Alþýðublaðið - 19.10.1970, Page 2

Alþýðublaðið - 19.10.1970, Page 2
T Mánudag'ur 19. október 1970 Úr setningarræðu Gylfa Þ. *--— - ■ ——i——---------------- Gíslasonar formanns AlþýÖu- flokksins á flokksþinginu Alþýðuflokkurinn hefur nú átt aðild að rikisst.jórn í rúm 14 ár. Á þessu tíinabili hefur har.n tekið þátt í tveim meiri- hluta stjórnum, hinni fyrri með FramsóknarfJokknum og Alþýðúbanöalaginu á árunum 1956 — 58. og hinni síðari með S.já!fstæðisfIokknum á árunum l''á9 til þessa tlags. en á árinu, 14)58—59 myndaði Alþýðu- flokkurinn einn minnihluta sfjórn. Á þessum árum héfur Alþýðuflokkurinn íarið með stjórn mikilvægra málefna. Hann hefur farið með stjórn utanrikismákú menntamála og tryggingamála alveg síðan 1956. Hann fór með stjórn iðn uðarmáta á árunum 1956—58, oghann hefur farið tneð stjórn sjávarútvCgsmála, félagsmála og viðskiptamála síðan 1959. Rétt er að geta mikilvægustu 'viðfangsefnanna á hverju þess ara sviða á þessu tímabili og þess árangurs, sfem náðst hef- ur. Utanríkismál Á sviði utanríkismála hefur landhelgismálið vferið Iangmik iivægasta viðfangsefnið. Þegar Alþýðuflokkurinn tók við Stjórn utanríkismálanna, stóð yfir landhelgisdeila við Breta, og var Jöndunarbann á íslenzk- um fiski í Bretlandi. Bretar send.u herskip á íslandsmið til þess að vfernda veiðar brezkra togara á hafsvæði, sem íslend ingar höfðu eignað sér með lög gjöf, en Bretar vildu ekki við- urkenna hana. Þessari deilu lauk með sigri íslendinga„,Þeg- ar Alþýðuilokkurinn tók við stjórn utanríkismá’anna, var fiskveiðilögsagan 4 mílur, en síðan 1961 hefur hún verið mílur útfrá grunnlínum, sem eru íslendingum hagstæðari en áður hafði verið. Utanríkisráð herra Alþýðul'lokksins hefur undirbúið írekari sókn i Iand- helgismálinu, og miðar hún &§ því að tryggja íslendingum yf- irráð yfir öllu landgrunninu. Á öllu þessu timabíli heíur tek- izt að halda hinum vinsámleg- ustu skiptum við allar þjóðir. Á fyrri hluta sjötta áratugar- arins voru iniklar innanlands- deilur um herverndarsamning- inn viö Bandarikin og dvöl er- lends berlitfs á Keltavíkurflug vllli. Þær deilur hal'a smám saman þagnað, og er það nú mál flestra íslendinga, að sam- Iníðin við varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli geti ekki talizt til vandamála. Tryggingamál Alþýðuflokksráðherrar liafa einnig íarið með tryggingamál allar götur síðan 1956. Árið 1955 voru heildargreiðslur tryggingabóta lífeyristrygging- anna 103 mill j. kr„ en það svar ar til 480 millj. kr. miðað við núverandi verðgildi krónunn- ar. í fjárlagafrumvarpinu fyr-, ir árið 1971 er gert ráð fyrir, að heildarútgjöld almanna- trygginganna verði 1717 rnillj. kr. og hafa þau því aukizt um 250%. Allar bætur almanna- tryggingakerfisins námu árið 1955 4% af þjóðarfra.mleiðsl- unni, en 1968 var þetta hlut- fall komið upp í 7,1%. En AI- þýðúflokkurinn vill gera enn betur. Þess vegna er nú starfað að endurskoðun tryggingalög- gjafarinnar, og er stefnt að því, að frumvarp um það efni verði lagt fyrir næsta Alþingi. Menntamál Alþýðuflokkurinn hefur einnig farið með stjérn mennlamála síðan 1956. Árið 1955 voru út- gjöld ríkissjóðs til menntamála 80 millj. kr„ en það svarar til 370 millj. miðað við núverandi verðlag. í frjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir, að