Alþýðublaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 1
Alþýðu blaðið Föstudagur 2. október 1970 — 51. árg. — 220. tbl. ? I morgun voru Ieitarmenn úr Björgunarsveit Fiskakletts inni við Elliðaárósa. Leitar- menn gengu fjörur en tveir sátu í bíl sveitarinnar og böfðu síööugt radíósamband við Slysavarnarfélagið og biðu nýrra upplýsinga. Ef einhver hefur orðið barn anna var síðan klukkan sjö í gærkvöldi, er viðkomandi beð inn að hafa strax samband við lögreglu eða Slysavarnarfélag iff. 0* Tveggja áffa ára barna saknað úr Breiðholfi: ? í alla nótt og morgun hef- ur farið fram víðtæk leit að tveimur börnum, sem fóru að beimán frá sér síðla dags í gær og hafa um 200 manns úr átta hjálparsveitum tekið þátt í leit- Börnin eru työ; átta ára pilt- ur, Jáhannes Birgir, til heim- iiis að Hjaltaba'kíka 12, Breið- holld. Jóhanraes er með mikið ljóst hár, klæddur vínrauðri peysu með dökkum röndum og bláum galiabuxum — og átta Bergþóra Ágústsdóttir Jóhannes Birgir ára . gömul stúlka, Bergjþóra Agústedóttir, einnig til heimilis að.Hjalrta'bákika 12. Bergþóra er klædd blárrii peysu með hvit- um röndum, gráum buxum og grænum stígvélum. Hún er skol hærð. Jóhannes og Bergfþóra eru leikfélagar, .og sást tíl þeirra skammt frá heimili þeirra um kl. 19 í gærkvöldi. Er þau komu ekki inn efiir að myrkrva tók var kallað-á aðstoð lögreglunn- ar, þóekki fyrr en kl. 23.30. Leituðu lögreglumenn þá í Breið holíshverfi, en án árangurs, og klukkan hélf eitt var beðáð um aðstoð Slysavamarfélagsins. Áður' en leitarflokkiar voru ræstir út, leituðu lögreg-Iuþóán air um Breiðholtshverfið meS - aðstoð sporhundsins í Hafnar firði, en hundurinn fanm ekki slóð barnaintna. Þegar leit lög íeglunnar bar ekki áfla'ngur vonu björgunar- og hjálpar- sveitir Slysavarnarfélagsins og skáta ræstar út og hófst leilt þeirra upp úr kl. eitt í nótt Um 200 manns Mtuðu í alla nótt og í morgun hafði allt Breiðholtssvæðið verið vand- lega yfirfairið og leitað á mjög stóru svæði, Rjúrmiahæðum, Vatnsenda-. og Elliðavatnssvæð inu, Selásnum allt upp á Rauða vaíni og á svæðinu í kringum EUiðaárnar, Er útvarpið hóf að senda út lýsingu á bömunum í morgun hringdi kona, sem kvaðst hafa séð börnin nálægt Nesti við Elliðaár um miðnætti. Var vand lega lertað á því svæði, beggja megin Elliðaárósa út að Kleppi og að Grafarvogi, en án árang- urs. Klukkan 11 ? Leitarsvæðið, sem litlu barn anna er leitað, var fært út í morgun, er farnar höfðu verið fcvær ytfirferðir um mikinn hluta svæðisins, þar sem leitað var í ndtt. „Það er eins og jörðin hafi gleypt börnin", sagði Hannes Hafsfcein hjá Slysavarnarfélag- inu, er blaðið hafði samfoand . við hann um ellefu leytið í morgun. Þar sem leitarJBlokkarn ir hafa í raunihni enga vfsbend ingu eftir að fara, beinist leit- in að mjög stóru leitarsva^ði. Talið er hugsarilegt, að sézt hafi til barnanna í grennd við Nesti á Suðurlaxtdsbraut um miðnætti í nórt, og var því þrautleitað í grennd við Etliðaárnar í moiig- un, en án árangurs. Leitarmenn telja sig hafa leitað af sér allan grun í nýbyggingum og hús^.. giunnum í sjáflfu Breiðholts- hverfinu, þar sem þau Jóhann- Frh. á 3. aíðu. ILLU ? — Ég ætla ekki að segja til nafns mins. Ykkur kemur ekkert við hver ég er, en ef þið ekki gerið forsíðufrétt á morg- un úr þeim upplýsingum, sem ég læt ykkur í té, mun ég koma því á framfæri við önnur blöð að þið hafið neitað að upplýsa misferli eigin manna og þá tak- ið þið sjálfir afleiðingunum. Á þessa lund mælti óþekkt- ur maður, sem hringdi til rit- stjórnar Alþýðublaðsins í gær og óskaði eftir að fá að tala við ritstjóra. Var auðheyrt að manninum var mjög þungt í skapi vegna skrifa Alþýðublaðs ins frá deginum áður um refsi- dóm, sem enn hefur ekki verið afplánaður. Bar maðurinn þung ar sakir á nafngreindan Alþýðu flokksmann í ábyrgðarstöðu fyrir fjársvik og hvers konar annað fjármálamisferli. Lét hann í það skina, að þau mis- ferli hafi átt sér stað í þeirri opinberu stöðu, sem viðkom- andi maður gegnir. — Þið getið fengið allar upp- íýsingar um þetta mál hjá sýsla manninum í Hafnarfirði, sagði maðnrmn, en þar stendur rann- sókn þessa máis einmitt yfir. Óska ég eftir því, að þið fáið upplýsingar þar um þetta mál, birtið þær á forsíðu blaðs ykk- ar á morgun og með því mynd þá af hegningarhúsinu, sem var á forsíðunni hjá ykkur í gær. Framh. á bls. 2 Góð syning skozku óperunnar q — iDeyr íé, deyja frænd- ur, en Guðlaugur deyr aldregi, sagði framkvæmda- stjóri Skozku óperunnar í ræðu, sem hann flutti á ís- lenzku í gær að lokinni sýn- ingu óperunnar .AJbert Herr- ing í Þjóðleikhúsinu. A8 sýn ingunni lokinni ávarpaði Guð' láugur Rósinkranz, Þjóðleik- hússtjóri, óperuflokkinn og færði honum þaltkir íslend- inga fyrir komuna hingað og framúrskarandi túlkun. Frain kvæmdastjóri óperunnar svaraði ræðu Guðlaugs á ís- tenzkn. Fyrsta sýning skozku óper- unnar var í Þjóðleitohúsinu í gær og var þá flutt óperan Albert Herring eftir Benja- mín Britben. Húsfyllir var á sýningunni og meðal gesta voru forsetahjónin og ráðherr ar. Sýningunni var ákaBiega vel tekið af hinum mörgu á- horfenduim og óperuflokkur- inn hylfltur einlæ^lega fyrir framúTskarandi fflutning og túlkun. Óperan Albert Herr ing eftir Benjamm.Britten er mjög skemmtilegt verk og var það vel og skiimerkilega fiutt af sko7.ku gestaóperunni. Enda þótt óperan væri fhrtt á erlendu máli komst hún og efni hennar vel til skila og ríkti mikil ánægja meðail hinna fjölmörgu áheyrenda með sýninguna. Næsta sýning þessarar ó- peru verður n. k. sunnudag kl. 15 en í kvöld sýnir Skozlca óperan aðra óperu eftir Britt en, — THE TURN OF THE SCREW og hefst sýningin kl. 20. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.