Alþýðublaðið - 14.10.1970, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 14.10.1970, Qupperneq 7
Mið'vikudagur 14. október 1970 7 □ SÍFELLD HOFP UPP NIDUR Annað einkenni á offitu- sjúklingnum er hvað hann tah- ar mikið um, að hann hafi verið svo grannur áður. Hanri er alltaf að stneitast við að megra sig, en um leið og hann er búinn að missa nokkur kíló, þyngist hann aftur — og venju- lega bæ-tir hann enn við sig nokkrum aukakílóum ofan á fyrri þyngd. Hann getur ekki haldið stöðugri líkamsþyngd, heldur eru það sífelld hopp upp og niður um mörg kíló. Eilífir sigrar og ósigrar — skammvinnt sigurhrós og lang- vinn uppgjöf. í rauninni eru sigrarnir tóm blekking. Ég hef haft sjúk- linga sem megruðu sig niður í hæfilega þyngd all að 20—30 sinnum um ævina, en fitnuðu 'alltaf aftur á miili. Meðan þeir höfðu enga innsýn í sálfræði- leg vandamál sín, hélt þetta áfrarn upp-niður upp-niður 'endalaust. Og niður-kaflamir ollu uppgjöf, gremju, þung- lyndi og sjálfshatri sem ásæk- ir flésta offitusjúklinga, hvort siem þeir vilj'a vi'ðurkenna það eða ekki. Þeim er gjarnt að borða sér til huggunar, og þannig verður úr Þessu víta- hringur sem erfitt er að brjót- ast út úr. □ SJÁLFSBLEKKING OG HJÁTRÚ Sjálfsblekking er fylgikvilli öffitunnar, og sömuleiðis hjá- trú. Flestir offitusjúklingar trúa á kraftaVerk. Þeir eru sannfærðir um, að í þetta sinn muni það takast, þessi megr- unarkúr hafi stórkostleg áhrif, þessi pilla eða vökvi hjálpi — að einhvern tíma muni þeir verða grannir, leysa öll sín vanctamál og byrja að njóta lífsins til fullnustu. Og þeim finnst þeir alltaf hafa nógan tíma fyrir sér. HVert skipti sem freistingin ásæk'r þá, hugsa þeir um töfraorðið „næst“. Og þeir trúa statt og stöð- ugt, að þeir verði ekki sjálfir fyrir barðinu á öllum þeim sjúkdómum sem fylgja í kjöl- far offitunnar. Aðrir geta fengið æðakölkun, hjartaslag, of háan blóðþrýsting og þar fram eftir götunum, en ekki þeir sjálfir. Þá eru margir offitusjiik- lingar þeirrar trúar, að þéir eigi enga sök á offitu sinni. Röng efnaskipti, röng kirtla- starfsemi, arfgeng offiltia,. o.s. frv.; það er ekki þeim að kenna. Eða þeir þurfa að fara í svo mikið af boðum þar sem framreiddar eru fitandi kræs- ingar, þeir geta ekki setið án þess að smakka mat þegar fjöl- skyldur þeirra eru að borða, þeir verða lasnir ef þeir neita sér um máltíð, þeir þurfa að vinna svo mikið, að þeim veit- ir ekki af styrkjandi fæðu, og þeir geta ekki að því gert þótt þeir fitni af hvaða smáræði Sem vera skal. Þeir vilja ekki horfast í augu við veikleika sína. Offitan er þeim afsökun. □ HRÆDSLAN VIÐ AD HORAST Já, undir . niðri eru þeir stundum dauðhræddir við að horast. Þeir binda allt við það eitt að vera grannir, og þá verður offitan þeim jafnframt afsökun. Offeit kona getur' talið sér trú um, að hún væri stórfalleg „bara ef ég væri ekki svona feit“. En ef hún horast, er ekki víst, að hún verði n-ein fegurðardís. Og þá er sú tálmyndin að engu orð- in. „Ef ég væri“ er draumurinn. „Þá gæti ég“ er blekkingin. Það er eins og „ef ég væri ríkur“, „ef ég ynni allt í einu milljón í happdrættinu“' o.s. frv. Undir niðri er offitusjúk- lingurinn bam sem óttast á- byrgð fullorðinsáranna. Ósk- hyggjan er sterkari í fai'i hans en hlutlæg hugsun. Þess vegna er hann í aðra röndina hrædd- ur við að horast og verða þá fyrir vonbrigðum þegar draum- arnir rætast ekki. □ ÓTTI OG GRENIJA Allflestir offitusjúklimgai' þjást af djúplægum ótta og 'gremju. Þeir eru kvíðnir og gramir, og þeir eiga erfitt með að sætta sig við að fá ekki óskir sínar tafarlaust uppfyllt- ar. Þeir vilja alltaf megrast of hratt, velja sér alltof stranga megrunarkúra sem eiga að hafa áhrif á nokkrum dögum eða vikum. Þeir geta ékki hugs- að sér að léttast jafnt og þétt á löngum tíma. Þolinmæðin er ekki þeirra sterka hlið frem- ur en bamanma. Og sérstak- lega vilja þeir ekki skipta um mataræði fyrir fullt og allt til að halda hæfilegri þyngd. Þeilr hugsa alltaf um framtíðina þegar þeir séu orðnir magrir og fallegir og duglegir og geti leyft sér að borða hvað sem þeir kæri sig um án þess að fitna. Þeir geta stillt sifg í bili og lagt hart að sér um stuttan , tima, en undir niðri býr sama matarlöngunin sem brýzt út hvenær