útgjöld til menntamála muni nema um 1907 millj. k. og hafa því útgjöld til menntamála auk izt um. rúmlega 400% á þessu tímabili. Á hvern íbúa voru menntamálaútgjöldi.n 1955 um 2200 kr„ miðað við núvlrandi verðlag, en eru á næsta ári á- ætluð um 8600 kr. Á þeim tíina, sem Alþýðuflokkurinn hefúr farið með stjórn þessara mála, hefur framlag ríkissjóðs til menntmála þaiinig fast að því fjórfaldazt á bvern íbúa. Á sama iímabili hafa útgjöld hins opinbera til menntamála vax- ið úr 2,4% í 5,3% af þjóðar- tekjum, og er hlutfallstala út- gjalda til menntamála af þjóð- artekjum á íslandi nú með því hæsta, sem gerist í vestrænúm löndúm. Ef þaú frumvörp um skólamál, sem lögð verða fyrir Alþingi það, sem nú er ný- komið saman, eru meðtalin, þá hefúr bókstaflcga öll íslenzk skólalöggjöf verið endurskoð- uð frá grunni á þessu tímabili, auk þess scm gagngerari breyt ingar hafa átt sér stað á náms- efni og kennsluháltpm en nokkru sinni fyrr á hliðstæðu tímaskeiði. Þá er rétt að geta þess, að þegar Alþýðuflokkurinn tók við stjórn menntamálanna, tók hann við viðkvæmu stórmáli á þessu sviði, sem reynt hafði veriff að fá lausn á í áratugi, en án árangurs, og á ég hér Við handritamálið. Á þvi fékkst jákvæð lausn árið 1961, þegar þjóffþing Dana féllst á að af- henda íslendingum handritin, þótt dráttur hafl orðiff á af- hendingu vegna innanlands deilna í Danmörku unt skaffa- bólaskyídú í þessu sambandi. Enginn danskur stjómmála- maður, sem ég hef hitt, dregur þó í efa, að handritin verði af- hent fslendingum. Þá hefur á þessu tímahili átt sér staff nv.eiri efling ís- lenzkra vísindarannsókna en nokkru sinni fyrr, og opinber stúffningur við listir og hvers konar menningastafsemi er nú meiri en nokkru sinni áffur. Sjávarútvegsmál Alþýðuflokkurinn fór með stjórn iðnaðarmála á árunum 1956 — 59. Á þsim árum var komið á fót sérstöku iðnaðar- mál.aráðuneyti og liafín sú eíl- ing iðnlánasjóðs, sem haldiff befur áfram með æ stærri skrefum sfðan. Alþýðuflokkurinn tók við stjórn sjávarútvegsmála 1959. Þau ár, sem síðan eru liðin, hafa verið skeiff mikilla sveiflna í íslenzkum sjávarút- vegi. Á þessum árum hefur sjávarútvegurinn á vissu tíma- bili lifað mesta blómaskeið í sögu sirsni, cn á liinn bóginn einr.ig orðið fyrir mestu áföll- uin. sem um getur, og meiri áföllum en dæmi eru um í aðal afvinnuvegi nokkurrar nálægr- ar þjóðar, á síðari árum að ir.innsta kosti.. Blómaskeið var á. árunum 1961—66, þegar heildarsjávaraflinn komst upp í 1240 þús. tonn og verðmæti aíurða háns varð úm 11.340 mtilj. kr„ miðað við núgildandi vérðmæti krónunnar. Áföllin d.undu ýíir á árunum 1967 og 68, þegar síldveiði brást svo að segja algjörlega og geysi- legt verfffall varð á erlendum mörkuðum. Heildaraílinn komst þá niður í 599 þiis. tonn óg heildarverffmætið minnkaði niður í 6.200 millj. kr„ miðað við núgitdandi verð gildi krónunnar. Þessar gífur- legu sveiflur í afkomu aðal- atvinnuvegs þjóðarinnar höfffu auffvitað stórkostleg áhrif á tekjur og framleiðslukostnaö í landinu og urðu þess valdandi, að tvivegis varff að breyta gfengi krónunnar á árunum 1967 og 1968. Ef litið fer á það tímabil, sem Alþýffuflokkurinn hefur fariff með stjórn sjávarútvegsmála, kemur í Ijós, að aldrei hafa orð iff jafnmiklar