Alþýðublaðið - 21.05.1970, Side 8

Alþýðublaðið - 21.05.1970, Side 8
8 Fimftud'agur 21. maí 1970 ANDLITIN Á BAK VID □ Það er augljóst, að Sjálf- stæðismenn í Reykjavík ætla ekki að heyja kosningabarátt- una um málefni borgarinnar og því síður um framboðslista sinn til borgarstjórnar. Þeir ætla eingöngu að heyja kosninga- baráttuna um einn mann, Geir Hallgrímsson, borgarstjóra. Af Morgunblaðinu má ætla, að raunverulega hafi enginn maður komið nálægt stjórn borgarinnar nema Geir Hall- grimsson. Enginn ráðið nema Geir, enginn framkvæmt nema Geir, enginn stjórnað nema Geir. Aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ein- göngu verið hafðir með forms- ins vegna en nokkum veginn væri sama hvoru megin hryggj ar þeir lægju. Morgunblaðið meðböndlar þá .eins og Eva óhreinu bömin sín. Þeir em að vísu til en eru vandlega faldir að hurðarbaki. Geir einn stendur í gættinni. Enn augljósara verður þetta mat Morgunblaðsins og Sjálf- stæðisflokksins á óhreinu börn- um íhaldsins ef hafðar eru til bliðsjónar yfirlýsingarnar, sem Geir Hallgrímsson er látinn gefa. Hann er látinn lýsa því yfir, að ef hann persónulega fái ekki meirihlutastuðning borg- arbúa þá snúi hann baki við borginni, — og hætti að stjórna. Sjálfstæðisflokkurinn telur enga þörf á því að láta aðra frambjóðendur sina gefa slíkar yfirlýsingar hvað þá heldur að flokkurinn gefi þær í eigin nafni. Að mati flokksins sjálfs skiptir það svo sem engu máli hvoru megin hryggjar aðrir borgarfulltrúar hans liggja en Geir Hallgrímsson. Þeir em al- veg „stikk-frí“ í leiknum. En það er heldur ekki alveg að ástæðulausu, sem Morgun- blaðið og Sjálfstæðismenn vilja fela mennina á bak við borgar- stjórann. — Geir er virt- ur maður og vinsæll, bæði með- al andstæðinga og samherja. Hann er myndarlegur maður og duglegur og Sjálfstæðis- menn vildu gjama geta gert andlit hans að andliti flokksins í Reykjavík. En þótt Geir Hallgrímsson hafi staðið sig á margan hátt vel í starfi getur hann ekki fal- ið öll óhreinu andlitin á bak við sig. Þau gægjast fram þótt reynt sé að fela þau fyrir kosn- ingar og mennimir með þau andlit hafa vissulega sín áhrif á stjóm borgarinnar. Það er einmitt einn mesti veikleiki S>jálfstæðisflokksins, að ýmis konar gallagripir komast þar oft til skjótra áhrifa og kunna að nota sér þau áhrif sjálfum sér til framdráttar. Borgarbúar þekkja mörg dæmin um slík vinnubrögð óhreinu barnanna íhaldsins og óbreyttum Sjálf- stæðismönnum falla þau sízt betur í geð en öðrum. Það er almennt viðurkennt, að Geir Hallgrímssyni mim brátt ætlaður meiri frami í Sjálfstæðisflokknum en hann hefur notið til þessa. Augljóst er, að hann er næsta ráðherra- efni flokksins og mun senni- lega taka við slíku starfi áður en langt um líður. Þrátt fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óspar á yfirlýsingarn ar fyrir þessar kosningar hefur hann þannig ekki fengizt til þess að lýsa því yfir að Geir Hallgrímsson muni gegna störf- um borgarstjóra út kjörtíma- bilið þótt hann fengi meirihluta stuðning borgarbúa. Og hvert er þá borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins. Er það ef til vill Albert Guðmimdsson? — Verður hann andlit Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík fljót- lega eftir að kosningamar í vor em um garð gengnar? Eða velja Sjálfstæðismenn til starf- ans eitthvert af þeim óhreinu bömum, sem