Alþýðublaðið - 21.05.1970, Síða 2

Alþýðublaðið - 21.05.1970, Síða 2
2 Fimmtudagur 21. maí 1970 □ Fólk iðulega illa búið í f jallaferðum. O Fararstjórar ættu að hafa leyfi til að gera athuga- semd við búnað ferðafélaganna. O Islenzku öræfin eru oftast himnaríki friðar og , fegurðar. 1 i □ Af hverju flykkjast ,svona (ma'rgir á sömu staði? Q Hvers vegna er ekki allt tóbak og áfengi með merkt með aðvörun um heilsutjón? O Ég leyfi imér að imóðga hina heilögu kú. ÉG MINNTIST í gær á nauð- syn þess að menn búi sig vel í fjallaferðir, en síðan hafa margir komið að máli við mig um það efni og finn ég mig knúinn til að gera betur. Slæm- ur útbúnaður í ferðalögum virð- ist vera miklu algengari en ég hugði og full þörf á að taka það mál rækilega fyrir. Ég minnist þess að þegar ég var um fermingu var gert grín að því í útvarpinu, að einhver hefði gengið á Esju í stígvéla- skóm eins og þá var stundum að orði komizt og nesti manns- ins hefði verið súr lifrar-pylsa. Kannski veitir ekki af því nú að taka ferðavenjur manna fyrir á slíkan hátt. MAÐUR SNERI sér til mín í fyrrakvöld og benti mér á að útbúnaði fólks í I-Cekluferðum á dögunum rnuni hafa verið stór lega ábótavant. Kvaðst maður- inn hafa séð frúr í blússum upp- við Skjólkvíar og börn í suinnu- dagafötum. Rauoar var þarna sæmilegt veður og allir í bílúm, en hvað hefði gerzt ef stórviðri hefði skollið á og bílar setið fastir? Ég veitti því athygli sjálfur, að. þótt mairgt manna væri þar ágætlega búið virtest a-ðrir dálítið glannalega til fara, einkum sýndist mér fóta- búnaði kvenrta ábótavarst. GERVIEFNI af ýmsu tæi eru mikið höfð í fatnað nú á dö;g- um og reynast að mörgu leyti vel, en þau eru afleit í svaðil- farir. Næst líkamanum þarf að vera baðmull eða ull, annað ei’ e'kki ta'kandi í mál, og farar- stjórar ættu að hafa leyfi til að ganlga eftir því hjá fólki hvernig það er búið nœrfclæð- um. Siðan er um að gera að hafa nógu mákið með sér af hlýjum fötum og vindþétt og vatnsþétt yfirhöfn er bráðnauð- synleg. Fótabúnað þarf einkum að vanda. Skór eiga að vera reiimaðir gönguskór, vel hirtir og óbilaðir, stígvél úr leðri eða öðru, víð upp um mjóalegginn, koma ekki til greina, þau fyll- ast a!f snjó og samdi og valda sífelldum vandræðum. G-ömgu- maður á að vera í tvennum ull- arsokkum, þunnum hið innira, en ytra í svokölluðum grófum, og verður honum þá aildrei kait og ekki of heitt heldur né þarf hann að óttast fótra'ka, því hin- ir grófu sokkar halda í sér það miklu lofti. ÞÁ ÆTTU MENN skilyrðis- laust að hafa nesti og annan farangur í bakpoka, en ekki neins konar hanidteðru. Þar þarf m. a. að vera sárabilndi og ann- að til að gera að meiðslum, a. m. k. á slíbt að vera með í för- inni. Koníalkspela ættu menrn líka að hafa, ekki til að fara á fylliri sem er óhæft í fjaila- ferðum, heidur sem lyf ef hressia barf aðframkominn ferðamann. í þeim tilfellum er áfeflgi sann- arlega lyf, og skil ég ekki hvers vegna góðtemplarar getia ekki leyft sér slíka drykkju þrátt fyrir bindindisheit. ÖRÆFAFERÐIR ..eru Vafa- laust bezta og hollasta skemmt un sem íslendin-gur á völ á. ís- lenzku öræfin eru oftiast hi-mna- ríki friðar og fegurðar. Það er ekki nauðsynlegt a-ð klífa háa tiinda, það er ekki niauðsynlegt að sækja í erfiðar ferðir, mað- ur þarf bana að korn-a sér á kyrriáta fallega s-taði sem oft eru tiltölulega Skammt frá al- faráleið. Ferðamað-ur þar-f að láta sér líða vel, hann á ekki að sprenigj'a sig á gönigu, en samt á hann ékki að liggja á meltunni — ég veit um þau til- felli þeg-ar það var að-al'altriði málsi'ns að finna he-ntegan stað til að matast — og hann á ekk- ert að veria að flýta sér. Öræf- in hafa un-d-arlega kyrrandi og hvíLandi áhrif á þreytta-r taug- ar. f f-aðmi þeiirra gufar gervi- mennskan upp. MIG HEFUR OFT undráð hvernig á því stendu-r að sum- ar helgar þegar mest er um ferðir úr bæjunum að sumrinu þá flykkist geysilegur fjöldi man-n-a á sömu slóðir. Sannar- lega erum við þó ékki að Skreppa uppí sveit úr fjöl'm-enn inu tll þess að fiinna þar fjöl- memni. Ef fólk e-r að f-ara í úti- legu með sæmilegan útbún-að með sér þá er álveg eins gott að fara þan-gað se-m lítið er um mannaferðir. Iðule-ga er mikill fjöldi man-na á Þingvöllum, t.d. í Bolabás þarsem ijómandi gott er að vera. En hvers vegn-a skreppa menn ekki upp fyrir Tröllaháls og tjald-a -t.d. í Biskupsbrekku? Ég