Alþýðublaðið - 26.05.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.05.1970, Blaðsíða 8
8 'Þriðiu-dagur 26. m'aí 1970 1. HÖRDUR ZÓPHANÍASSON bæjarfuiltrúi F. 25. 4. 1931 á Akureyri og ólst þar upp. Gaffnfr. Ak. 1947, kenn arapróf 1954, framhaldsnám í kennaraháskóla í Kaupmanna- hcfn 1968—69. Kennari á Hjalt- eyri 1954 — 58, skólastjóri hama- og ungiingaskólans í Ólafsvik 1958 — 60, kcnnari við Flensborg- arskóla frá 1960, yfirkennari frá 1963. Hefur frá barnsaldri tekið mikinn þátt í starfsemi skáta- hreyfingarinnar, — skátaforingi á Akureyri, í Ólafsvík og Hafn arfirði. Hefur tekið þátt í rnargs konar annarri félagsstarfsemi, og á inú sæti í stjómarnefnd Hjálparstofnunar kirkjunnar og Sædýrasafnsins í Hafnarfirði. Hefur átt sæti í bæjarstjóm Hafnarfjarðar síðustu fjögur ár og er bæjarráðsmaður. — Hörð ur ær kvæntur Ásthildi Ólafs- dóttur úr Hafnarfirði og eiga þau 7 börn. 2. STEFÁN GUNNLAUGSSON deiidarstjóri F. 16. 12 1925 í Hafnarfirði cg ólst Þar upp. Gagnfr. Flensborg 1942. Próf frá Verzlunarsk. ísl. 1945. Próf í viðskipta- og þjóð- félagsfræðum frá City of Lond- on College 1947 og hásk. í Exet er í Englandi 1949. Starfsm. Útvegsbanka ísl. 1945-46. Full trúi £ Tryggingastofnun ríkisins 1949—54. Bæjarstjóri í Hafnar- firði 1954-62. Fulltrúi í Við- skiptaráðuneyti 1962 — 63, síðan deildarstjóri þar (útflutningsd.). Bæiarfulltrúi í Hafnarfirði 1950 —54, en sagði sig ur bæjar- stjóm, er hann var kosinn bæj arstjóri eftir kosn. 1954. Hefur starfað mikið í samtökum sveit arfélaga hérl. og erl. Hefnr frá unga aldri tekið margvíslegan þátt í starfs<yoj A>þýðuflr.kksins. — Stefán er kvæntur Mnrgréti Guðmundsdóttur úr Reykjavík og1 eiga þau 4 börn. 3. KJARTAN JÓHANNSSON rekstrarverkfræðingur F. 19. 12. 1939 í Hafnarfirði og ólst þar upp. Landspr. Flensb. 1955, stúdentspr. M.R. 1959, próf í byggingaverkfr. frá Tæknihá- skól.anum í Stokkhólmi 1963, nám í rekstrarhagfræði og skipu lagningu við Stokkhólmsháskóla 1964, M.S.-próf í rekstrarverkfr. frá Chicagóháskóla í Bandaríkj- unum 1965, doktorspróf í sömu grein frá s?,ma háskóla vorið 1969. Vann ýmis verkfræði- og skipulagningarstörf hér á landi á árunum eftir 1964 með námi og milli námstímabila. Er nú sjálfstæður ráðgefandi rekstrar verkfræðingur og hefur unnið að ýmsum verkefnum fyrir fyr- irtæki og hið opinbera. Á nú sæti í stjórn Áburðarverksmiðj- unnar í Straumsvík. — Kjartan er kvæntur Irmu Karlsdóttur frá Gautaborg og eiga þau eitt barn. Listi Alþýðuflokks ins í Hafnarfirði - kynning frambjóðenda 4. GUDRÍDUR ELÍASDÓTTIR torm. Vkf. FramtíSar F. 23. 4. 1922 á Akranesi og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Giítist árið 1941 Jónasi Sigurðs syni sjómanni og fluttist með hontyr. til Ilafnarfjarðar 1945. Kosin árið 1947 í stjórn Vkf. Framfiðarinnar og gegndi gjald kerastörfum í 20 ár. Hefur ver- ið formaður félagsins síðan ’68. Form. Kvénfélagsins Sunnu frá stcfnun þess árið 1963. Hefur setið mörg Alþýðusambands- þ’ng o■% tekið þátt í samningum iv~i kaup og k.iör verkakyenna um árabil. Hefur haft mikil af- sk’nti af hagsmunamálum hús- :mæðra vegna starfa sinna í ;Srinu og er gerkunnug áhuga- og atvinnumálum kvenna. Hef- ur ekkj áður verið á fra,mboðs- I.