Alþýðublaðið - 21.05.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.05.1970, Blaðsíða 8
8 -Fimftud'agur 21. maí 197fl ANDLITIN Á BAK VIÐ ? Það er augljóst, að Sjálf- stæðismenn í Reykjavík ætla ekki að heyja kosningabarátt- una um málefni borgarinnar og því síður um framboðslista sinn til borgarstjórnar. Þeir ætla eingöngu að heyja kosninga- baráttuna um einn mann, Geir Hallgrimsson, borgarstjóra. Af Morgunblaðinu má ætla, að raunverulega hafi enginn maður komið nálægt stjórn borgarinnar nema Geir Hall- grímsson. Enginn ráðið nema Geir, enginn framkvæmt nema Geir, enginn stjórnað nema Geir. Aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ,ein;- göngu verið hafðir með forms- ins vegna en nokkurn veginn væri sama hvoru megin hryggj ar þeir lægju. Morgunblaðið meðhöndlar þá .eins og Eva óhreinu börnin sín. Þeir eru að vísu til en eru vandlega faldir að hurðarbaki. Geir eúm stendur í gættinni. Enn augljosara verður þetta mat Morgunblaðsins og Sjalf- stæðisflokksins á óhreinu börn- um íhaldsins ef hafðar eru til hliðsjónar yfirlýsingarnar, sem Geir Hallgrímsson er látinn gefa. Hann er látinn lýsa því yfir, að ef hann persónulega fái ekki meirihlutastuðning borg- arbúa þá snúi hann baki við borginni, — og hætti að stjórna. Sjálfstæðisflokkurinn telur enga þörf á því að láta aðra frambjóðendur sína gefa slíkar yfirlýsingar hvað þá heldur að flokkurinn gefi þær í eigin nafni. Að mati flokksins sjálfs skiptir það svo sem engu máli hvoru megin hryggjar aðrir borgarfulltrúar hans liggja en Geir Hallgrímsson. Þeir eru al- veg „stikk-frí" í leiknum. En það er heldur ekki alveg að ástæðulausu, sem Morgun- blaðið og S.jálfstæðismenn vilja fela mennina á bak við borgar- stjórann. — Geir er virt- ur maður og vinsæll, bæði með- al andstæðinga og samherja. Hann er myndarlegur maður og duglegur og Sjálfstæðis- menn vildu gjarna geta gert andlit hans að andliti flokksins í Eeykjavík. En þótt Geir Hallgrimsson hafi staðið sig á margan hátt vel í starfi getur hann ekki fal- ið öll óhreinu andlitm á bak við sig. Þau gægjast fram þótt reynt sé að fela þau fyrir kosn- ingar og mennirnir með þau andlit hafa vissulega sin áhrif á stjórn borgarinnar. Það er einmitt einn mesti veikleiki Sjálfstæðisflokksins, að jýmfe konar gallagripir komast þar oft til skjotra áhrifa og kunna að nota sér þau áhrif sjálfum sér til framdráttar. Borgarbúar þekkja mörg dæmin um slik vinnubrögð óhreinu barnanna íhaldsins og óbreyttum Sjálf- stæðismönnum falla þau sízt betur í geð en öðrum. Það er almennt viðurkennt, að Geir Hallgrímssyni mun brátt ætlaður meiri frami í Sjálfstæðisflokknum en hann hefur notið til þessa. Augljost er, að hann er næsta ráðherra- efni flokksins og mun senni- lega taka við slíku starfi áður en langt um líður. Þr^tt fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óspar á yfirlýsingarn ::;.;;'/.:" ..::. ar fyrir þessar kosningar hefur hann þannig ekki fengizt til þess að lýsa því yfir að Geir Hallgrímsson muni gegna störf- um borgarstjora út kjörtíma- bilið þótt hann fengi meirihluta stuðning borgarbúa. Og hvert er þá borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins. Er það ef til vill Albert Guðmundsson? — Verður hann andlit Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík fljót- lega eftir að kosningarnar í vor eru um garð gengnar? Eða velja Sjálfstæðismenn til starf- ans eitthvert