Alþýðublaðið - 30.07.1970, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.07.1970, Blaðsíða 6
9 Fimmt/udagur 30. júlí 1970 - RÆTT VIÐ SIGRÖNU GÍSLADÓTTUR Sigrún, Páll ísólfsson og Guðrún. FRUMBYLISAR ÚTVARPSINS VORU ERFIÐ — Hvernig stóð á því, að þú fórst að vinna hjá Ríkis- útvarpinu? — Nú, ég hóf störf þar árið 1 f>35, en hafði verið þar mikið áður í sambandi við plötukaup. ■Ég vann í hljóðlfæraverzlun Katrínar Viðar, sem er frábær kona. .— Varstu lengi í þeirri vinnu ? — Já, ég var hjá Katrínu í 8 ár og þar kynntist ég tónlist af plötum, en frú Viðar sá einnig um sölu aðgöngumiða á hljómleika og einmitt á þess-. um árum voru hér úrvais tón- iistarmenn á ferð. Ég fékík þá nasasjón af hljómplötuútgáfu- fýrirtækjum og menn héldu, að ég væri eitthvað orðin kunnug á þessum vettvangi og því var ég ráðin til útvarpsins. Forsend urnar voru ekki aðrar. Fyrs-t átti ég að panta plöturnar fyrir stofnunina og byggja þar með upp plötusafnið. — Voruð þið mörg í vinnu ’ í tóniistardeildinni þá? — Árið 1935 var þar fyrir Pál 1: ísóilfssor^, tónl.jsítairráðlu- nautur, því að rikið hafði þá ekki efni á því að greiða tón- iistarstjóra Ríkisútvarpsins laun. Svo var þar ein önnur kona, Guðrún Reykholt, dóttir séra Guðmundar Heigasonar í ÍReykholti í Borgarfirði. Mig minnir, að við þrjú höfum séð um alla tónlistardagskrá Ríkis- útvarpsins í 20 ár eða svo. — Unnuð þið Guðrún þá saman um tuttugu ára skeið? — Við unnum saman í 22 ár, en þá varð Guðrún að hætta störfum sakir aldurs. f>að fór held ég, vel á með okkur þre- menningunum, meðan við unn- um saman. Annars get ég sagt þér það, að frumbýlisár þess- arar stofunar voru erfið. Þetta var alveg nýtt fyrirtæki og Þriðja viðtal fjárveiting ríkisins var af mjög skornum skammti. Starfsmenn- irnir voru ekki margir og þurftu að geta gripið inn í all-t verk innan stofnunarinnar eftir því sem þeir höfðu þrek til. Þá var Parkinssons lögmál- ið ekki komið, svo að ég held, að það hafi verið það lagt á hvern starfsmann á þessum ár- um, sem gæti talist forsvaran- legt. En þá á ég ekki heldur við það, að starfsmennirnir hafi verið yfirkeyrðir. Þekking þeirra og geta var aðeins notuð til hins ýtrasta. — Hvernig yfirmenn. voru þá hjá ríkisútvarpinu? — Ætli það nægi ekki að nefna nöfnin? Þeir voru menn á borð við Jónas Þorbergsson. og Sigurð Þórðarson, sem þá var skrifstöfustjóri hjá útvarp- inu. Þessir menn möttu við- leitni okkar og vinnu að verð- leikum og því varð samkomu- lag milli undir- og yfinnanna alltatf í bezta lagi. SKARPGREINDUR EN RÁÐRÍKUR — Kynntist þú eitthvað því margumtalaða útvarps-ráði hérna áður fyrr, þegar þú varst nýbyrjuð að vinna hjá Ríkis- útvai-pinu? j — Já, og það var valið póli- tískt í það eins og nún-a, en ég held að í útvarpsráð þá ekki síður en nú, bafi vaiist' úrvals- menn, sem vnnningur var í að kynnast. Vegna dagskrárinn- ar, sem þá var fullur. helming- ur tónlist, varð tón'listardeiild- in að hafa fullt sami'áð við útvarpsráð og árin 1935—40 var sú samyinna jneiri en núna. Eins og ég sagði þér áður vor- ' um við svp fá, að fléstir starfs menn urðu- að vinna, hvað sem ti'l féll. Við hlup.'m inn í þau verk, sem okkar var „þörf í, svo framarlega, sem við höfð- ■um þá þckkingu til að þera, að við gætum leyst þa,u-af hendi með sóma, vona ég a._ m. k. núna. En samvinnan og sam- kcmulagið var einstaklega gott. — Hyer var skrifstofustjóri dagskrár? — Það var Helgi Hjörvar og mér leist prýðilega á hann. Hann var skarpgreindur á mörgum' sviðum. histamaður, sem átti það til. að vera einum of ráðríkur á stund-on, ein þá var bara að svara honum í sömu mynd. — Þá brosti hann gjarnan og sagði: ',,Æ, gekk. ég nú helzf ó til of langt?‘‘ Það ,er svo rnargt sem méf ,er minnisstætt um Helga, en kannski helzt það, þegar ég kom inn á skrifslofuna hans og sá þar liggja handrit á borðinu. Þá var hann að lesa - Bör Börsson í útvarpiniu eins og filestu'm ísleihdingu'm, eem þá Voru fæddir mun vist mihnis stætt,- Eða hlustaðir þú ekki á Bör og Hielga eins og aðrir? Jú, vinnjU'konan heima kallaði á kvöldin „Bör“ út um .gtugga og við- • iiitiiptim öll, krakkarnir. — Þá heifðirffa sjál.fsagt haift gaman af bví núna, að sjá þetta handrit. Þarna sat Helgi kvc'IId cftir kvöld og sagði þjóð- ' inni frá Bör og ævintýrum hans, en handritið var ékkert annað en punktar, strik og einstaka atkvæði úr orðum. Og svo kannski inn á milli orð og orð á sfangli. Helgi hatfði ’brugðtð sér frá og. ég- þurfti að bíða ai-1 lengi efiir honum ,og 'þ.vi glugg . aði ég í þett-a handrit. Eitthvað varð maður að lesa á meðan beðið var. Þegar Belgi kom inn,- spurði ég hann um það, hver ætti þetta merkiiega handrit og hvort hann héldi virkilega. að það yrði nokkurn tfmann unnt -að lesa það.j útvarpið, Þá var þetta handrit Helga að Bör Bönssyni og það m,eira en venjju legt liandrit, því að þétta' var framhaldið, sem hann átti að flytja um kvöldið. Þá voru nefni lega seg.úböndin ekkj ka.min til ..sögunnap og bæði- He.lgi og aðr- ir, sem komu fram í hljóðvarp- inu töíluðu heint í hljóðnémann. Svona var minnið hansi Helga! Ég þarf víst ekki að taka það frarn að tiltekið kvöld htustaði ég með meiri áþuga en flestir aðrir á hann Helga. Það hefði mátt toaílda, að hann hefði skyggnigáfu, fyrst hamvgat not að þetta tandrit. Að hann gæti séð í gegmum hoilt og hæðir og helli sinn ieins og hún Helga í þjóðsögunum. Páll ísólfsson stjórnar utvj Jónsson, Sigurlaugu konu stofustjóía hjá Þjóðleikhúí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.