins vegar nauðs.vnlegt að kanna, hver á'hrif gengishækkun hefði á þá samninga. Forsætis- ráðherra átti því tal við fulltrúa verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda. s. 1. laugardag, kynnti þeim þessar hugmyndir og ósk- aði eftir áliti þeirra á því, hvort gengishækkun myndi greiða fyr ir samningum og verða metin til kjarabóta. í dag kom fram af hálfu beggja þessara aðila, neikvæð afstaða gagnvart hug- myndinni um gengishækkun, og var því m. a. haldið fram, að hún mynd.i gei-a alla samninga erfiðari. Þar sem ætlun stjórnarinnar var og er sú að greiða fyrir raun hæfum samningum, telur hún sjálfsagt, að þeir séu reyndir til þrautar eftir þeim leiðum, sem aðilar sjálfir meta vænlegasta. Jafnframt ítrekar rikisstjórnin enn óskir sínar um, að íhugað- ar verði vandlega.allar leiðir til þess að koma í veg fyrir, að samningarnir leiði til nýrrar verðbólgu, sem fljótlega mundi grafa undan þeim árangri, sem náðst hafur í efnahagsmálum að undanförnu og fcomið hefur fram í aukinni atvinnu og bættri stöðu þjóðarbúsins í heild. Frétt frá forsælisráðuneytinu. Tónleikar Tó'nrjaiíkar í H'áskóllialbíói, fimmtudaginn 21. maí kl. 7 e.fa. RUSELÖKKA 80 naainna hljóm'sveit fró Osló. Hljómísveitarstjóri: Óperusörtgkona: Píanóleikari: Leilkari: Arne Hermansen. Astri Herseth. Káre Siem. Arne Bang Hansen. LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR. Auglýsingasíminn er 14906 I I I I I ! I I I I I I I I I I i I I I : I A-iistinn í Reykjavík hélt fund í Árbæj arhverfi í gær, þar sem þrír efstu menn listans fluttu ávörp og svöruðu fyrirspumum fundarma.ina, Myndin hér að of- an var tekin á fundinum og sýnir nokkra fundargesti. Leiörétting og eftirhreytur um fjölskyldubætur í VIÐTALI við Emil Jönsson félagsmálaráðherra, sem birtist í Alþýðublaðinu á laugardag- inn, vai-ð leið prentvilla á ein- um stað. Niður féll orðið ekki, og gjörbreytti það að sjálf- sögðu merkingu setningarinnar. Þessi málsgrein var ofarlega í þriðja dálki, og er rétt á þessa leið: „Fljótlega við upphaf efna- hagserfiðleikanna komu upp liugleiðingar í hópi sjálfstæðis- manna um aðgerðir í trygginga- málum. Þær voru á þá lund að mæta efnahagsáföllunum með- al annars með skerðingu fjöl- skyldubóta og þá sérstaklega gagnvart þeim, sem höfðu e k k i fleiri börn en eitt á framfæri.“ Með þessu móti hugðust sjálf- stæðismenn m. a. mæta efna- hag'serfiðleikunum er sfcullu yfir árið 1966. í»eir hugleiddu að Skerða fjölskj’ldubætumar með því að fella niður bætur með fyrsta baxni en þeirri hug- mynd höfnuðu Alþýðuflokks- menn gersamlega. Þar sem Al- þýðuflokkurinn tók ekki í mál að skerða almannatry’ggingarn- ar var þessi hugmynd Sjálf- stæðisflokksins efcki gerð að formlegri tillögu. En hún var til engu að síður, enda hefur því ekki verið mótmælt, hvorki af Morgunblaðinu né forsætás- ráðherra. Ummæli Alþýðublaðsins um þessi- mál stainda því óhögguð að öllu leyti eins og féLagsmála- ráðherra, Emil Jónsson, st'að- festi í viðtali við blaðið síðást- liðinn laugardag. Aðalatriðið er vitaskuld ekki, hvort Sj-álf- stæðisflokkurinn hafi flutt formlega tillögu um skerðingu t ry gg ingab ót anna — eða ekiki heldur hitt, að hann reifaði þá hugmynd sína við samstarfs- flokk sinn í ríkisstjóm. Við orðaleikinm tillaga eða ekki til- laga getur Morgunblaðið svo unað sér, —• átölulaust af Al- þýðublaðinu. ■ kului-unakHRINGaR Pliót afgréiðsla Sendum gegn póstkr'öfp. CUÐM. ÞORSTEINSSOjt gullsmlður fianícéstrsstf 12., Kvenfélag AlþýBuflokksins HAFNARFIRÐI faeldur s'kemmtiíu'nd ffanmitudaginn 21. maí (kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: Ávörp flytja: Guðríður Elíasdóttir og Kjartan Jóhannsson. — Upplestur. Fljóðatríó skemmtir. Kaffiveitingar. Félagskonur eru hvattar til að f jölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.