Alþýðublaðið - 22.08.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.08.1970, Blaðsíða 1
Alþýöu blaðið Laugardagur 22. ágúst 1970 — 51. árg. — 185. tbl. I iöstjórn Alþýðu- flokksins andvíg þingrofi í haust D Á ,fundi miðstjórnar Alþýðuflokksins í gær var samþykkt, að flokkurinn áliti ekki rétt að rjúfa nú þing og efna til haustkosninga. 'Vajr þessi samþykkt tilkynnt forsætisráðherra fog í samræmi við sam- starfssamning stjórnarflokkanna verður því ekki gengið til kosninga í haust, en í Isamningnum er á" kvæði þess efnis, að forsætisráðherra noti ekki hing- rofsheimild sína nema með samþykki beggja stjórn- arflokkanna. Að Ioknum fundi miðstjórnarinn ar var gefin úi svohijóðanði til- kynning: „Ríkisstjórnin sneri sér nýlega i'ú heildarsamtaka launþega og vinnuveitenda og óskaði viS- ræð'na við þessa aðiia utn rann- sókn þeirra vandamála, sem víxl hækkanir á kaupgjaldi og verð- lagi hafa í för með sér og um undirbúning og aðferðir við samningagerð í kaupgjaldsmál- um ásamt tillögugerð, sem megi verða til varanlegra utnbóta £ þessum ef num. Báðir aðilar urðu við þessum tilmælum og eru þessar viðræffur nýhafnar. Með hliSsjón af þessu hefur miðstjórn Alþýðuflokksins í dag ályktað, að ekki sé tímabært að rjúfa nú þing og efna til haust kosninga, heldur sé rétt að kanna til hlítar, hvort samstaða geti orðið milli aðila vinnumarkaS- arins og ríkisstjórnarinnar um lausn þeirra vandamála, sem við ræðurnar eiga að f jalla um". — Viðræðunefnd Alþýðuflokksins að loknnm miðstjórnarfundimim í gær. Talið frá vinstri: Óskar IHallgrímsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G. Þor- steinsson og Benedikt Gröndal. Formaíur Alþýðuflokksins um aíslöðu flokksins: Greinilegur meiri hluti gegn þingrof i Q Þegar að loknum fundi miðs^crnar Alþýðuflokks- ins leitaði Alþbl. til formanns flokksins, Gylfa Þ. Gíslásonar, og innti hann eftir nánari fregnum af íaf- greiðslu flokksins á hugmyndinni um þingrof og haustkosningar. Gylfi sagði: l ? Hugmyndin um haustkosn- ingar er ekki ný. Á síðastliðn- um vetri var vitað, að almennt var gert ráð fyrir því, að nýir kaupgjaldssamningar yrðu einn ig' gerðir á sumrinu. Gera mátti ráð fyrir því að niðörstaða sveitast jórnakosninganna hefði einhver áhrif á stjórnmálasviS- Inu og að nýir kaupgjaldssamn- ingar munda hafa áhrif í efna- hagsmálum. Ýmsir gerSu ráð fyrir því, að þessi áhrif í stjórn málunum og í efuahagsmálun- um gætu orðið svo viðtæk að eSlilegt væri að efita til kosn- inga þegar í haust og kjósa nýtt alþingi með nýju umboði til fjögurra ára. Innan Alþýðu- flokksins voru þessi viðltorE ruedd rækilega þegar i vor. l>au voru einnig rædð í Sjálf- stæðisflokknum og ég gerisömu leiðis ráS fyrir, að þau hafi verið rædd meira og mlnna,-í stjórnarandstöðuflokkunum öll- um. Fyrir rúmri viku kusu báð- ir Stjórnarflokkarnir nefndjr til þess að ræðast við um raiU- ið. Nefnd Sjálfstæðisflokksins var kosin til þess að leita sam- komulags um það við Alþýðu- flokkinn, aS þing yrSi rofið nú þegar og efnt til kosninga í október. En sams konar ákvæði er í samstarfsamningi núver* anui stjómarflokka og verið hefur í stjórnarsáttmálum allra samsteypustjórna undanfarna áratugi, að samkomulag þurfi að vera miili samstarfsflokk- anna til þess að forsætisráð- herra geti rofið þing. Málið hef- ur verið rætt mjög ítarlega í AlþýSuflokknum. Það hefur verið rætt á þremur fundum í mliðstjórn Hokksins, £ SframH' kvæmdastjórn hans og þing- floltki, ank þess sem viðræðu- nefnd miðstjórnarinnar hefur rætt málið mjög itarlega. — Samkvæmt lögum AlþýSuflokks ins fer miðstjóm hans meS æðsta vald í flokknum milli flokksþinga. Var því taKð rétt að miðstjórnin tæki afstöðu í málinu. Það gerði hún í gær og var greinilegur meirihluti á fundinum fyrir þeirra afstöðu, aS ekki sé tímabært að rjúfa nú þing og efna til haustkosn- inga. Var þessi niSurstaSa mið- stjórnarinnar þegar í stað til- kynnt forsætisráSherra. — Álit hintra f lokkanna er birt á bls« 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.