Alþýðublaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 3
Lau'g'ardagur 30. maí 1970 3 Guðmundur R. Oddsson: — Þú ert ei:n:o af elztu forysiU- imönnum Alþýðuflokksins -— hef uv setið í borgarsíjórn, miðstjórn og gegnt fjölmöfguim öðrum trúnaðarstörfum í þágu hans. —• Já, ég er búinn að starfa í Alþýðuflokknum í áraíugi. Ég starfaði með Jóni Baldvinssyni, Slefáni Jóhanni Stefánssyni, Haraldi Guðmundssyni, ásamt fjölmörgu öðru fólki, sem starf- að hefur innan flokksins og ver ið í forýstusveit hans. Ég á marg ar ágætar minningar um sam- starfið við iþað. Þeíta voru glæsi legir foringjar, enda sýnir ár- angur A];þýðuflokksins þ.að, að 'hann hefur haft rétta megin- stefnu í.öþá meira en hálfu öld, sem hann hefur starfað. Alþýðu fiokkurinn á merkilega fortíð, en hann á líka áreiðanlega glæsi lega framíið. Ég óska öllu Al- þýðuflokksfólki sigurs í kom- .andi kosningum. — Haraldur Guðmundsson: — pú munt hafa verið fyrsti ráðherrann úr hópi Alþýðu- flokksmanna. ^ — Já, ég varð atvirmumála- ráSfierra í samsieypustjórn Al- þýðu flokksins og Framsóknar- flqkksins, fyrstu ríkisstjórninni, Fjórir foringjar brautryðjenda nna: sem Alþýðuflokkurinn tók þátt í. Þá tókst að leggja grundvöll- inn að framkvæmd ýmissa stefnumála Alþýðuflokksins og þá fyrst og fremst almannatrygg ingunum. Þær hafa ávallt verið og eiga ávallt að vera eitt af mikilvægustu aíriðunum í fé- lagsmálastefnu Alþýðuflokks- ins. Ég vona svo að Aiþýðu- flokkurinn megi enn takast að efla þær á komandi árum. \ Að lokum óska ég A-lisianum í Reykjavík og Alþýðuflokks- mönnum um allt land góðs geng is í kosningunum á moi’gun. — jóhanna Egilsdóftir: — Þú varst áratugi formaður verkakvennafélagsins Framsókn ar og hefur ætíð verið fremst í forystusveit Alþýðuflokksins. —- Það er rétt. Ég hef lengi starfað í þágu verkalýðshreyf- ingarinnar og jafnaðarstefnunn ar og á margar góðar minning- ar frá starfi mínu í þágu verka kvenna í Revkjavík. Otrúlegar breytingar hafa orðið á kjöi’um vevkafólks á undanförnum áratugum. Það er verk verkalýðshreyfingarinnar og Ajþýðuflokksins fyrst og fremst. Ég vildi óska þess, að verkalýðshreyfingin og Alþýðu- flokkurinn verði ætíð sem öfl- ugust því að það er bezta leiðin til raunhæfra kjarabóta fyrir alla launþega. Stöndum því öll saman um A-listann í Reykja- vík á morgun. — Jón Axel Pétursson: Ég sat í bæj arstj órn og bæj- arráði (eins og það hét þá) Reykjavíkur á árunum 1934 til 1954 —• eða í tuttugu ár. Borgarstjórar voru á þessu tímabili fjórir, tveir nú látnir, þeir Jón Þorláksson og Pétur Halldórsson, en tveir enn í fullu fjö-ri, núverandi forsætis- ráðherra, Bjami Benediktsson, og Gunnar Thoroddsen, hæsta- réttardómari. Þó oft skærist í odda og mikið væri deilt, á ég hinar beztu minnin'gar um alla þessa menn. Þetta voru atlt miMir heiðursmenn er unnu sín erfiðu störf af mikilli alúð og samvizkusemi. Það var mikils virði fyrir mig þá tiltölulega ungan, að eiga þess kost að vinna með jafn ágætum fulltrúum Alþýðu- flókksins eins og þeim Stefáni Jóh. Stefánssyni, Ólafi heitn- um Friðrikssyni, Jóhönnu Eg- ilsdóttur og Guðmundi R. Odds- syni í bæjarstjórninni og njóta þess á milli handleiðslu jafn ágætra manna eins og Jóns Baldvinssomar, Haralds Guð- mundssonar, ‘Emils Jónssonar, Héðins Ágúsls Jós'efss. og Kjart ans múrara, þegar þurfa þót.ti. Á fyrstu árunum voru