af þeim óhreinu bömum, sem þeir þorðu ekki að sýna borgarbúum á fram- boðslista flokksins í ár? — Hver c gengis D íslendingar jþekkja |all verðhækkanir ,á ^rlendum j anir fhafa 'verið minna um'r dagana, að farið (er ,að /tala an jmöguleika að hækka jg þ. e. að lækka /erlendan gjs Eiins og fram hefur komið i fréttum hetfur ríkisstjórnin stungið upp á því við samtök atvimnurekenda og verfcalýðs- f élögim, að genigi . krónunnar yrði hækkað í sambandi við þá kjarasaimniniga, sem nú standa fyrir dyrum. UndiírteM- ir beggja aðila hiaífa verið nei- kvæðar, og má vel vera að málið sé þar með úr sögunní. Eh hvað hefði gengishækkun; raunverulega þýtt? Hvaða á- hrif hefði hún hiaft bæði þegar í stað og á lengri tíma? Við höfum leitað til sérfræðinga í peningamálum og það sem hér fer á eftir byggist að verulegu leyti á upplýsingum þeiirra. Ef gert væri ráð fyrir 1i0% gengishækkun þýddi það 9,1% verðlækkun á eriendum gjald- eyri. Það yrði til þess að út- flytjendur og framleiðendur útílutningsvöru fengju sem þessu svaraði minna fyrir fram- leiðslu sána. En jafnfraimt mundi sá hluti framleiðslu- kostnaðarins, sem er af erlend- um toga spunninm, lækka i sama hlutfalli. í öðru lagi yrði gengishækk- un til að lækka framfærslu- ÍRætf við Krislján Aðalsfeinsson, skipsfjóra á Gullfossi, í filefni af 20 ára afmæli skipsins: Hann hef ur aldrei brugöizf mér 'P Það vakti undrun margra sem Je'ð áttu um miðbæinn í gær, að Gullfoss lá við bryggju fánuir. f'.rýddur eins og á stór- hátíð. Fjöldamargir hringdó'V'í farþegad.eíld Eimskips til að ^spyrja bverju þetta sætti, og margir inntu skipverja einnig eftir þessu. Svarið er, að í gær, '20. maí, voru nákvæmlega 20 ár Iiðin síðan m.s. Gullfoss, flagg Jskip íslenzka flotans, sigldi í fyrsta skipti inn á Reykjavikur- 'höfn, þar sem múgur og marg- menni var samankominn til að' taka á móti honum. ' A þeim tíma sem síðan er lliðinn, hefur skipið ilutt 131.000 farþega í 736 ferðum milli Kaup mannahafnar og Reykjavíkur. Við náðurn tali af skipstjóran- um á Gullfossi, Kristjáni Aðal- steinssyni, í gær, skömmu áður en Gullfoss lagði af stað í vor- ferð . sína tíl Evrópulandanna. Kristján hefur lengst allra verið skipstjóri • á Gullfossi, éða í 12 ár, en áður var hann fyrsti stýri maður á skipínu í rúmt ár. — Hvernig er Gullfoss eftir þessi 20 ár? — Það er margt gott eftir í þonurnj en. tímarnir breytast og mennirnir með, það eru aðrar kröfur gerðar nú en fyir 20 ár- um, sterkari kröfur í ýmsum efnum.. — Og hann hefur alltaf gefizt vel,. sérstaklega þegar mest hef- ur á 'legið, hann hefur aldrei brugðizt mér. ¦ ;— Hafa ekki talsverðar end urbætur átt sér stað á skipinu þennan tíma? — Það hefur talsvert mikið verið gert við vélina, og þar er nokkuð eftir enn. — Afturskip- ið var líka allt endurbyggt eft- ir brunann sem varð í marz 1964, þegar kviknaði í honum í þurrkví hjá Burmeister og . Wain. — Segðu mér að lokum Kristján, þar sem þú hefur ver- ið allra manna lengst skipstjóri á Gullfossi, hvaða ferð á skip- inu er þér eftirminnilegust? — Eg man ekki eftir neinni . sérstaklega eftirminnilegri, svar aði Kristján eftir að hafa hugs- að sig um. Ég held ég segi bara eins og maðurinn: Það kemur alltaf vont veður eftir gott veð- ur og gott veður eftir vont veð- ur, og ég er alltaf glaðastúr þegar ég kem í höfn eftir vondu sjóina. — Þorri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.