te'k þetta sem dæmi. Mér fyndfst eðlilegt að tjöld sæju'St um slík-air helg- air útum all't. í hvammi við lít- in-n læk eða áarsprænu, sem eniginn tekur eftir í óð-agotinu að fl'en-gjast yfir landið, getur veri-ð eins gott að eyða góðri hel-gi og á frægum ferðamanna stað. & ÉG ER EINN þeirra irianna sem frelsaðist áf tóba-kBreyking um fyrir mörgum árum, en nú er einsog allir rfta rmlki'l'l áróð- ur gegn síkarettureykin-gum, síkarettupákkar eru merktir sem eitu-r og fól'k varað við því áð reykingaír þeirra geti valdið hfeillsutj óni. Nú k-emur mér í hug að spyrja hvers vegna sík-a- rettur etn-ar eru merktar þann- ig. Er píputóbak ekki hættu- legt heil-sunni? Eru vindlar ekki. hættulegir heil-sunni? Og má ég ek'ki færa mig svolítið uppá skaftið: Er neftóbak ekkext hættulegt, eða munnitóbak? ÉG ER VÍST hverjum manni skilninigsslj órri, því ég- átt-a mig alls ek'ki á hvers vegna ekki er Iíka þörf á -að mer'kja áfengi. Væri ekki rétt að setj-a á vín- flösku-r að ofniautn áfengra drykkj'a geti valdiS heilsutjóni, og að hún geri su-ma menn vit- lausa um sinn svo þeir vinni stundum v-er'k se-m þeir sjá eftiir ail’a ævi? Eða er ekki þett-a a-llt dagsatt? En áfemgi er heilög kýr sem ekki má nefma. Rí'kið græðir á áfengissölu og n'otar svo ofboðlítinn part a-f þeim gróða til að stuðla að bindi-ndi. En á hverju ári e-ru framin óh-appaverk undir áhirifum á- fengis, verk sem valda stórtjóni og mikilli ógæfu, en samt má ékki móðga hina heil-ögu kú. Hennar skal vera ríkið, mátt- urinn og dýrðin. — fr-U'*-’ cJU-J Framhald af bls.,3. bæði reisi íbúðir: og reki öflugt útgerðarfyrirtæiki; þannig hafa sjónarmið Alþýðuflokksins náð fram að ganga“. Undir lok ræðunnar vék Björgvin nokkuð að því, hvað •irið kynni að taka, ef sjálfstæð- ismenn misstu meirihluta sinn í Reykjaví-k, og sagði: „Morgunblaðið hefur fullyrt að allir •minnihlutaflakkarnir hefðu ákveðið að ganga til sam starfs, ef Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann. En fram- sóljnarmenn og kommúnistar hafa sagt; að Afþýðuflokkurinn hefði ákveðið að mynda stjórn með Sjáifstæðisflokknum, -ef sá flökkur missti meirihlutann. Hvort tveggja er rangt. Það hef- ur. engin ák-vörðun verið tekin um það í Ailþýðufiokknum með hverjum Alþýðufiok-kurinn ætli að virma eftir kosningar, ef Sjálfstæðisflokkurinn mj|sir rneirihlutarm í borgarstjórn. Óg Iþað v-ei'ður engin ákivörðun tekin um það fyrr en að kosning um loknum. Alþýðuflökkurinn mun í því efni láta málefnin ráða“. —■ Framhald af bls. 3. húsanna mjög ófuil-komin og mikill skortur á sérdeildum fyr- ir sjúklinga með ákveðnar teg- undir sjúkdóma eða fyrir þá, sem þörfnuðust sérstakrar með- ferðar. Þess vegna nýttust al- mennu sjúkradeildirnar ekJci sem bezt. -Ha'lldór Steinsen benti sérstak lega á nauðsyn á stofnun tauga skurðdéildar, gigtarsjúkdóma- deildar, endurliæfingardeilda og geðdeilda. Sagði Halldór m. a. að nú skorti um 170 sjúkra- rúma geðdeiid í Reykjavík auk 70 rúma á hæli. Jafnframt skorti álíka stóra hjúkruriardeild fyrir andlega van'þroska. Heilbrigðisþjónustan í Reykja vfk í dag fullnægir ekki kröfum ársins 1970, sagði Haildór Stein sen. Við það er efcki unnt að una. Alþýðuflok'kurinn er ekki flokkur fortíðarinnar, þótt hann hafi unnið stór’ afrek á liðnum árum. Hann er flokkur nútíðar- innar en þó fyrst og fremst flokk ur framtíðarinnar. Þau stefnU- atriði, sem hann berst fyrir í borgarmálefnum eru í samræmi við það. Þau eru reist á kröfum nútímans og með þarfir fram- tíðarinnar fyrir augum. — TROLOFUNARHRINGAR I pljót afgréiðsls f Sendum gegn pðstkrjSfU. OUDML ÚORSTEINSSQH gullsmlður Oankástmtf 12., In'nile'gair þakkir sendum við öI'Mm. nær og f jær, er -sýnidu dkkur samúð og vinarhug við iandlát og útför, GUNNARS NORLAND m'enntaskólakennara. Sérstakar þakkir færum við rektor, kennur- um og nementíúm Menntaskólans í Reykja- vík, skóliameisltuirum ag kennurulm Mennta- iskólanls á Akureyri úg Menntaskólans að Laugarvatni, rektor og kennurum Mennta- skólans í Hamrahlíð svo og öðrum félaga- samtökum, er heiðruðu minningu hans. Jósefína Norland Anna Norland, Heiga Norland, Þórleif Norland, Agnar Norland, Sverrir Norland Margrét Noriand, Haraldur Jóhannessen, Anna Jóhannessen, Matthías Jóhannessen Hanna Jóhannessen, Jóhannes Jóhannessen, Anna Kolbeinsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.