Þía til bæjarstjórnarkosninga. Þan hjónin Guðríður og Jónas, eiga tvö börn. 5. STEFÁN RAFN húsgagnasmíðameistari F. 27. 6. 1924 í Hafnarfirði og ólst þar upp. Nam húsgagna- smíði hjá Þóroddi Hreinssyni og lauk prófi í þeirri grein árið 1946 og prófi frá Iðnskóla Hafn arfjarðár. Vann fyrstu tvö árin hjá meistara sínum, en stofnaði árið 1949 Húsgagnaverzlun Hafn arfjarðar ásamt Jónasi Hall- grímssyni. Þeir félagar hafa síð an rekið þetta fyrirtæki sameig- inlega, bæði húsgagnaverkstæði og verzlun. Þeir reistu ásamt Iðnaðarbanka íslands húsið að Strandgötu 1—3, þar se/n veit- ingahúsið Skiphóll, Iðnaðarbank inn og ýmsar skrifstofur eru til húsa. Hefur tekið mikinn þátt í samtökum iðnaðarmanna og verið formaður Meistarafélags iðnaðarmanna. — Stefán er kvæntur Guðrúnu Sigurmanns- dóttur úr Reykjavík og eiga þau 5 börn. 6. YNGVI RAFN BALDVINSSON sundhallarstjóri F. 9. 9. 1926 á Hjalteyri við Eyjafjörð og ólst upp norður þar. Próf frá Laugaskóla 1946. íþróttakennarapróf 1947, smíða kennarapróf frá handíðaskólan um 1950. — Umferðarkennari Í.S.Í. og U.M.F.Í. 1947—48, sundhallarstjóri í Hafnarfirði frá 1948, jafnframt sundkenn- ari við Flensborgarskóla frá 1963. Hefur tekið mikinn og virkan þátt í félagsmálum, síð- an hann fluttist til bæjarins, verið form. Sundfélags Hafn- arfjarðar og íþróttabandalags Hafnarfjarðar um Iangt skeið. Hann hefur verið varabæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins undan farin ár, og átt sæti í ýmsum nejfhdum. ÍFormaður 'AJþýðú- flokksfélags Hafnarfjarðar og ritari fulltrúaráðs Alþýðuflokks ins. — Vngvi er kvæntur Þór- unni Elíasdóttur frá Dafvík og eiga þau 4 syni. 7. SIGÞÓR JÓHANNESSON verkfræðingur F. 8. 12. 1943 í Hafnarfirði og ólst þar upp. Landspróf í Flensborg 1959. Stúdentspróf frá M.R. 1963. Fyrrihlutapróf í verkfræði frá Háskóla íslands 1966, verkfræðipróf frá tækni- háskólanum í Þrándheimi í Noregi haustið 1968. Vann á háskólaárunum í síldarverk- smiðjum og hjá gatnadeild Reykjavíkurborgar. Hefur unn ið hjá Fjarhitun h.f. í Reykja- vík eftir heimkomu frá námi. Á sæti í stjórn Lánasjóðs náms manna sem fulltrúi námsmanna erlendis. Hefur tekið mikinn þátt í hreyfingu ungra jafnað- armanna, var form. F.U J. í Hafnarfjrði um skeið og er nú varaformaður S.U.J. Hefur ekki áður verið á framboðslista. — Sigþór er kvæntur Aðalheiði Jónsdóttur úr Hafnarfirði og eiga þau 2 böm. 8. HAUKUR HELGASON skólastjóri F. 24. 7. 1933 á ísafirði og ólst þar upp til 16 ára aldurs, fluttist þá til Hafnarfjarð’ar. Gagnfr. 1949. Samvinnuskólan- um (e.d.) 1950—51. ’Lýðihá-, skóla í Svíþjóð 1951—52. Kenn arapróf 1955. Var mikið til sjös, bæði á togurum og mótorbát- um. Kennari við Bame.skóla Hafnarfjarðar 1955—61. Skóla stjóri Öldutúnsskóla frá stofn- un 1961. Hefur farið margar kynnisferðir til Norðurlanda, Þýzkalaads og Bretlands til að kynna sér nýjungar í skólamál- um. Form. Félags barnakenn- ara í Gullbringusýslu. í stjórn. Hafnarfjarðardeildar Norraena félagsins. Varabæjaúfii^itriú! síðasta kjörtímabil og á sæti í fuiltrúaráði Alþýðuflokksins. - Haukur er kvæntur Kristinu. -HÍ Tryggvadóttur frá Dalvík og eiga þau 3 börn. , 9. M D F. ólst Flen 1954 Haft Iiein skri) árið síðai Hefi félag Kvc in. 5 á sí AJþ maf veri ekk eða síjó iim. Ági C 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.