miklir fjárha'gsörðugleikar er stöfuðu af verðfulli sjávarafurða og samdráttar í löndum þeim, er við áttum skipti við með út- flutning' okkar. Atvinnuleysi var mikið á þessum árum; er mér það.sér- staklega minnisstætt, þegar verkamannahópar eltu verk- Stjórana, er togari kom inn til affermingar, en aðeins nokkur hluti hópsins fékk vimnu. Voru þó teknir eins margir og að var hægt að koma. I Þá var atvinnubótavinna á vegum bæj'ar og ríkis, en aldrei nema brot af því sem þurfti. Á þessum ámm var og virkj- un Sogsins ákveðin og fram- kvæmd, mótorbátar voru byggð- ir á vegum bæjarins. Hitaveit- ian ákveðin og byrjað á fram- kvæmdum, sem stríðið svo stöðvaði um sirrn ti!l mikils tjóns fyrir Reykjavík. Fyrir forgöngu Fiskimála- nefndar sem fyrir forgöngu Alþýðuflokksins var stofnsett undir yfirstjóm Haralds Guð- mundssonar, ráðherra Alþýðu- flokksins, var hafin framleiðsla á skreið til útflutnings, byrjað var að stofnsetja frystihús og fiskur flakaður og fi'ystur til útflutnings, rækjur fundnar, veiddar og soðnar niður og ýms ar nýjungar í útflutnings- og atvinnumálum hafnar, er gáfu von um betra líf og bjartari framtíð. Við kyrjuðum sífellt sönginn Bæjarútgerð bjargar Reyfej a- vík, en varð ekkert ágengt er stríðið brauzt út og kæfði það mál eins og ýmis önnur — í bili. Átök voru oft mikil og hörð á þessum árum, en ávatlt mál- efnaleg og af fullum drengs'kap í bæjarstjórninni. Stríðið breytti öllu; allir höfðu vinnu og peningaa'nir streymdu inn, svo langt gekk það, að bankarnir hættu að taka við sparifé gegn því að greiða vexti og íslenzk króna þótti betri en sterlingspund Gód borg Betrí borg hér á landi; það er stórt orð Hákot. En vatnið hélt áfram að renna til sjávar. Bærinn byggði hóflegar íbúð- ; ir og seldi við góðum kjörum. ! Bæjarútgerð R.eykjiavikur var ! stofnuð fyrst móð einum tog- | ara, síðar bættust við þrír, —• | þannig að fjórir urðu þeir. — Síðar bættust við fjórir, þann- ig, að þeir urðu átta alls. Á þessu timabili var enn- ! fremur komið á fót stórri og öflugri saltfiskvei'kunar- og skreiðarstöð, er veitti hundmð- i um fullorðinna og unglinga vinnu þegar þörfin var mest. Unglingar frá 10 ára til 18 ára lærðu þar mörg fyrstu hand- ; tökin og kvnntust þannig því” sem þau lifðu á. Á skipin vom teknir flokkar unglingspilta úr gagnfræða- skólunum, en áður fengu þeh' margir hverjir leiðbeiningar á ; því nauðsynlegasta er að þeiim störfum leit. Fæðingardeildin við Land- spítalann var reist fyrir isam- vinnu bæjar og ríkis, fyrir for- göngu bæjarins, en mig minnir , a'ð hún Soffía Ingvarsdóttir, bæjarfulIti'LÚ AlþýðuflokksinS um sfceið, hafi .oftar en einu sinni verið búin að bera fram til'lögu um byggingu fæðingar- deildarinnar áður en hún var samþykkt. T” | Ég held að Reykvíkingaír geti j verið alveg öruggir ium það, að . fulltrúairnir sem þeir velja til ; að stjóma borginni muni verða þeim vanda vaxnir, þó ungir i séu. — Ég játa það, að ég hefði kosið að meðiala'ldurinn væri dálítið hærri — það bæiist svo margt við hjá manni við hver tíu árin &em við bætast aldur- inn upp að vissum aldri. Mér . dettur þó ekki í hug að van- i trevsta hinum ungu. Þeir mumt .;! leysa verkefnin sem við blasa 3 í borginmi til farsældar fyrir : aldna sem unga. Jón Axel Pétursson. VELJUM ÍSLENZKT-/M\ ÍSLENZKAN IÐNAÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.