sem þeir slaka aðeins á. Og langfl'estir offitusjúkling- ar sem ég hef kynnzt, eru bfennandi af gr'emj u eða heift undir niðri, jafnVel þótt þeim sjálfum sé það oft alls ekki ljóst. Það sést kannski ekki á þeim, en þeir eru gramir við sjálfa sig og heiminn í heild, og oft borða þeir til að svala niðurbældri reiði. Þeir hafa sterka þörf fyrir ástúð og að- dáun og óttast andúð annarra, en i sjálfsfyTÍrlitnimgu sinni1 hugga þeir sig Við matinn og fela tilfinningar sínar bæði fyrir sér og öðrum. Það eru fyrst og fremst þess- ar duldu tilfinningar sem þurfa að fá heilbrigða útrás. Offitu- sjúklingurinn þarf að gera sér ljóst, að offitan er sjúkdómui' sem verður að lækna, tilfinn- ingalegur og hugrænn sjúk- dómur sem á sér líkamlegar afleiðingar í ofþyngd. Það eru ekki megrunarkúrarnir ®em lækna hann, heldur verður að breyta viðhorfinu til hlutanna. Læra að byggja upp heilbrigt sjálfstraust, veita tilfinningun- um skynsamlega útrás, öðlast innsýn í eigið sálarlíf. Hann verður að vita hvers vegna hann er offeitur, hvað orsakar offituna frá sálrænu sjónar- miði, hvað hann óttast og hvað honum gremst. Þegar sálrænu flækjumar eru leystar, á harrn að geta megrað sig án mikilla erfiðleika og haldið sinni réttu þyngd það sem eftir er æv- innar. ★ Framhald af bls. 12. flatt er í útvarp. Leikstjórinm Klemenz Jóns- son sagði, að leikritið yrði flutt í þáttum, sem alls væru 7 og tæki flutnimgur hvers þeirra um 40 mín. og verður fyrsti þátturinn fluttur sunnu- daginn 1. nóvembei' næstk. — Hlutverk eru a'Ws 12, en með aðalhlutverkið fea* Gísli Hall- dórsson, en hann er sögumað- ur. Með önnur veigamikil hlut verk fara, Kristbjörg Kjeld, Þorsteinn Gunnarsson, Helgi Skúlason, Brjmjólfur Jóhannes- son og ValUr Gíslason. Blindingsleikur er háalvar- legt leikrit og í því er djöful- leg undiralda, svo notuð séu orð höfundar. sölubók dr. Theodore I. Rubin Auglýsing um endurgreiðslu hluta leyfisgjalda »af bifreiðum, ' FjármálaráðuneytiS hefur ákveðiS aS endurgreiða bifreiðaeig- endum hluta leyfisgjalds (gjalds af fob-verði bifreiða), sem rnnheimt var af innfluttum bifreiðum á tímabilinu 12. nóv. 1968 til 12. des. 1969, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt: 1. Viðkomandi bifreið hafi verið toilafgreidd á verði, sem svarar til þeirrar gengisskráningar, er tók gildi 12. nóv. 1968. 2. Bifreið sú, sem beiðst er endurgreiðslu af, hafi verið skráð í eigu upphafslegs kaupanda eða innflytjanda hinn 12. des. 1969. Hafi bifreið verið seld fyrir þann tíma verður því ekki um endurgreiðslu að ræða. Umsóknir um endurgreiðslu skulu bornar fram í tvíriti á sér- stökum eyðublöðum, sem ráðuneytið hefur látið gera og fæst hjá tollstjóranum í Reykjavík, bifreiðainnfly'tjendum og Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda. Umsóknir skulu sendar Fjármálaráðuneytinu, Arnarhvoli og verða að hafa borizt fyrir 1. des. 1970 ella verða þær ekki teknar til greina. Að þeim tíma liðnum verður unnið úr fullgildum umsóknum og endurgreíðslur sendar hlutaðeigandi aðilum, enda uppfylli þeir þau skilyrði, sem að framan greinir. Fjármálaráðuneytið, 12. október 1970. Nýtt rit frá Vísindafélagi íslendinga THE NORDIC LANGUAGES AND MODERN LINGUISTICS Proceedings of teh International Conference of Nordic and General Linguistics, University of lceiand, Reykjavík, July 6—11, 1969 edited by Hreinn Benediktsson. Nýtt, stórt, marKvert rit um norræn og almenn málvísindi. í ritinu eru fyrirlestrar og umræður frá málvísindaráðstefnu, sem haldin var við Háskóla íslands sumarið 1969. Margir heims kunnir málvísindamenn skrifa í þetta stóra rit Stærð ritsins er 616 blaðsíður, 24x17x4 cm. Bókin fæst á áskriftarverði kr 1907,00 heft, kr. 2200,00 inn- bundin til 1. nóv. 1970. en þá hækkar hún verulega eða í kr. 2357,00 heft og kr. 2738,00 innbundin. (Söluskattur er inni- falinn). BÓKAVERZLUN SNÆBJARNAR Kafnarstræti 4 og 9. LAUS STADA Staða tryggingayfirlæknis er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um umsækjanda, sendist heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 172, Reykja- vík, fyrir 15. fióvember n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 13. október 1970 I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.