þeir þorðu ekki að sýna borgarbúum á fram- boðslista flokksins í ár? — Hver < gengii □ íslendingar (þekkja |s verðhækkanir á 'ysrlenduni anir hafa verið minna mr dagana, að farið ler .að /tal an [möguleika að hækka þ. e. að lækba /erlendan g Eins og fram h-efur komið í fréttum hefur ríkisstjórnin stuTtgið upp á því við samtök atvinnurekenda og verkalýðs- félögin, að gerngi krónunnar yrði hækkað í samban-di við þá kjarasamninga, sem nú standa fyrir dyrum. Unditrtekt- ir beggja aðila haifa verið nei- kvæðar, og má vel vera að málið sé þar með úr sögunnii. En hvað hefði gengishækku-n raunverulega þýtt? Hvaða á- hrif hefði hún haft bæði þegar í stað og á lengri tíma? Við höfum leitað til sérfræðiniga í peningamálum og það sem hér fer á eftir byggist að verulegu. leyti á upplýsingum þeirra. Ef gert væri ráð fyrir 10% gengishækkun þýddi það 9,1% verðlækkun á erlendum gjald- eyri. Það yrði til þess að út- flytjendur og framleiðendur út'flutn ingsvöru fengju sem þessu svaraði minna fyxir f-ram- leiðslu sána. En jafintframt mundi sá hluti framleiðölu- kositnaðarins, sem er af erlend- um toga spunnintn, læktoa í sama hlutfalli. í öðru lagi yrði gengishækto- un til að lætoka framfærslu- Rætt við Kristján Hann Aðalsteinsson, skipstjóra á Gullfossi, í lilefni af 20 ára afmæli skipsins: hefur aldrei brugðizt mér P Það vakti undrun margra sem le'ff áttu urn miðbæinn í gær, að Gulltoss lá við bryggju fánum: skrýddur eins og á stór- hátíð. Fjöldarrargir hringd’>V'i farþegadeild Eimskips til að ispyr.ja hverju þetta sætti, og 'margir inntu skipverja einnig éftir þessu. Svarið er, að í gær, 20. maí, voru nákvæmlega 20 ár liðin síðan m.s. Gullfoss, flagg |skip íslenzka flotans, sigldi I fyrsta skipti inn á Reykjavíkur- 'höfn, þar sem múgur og marg- menni var samankominn til að taka á móti honum. • Á þeim tíma sem síðan er lliðinn, hefur skipið flutt 131.00Ó farþega í 736 ferðum milli Kaup mannahafnar og Reykjavíkur. Við náðum tali af skipstjóran- um á Gullfossi, Kristjáni Aðal- steinssyni, í gær, skömmu áður en Gullfoss lagði af stað í vor- ferð . sína ti-1 Evrópulandanna. Kristján hefur lengst allra verið skipstjóri' á Gullfossi, eða í 12 ár, en áður var hann fyrsti stýri maður á skipinu í rúmt ár. — Hvermg er Gullfoss eftir þessi 20 ár? — Það er margt gott eftir í honum, en tímarnir breytast og mennirnif. með, þa,ð eru aðrar kröfur gerðar nú en fyir 20 ár- um, sterkari kröfur í ýmsum efnum. — Og hann hefur alllaf ge-fizt vel, sérstaklega þegar mest hef- ur á legið, hann hefur aldrei brugðizt mér. ■;— Hafa ekki talsverðar end urbætur -átt sér stað á sk'ipinu þennan tíma? — Það hefur ta-lsvert mikið verið gert við vélina, og þar er nokkuð eftir enn. — Afturskip- ið var li'ka allt endurby-ggt eft- ir brunann sem varð í marz 1964, þegar toviknaði í honum í þurrkví hjá Burmeister og Wain. — Segðu mér að lokum Kristján, þar sem þú hefur ver- ið allra manna lengst skipstj-óri á Gullfossi, hvaða ferð á skip- inu er þér eftirminnilegust? — Eg man ek-ki eftir neinni sérstaklega eftirminnilegri, svar aði Kristján eftir að hafa hugs- að sig um. Ég held ég segi bara - eins og maðurinn: Það kemur alltaf vont veður eftir gott veð- ur og gott veður eftir vont veð- ur, og ég er alltaf glaðastúr r þegar ég kem í höfn eftir vondu sjóina. — Þorri.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.