Alþýðublaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 1
tV í fimmtíu ár hafa Alþýðuflokks- menn þurft að heyja stöðuga baráttu. í hverjxun kosningum !á fætur öðrum höf- um við þurft að berjast fyrir lífi Alþýðu- flokksins og 1 jafnaðarstefnunnar. Sú barátta hefur alltaf verið herð. Svo er enn. Að þessu sinni snýst kosningabaráttan í Reykjavík fyrst og fremst um Alþýðu- flokkinn. Áróðursvélum andstöðuflokk- anna tíru að mestu beint gegn okkur. Við erum því enn í baráttu, — berjumst enn fyrir lífi Alþýðuflokksins og jafnaðar- stefnimnar. Við höfum þurft að leggja okkur öll fram í þeirri baíráttu eins og jafnan áð- ur. Á morgun munu Reykvíkingar svo dæma menn okkar og málefni. Á morg- uii verður tekin örlagarík ákvötrðun um framtíð Alþýðuflokksins og jafnaðar- stefnunnar. i Við Alþýðuflokksmenn viljum nota þetta tækifæri, sem er okkar síðasta til þess að liá eyrum allra Reykvíkinga áð- ulr en þeir ganga að kjörborðinu, til að koma á (framfæri örfáum staðreyndum, — áreitnislaust. Við viljum biðja ykk- ur að (hugleiða það leitt, hvera vegna slíkt ofurkapp ier inú lagt á það að sækja að Alþýðuflokknum. Að vísu telja framsóknarmenn, að með því að vinna á Alþýðuflokknum geti þeir fengið í hendulr lykilinn að stjórnarráð- inu,---svo jnotuð iséu orð Ólafs Jóhann- essonar frá upphafi kosningabaráttunn- ar. Ósanngjarn og óheiðarlegur málflutn- ingur áróðursmanna Sjálfstæðisflokksins í okkar garð gæti líka leitt til hins sama. En þetta er þó ekki hin raunverulega skýring á heiftúðugum árásum á Alþýðu- flokkinn. Þar kemur lelcki síður annað til. í f jörutíu ár hefur harðar verið sótt að Alþýðuflokknum en nokkrum öðrum stjórnmálaflokki á íslandi. Aftiu* og aft- ur hafa verið gerðar skipulegar tilraunir til þess að leggja hann að velli með simdrungarstarfsemi kommúnista — og fylgifiska þeirra. Aftur og aftuír hefur innsti kjarni Alþýðuflokksins orðið að berjast fyrir lífi flokksins og tilveru- rétti jafnaðarstefnunnar á íslandi. En )nú er Alþýðuflokkurinn í sókn. — Þeir, sem harðast hafa að honum veg- ið, eru sundraðir og máttvana. Áhrifum þeirra er isenn lokið. Þeir hafa fallið í þá gröf, sem þeir ætluðu Alþýðuflokkn- um. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei staðið stericari ;en nú. 'Hann eflist ört sem for- ystuflokkur lýðraiðissinnaðra jafnaðar- manna á íslandi bg hefur öll skilyrði til þess að öðlast þann sess, sem honum ávallt hefur bolrið. Andstæðingar Alþýðuflokksins vita þetta og þeir óttast það. Þess vegna sam- einast þeir allir sem einn gegn Alþýðu- flokknum. Framsókn hans viljaj þeií. stöðva, hvað sem það kostar. Þetta er kjami málsins. Það skalt þú hugleiða, iReykvíkingur, því þú hefur cfðasta orðið. l \ •* • Íí. :> • ••• .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.