Alþýðublaðið - 22.08.1970, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.08.1970, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 22. ágúst 1970 MOA MARTINSSONi f Mmm Cy; fFTKT ekíki væri þaö viðui'kennt. — Þess vegna mátti kalla, að ég héngi einhvem veginn í lausu lofti, þjóðfélagsleg^ séð. Víst sáu börnin, að ég var mjög fátæk, en ég átti engin systk- ini og ég hafði atltaf dálítinn matarbita með mér í skólann. Þess vegna voru krakkarnir í óvissu um, hvar þau ættu að skipa mér á bás. Það voru þau hins vegar ekki með hvað snerti hana Hönnu litlu. Engri grænmetis saladóttur né j arðeigandadótt ur gat komið til hugar að velja hana inn í hringinn, ekki stulku, sem hafði rottuhala, sítt pils og fáránlega treyju eina og hún Hanna. Búgarðseigandadóttirin valdi þarnsöst mig inn í hring- inn, og ég Hönnu litlu. Hanna litla varð undirfurðu leg og feimin eins og vant var, þegar hún var komin inn fyrir. Vísan var að verða bú- in, og hún var ekki ennþá bú- in a'ð ákveða sig. Krakkarnir voru farin að verða óþolin- móðir og kölluðu í ákafa; Veldu nú einhvern, Hanna. Véldu nú. Á eíðasta augna- bliki þegar veríð var að syngja síðustu ljóðlínuna, ákvað hún sig loksins^ og það fór eins og vanalega, að hún valdi mig, enda þótt húið væri að vélja niig áður. Það var ekki bara hún Hanna, sem var fátæklega klædd. Það var ekki nóg með að þó nokkuð margir krakkar væru eins fátæklega til fara, heldur voru þau líka hálf- svöng á daginn, því þau 'mændu svo biðjandi augum á þá úr hópnum, sem höfðu með sér brauðbita með smjör- líki ofan á til þess að miðia í ‘frímiínúítunumj. Að |kkt Jfé talað um, hvernig augun í þeim urðu við að sjá græn- metissaiadótturina taka upp og háma í sig brauð með smjöri og liífrarkæfu. — Hanna skipti sér alveg jafnt af ríkum og fátækum, gerði ekki á þeim neinn mannamun. Hún virtist meira að segja stundum hafa ótta af mér. Einn daginn kom dálítið hræðilegt fyrir. Hún hafði svo gersamlega gleymt því í frímínútunum, að gera þarfir sínar, að srtrax og tíminn var byrjaður og krakkarnir komn ir til sæta sinna, hafði hún sára þörf fyrir að biðja ung- frúna um leyfi til þess að fara fram. En hún haði ekki hug í sér til þess. Eg sá, að það gekk eitthvað að henni og ég hvíslaði: Hefurðu tannpínu? Hún hristi höfuðið. Nú skulum við skrifa og ekki hvísla, sagði skurðgoðið mitt uppi við púltið. Hún var mjög ströng við mig, kannske var hún strangari við mig en við hina krakkana, að minnsta kosti fannst mér það stund- um. En hins vegar sýndi hún mér í mörgu meiri trúnað. — Það köm heldur aldrei fyrir, að mér gremdist, þótt hún vandaði um við mig. Mér þótti þvert á móti vænt um áminningar hennar. Eg hafði einhvers konar þörf fyrir af- skipti af hennar hálfu, sama hvort þau voru aðfinnslur eða hrósyrði. Eg varaðist að lita á Hönnu og skrifaði og skrif- aði af miklu kappi. Allt í einu reis Hanna á fætur, stamaði eitthvað og svo heyrð um við öll sömul hvernig það streymdi frá henni á gólfið: Kinnar ungfrúarinnar kaf- roðnuðu. Farðu fram fyrir, Hanna, sagði hún. Haldið þið bara áfram að skrifa, sagði hún byrst við krakkana, sem horfðu forvitnum augum, jafn vel meinfýsnum á veslings ógæfusömu telpuna. Hanna trítlaði af stað. Við skrifuðum og ungfrúin gekk fram og aft- ur milli bekkjaraðanna og horfði á skriftina okkar. Við fengum ekki einu sinni tæki- færi til þess að horfa til dyr- anna, til þess að sjá hvort að Hanna kæmi aftur. En kennslustundin sú leið,- og Hanna kom ekki aftur. í næstu frímínútum hljóp ég í kringum allan skólann, leitaði í hverjum krók og kima og fann hana ekki. Eng- inn hinria krakkanna hjálpaði mér við leitina. Þau stóðu í smáhópum og stungu saman nefjum. Einn drengjanna sagði við mig glottandi; Hanna er náttúrlega komin heim til þess að fara í þurrar buxur. Hún var alls ekki í neinum buxum, tísti dóttir jarðeigand ans. En ég lét sem ég heyrði ekki háðglósurnnar í þeim. Eg leið hinar mestu sálarkvalir. Það sat einhver kökkur i háls inum á mér. Allt í einu fékk ég þá flugu í höfuðið, að Hanna litla væri dáin. Eg heyrði ekki í skólabjöllunni, gekk lengra og lengra frá skólanum, leitaði í runnum með fram veginum, gægðist niður í skurðina, sérstaklega þar sem vatn stóð í, skálmaði góðan spöl eftir þjóðveginum, hrópaði og kallaði. Ég spurði mann nokkurn, sem ég mætti, hvort hann hefði ekki séð til ferða lítillar stúlku í síðu pilsi j og með fléttu. Nei, það hafði hann ekki; hins vegar skyldi hann segj a mér það, — ef ég gengi í barnaskólann, — að það væri fyrir ahlöngu búið að hringja inn. Eg hljóp til baka allt hvað af tók. Það fór að kvikna hjá mér vonar- neisti. Kannske hefði Hanna litla komið fram í frímínútun- um og myndi vera komin á sinn stað. Kafrjóð og löðursveitt gekk ég inn í kennslustofuna. •—. Krakkarnir voru víst fyrir all löngu komin á sína staði og búin að taka töflurnar sinar fram. En ég sá ekki börnin og heldur ekki ungfrúna: Öli athygli mín beindist að sæt- inu okkar Hönnu og eitt sá ég greinilega: Hánna var ekki komin þangað. Seztu á þinn stað,-Mía, og afritaðú tölurnar, sem standa þarna' á töflunni. Eg; hlýddi umyrðalaust að því Íeyti þó, að ég bara tók töfluna mína fram en skrifaði Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun AXMINSTER — annað ekki, Grensásvegi 8 — Sími 30676 Laugavegi 45B — Sími 26280. Volkswageneigendur Höfum fyrMiggjandi: Bretti — Hurðir ■— Vélarlok —Geymslulok á Volkswagen í all- flestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bflasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25, Símar 19099 og 20988, KJÖTBUÐIN Laugavegi 32 Nautahakk kr. 167,00 kg. — Nýtt hvalkjöt kr. 60,00 kg. — Eitt bezta saltkjöt 'borgarinn- ar kr. 138,00 kg. — ÁvaUt nýreykt hangikjöt, sérstök gæðavara. — Læri kr. 168,10 kg. Frampartar kr. 120,00 kg. KJÖTBÚÐIN Laugavegi 32 BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagöto 32 HJÓLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR L J Ú S ASTILLING AR Sjmi Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-100 Áskriftarsíminn er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.