frainfarir í sjáv arútvegi. Árið 1958 var stærð fiskiskipaflotans 57.800 brútló- smálestir. f dag er hann 79.350 brúttósmálestir. Samsetning flotans hefur að vísu breytzt mikið. Botnvörpuskipum liel'ur fækkað, en stórir vélbátar kom ið í staðinn. Afkastageta frysti húsanna hefur aukizt mjög tnikið, og afkastageta síldar- verksmiðjanna tvöfaldaffist frá árslokum 1960 til 1967. Út- flutringsverðmæti sjávarút- vegsins var 1958 5.120 millj, kr„ miðað við mígildandi verð mæti krónunnar, en var á s. I. ári 7743 millj. kr. Vísindastarf semi í þágu sjávarútvegsins befur stóraukizt. 1958 var var- ið 26 millj. kr. til vísindarann- sókna í þágu sjávarútvegsins, miðað við núgildandi verðgildi krórunnar, en í fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að verja í þessu skyni 77.5 millj. kr. og er hér um að ræða nærri 200% aukningu. Árið 1967 var keypt til lands- ins sildarleitarskipið Arni Frið riksson, og á þessu ári er vænt anlegt til landsins hafrannsókn arskipið Bjarni Sæmundsson, sem kostar um 240 millj. kr. i Félagsmá! Á sviði l'élagsmála. annarra en tryggingamála, sem Alþýðu- t'Iokkurinn hefur farið með stjórn á síffan 1959, eru lrús- næðismálin mikilvægust. Á því sviði hafa orðið meiri framfar- ir á þessu tímabili en nokkru s'úni áður á jafnmörgum árum. Á síðasta þingi var sett ný lög- gjöf um húsnæðismál og að- stoð hins opinbera við hús- byggingar almennings. Á þessu ári mun ráðstöfunarfé Húsnæff ismálastjórnar verða um 700 millj. kr„ en á árinu 1958 var hliðstæð upphæð í hliðstæðum krónum tæpar 200 millj. kr. Á í'imm ára tímabilinu 1954—58 voru byggðar að meðaltali á ári 1316 íbúffir, en á fim.m ára tímabilir.u 1965—69 1647 íbúff ir. 1 Viffskiptamál Þá hefur Alþýðuflokkurinn faí ið meff stjörn viffskiptamálaf síðan 1959. Einn þáttur þe'rr- ar nýjú stefnu í viðskiþtamál- um, sem upp var lekin 1969, var gagnger endurskipu'a ;n- ing innflutnings- og gjaldeyris- mála. Um 30 ára skeið biifðu innflutnings og gjaldeyris’'öfi verið eítt helzta hagstjórmir- tæki ríkisvaldsins. Á þéssu 36 ára tímabili hafði Framsóknaf flokkurinn háft mjög verú’eg áhrif á stjórn landsins; Hanrt trúði á innflutnings- og gjiild- eyrishöft sem mikilvægt bag« stjórnartæki, löngu el'tir aS hætt var aff beita þeim í öUútif nálægum ríkjum. Hér var þess ari grundvallarstefnu í viffw skiptamálum smám sainatf breytt á árunum 1960 og 61 og komið á frjálsræði í gjald« eyrisviðskiptum og innflutn«' ingsverzlun. Afleiðingin hetuc orðið stóraukið vöruvat, neýt« endum til mikilla bagsbóta. og íslenzkum iðnaði, sem áðut hafði orðið að berjast við :;í« felldan hráefnaskort, til mik«' illar eflingar. Nú mun varlá nokkrum manni koma til hug«' ar aff hverfa aftur íil skipu' igg innflutnings- og gjaldeyrisbafÉ anna. þó að afnám þeirra bafl valdiff hatrömmum deilum á sínum tíma. - ( Þá hefur vcrið stigið þaff stóra framfaráspon í bankamálum, að komiff hefup veriff á fót sérstökum seffla- banka, sem gegnir mjög riik- ilvægu hlutverki í stjórn ís« lenzkra efnahagsmála, Jafn- framt hefur löggjöíin um g'ald eyrisbánkana verið e.ndurskoff- uð. Þá er þess að geta, að hað hefur fallið í hlut ráðherra Al þýöuflokksins að hafa forgiingtt um athugun á viffskiptaafstöðtt Islands í sambandi við stofnun viffskiptabandalagaima í Vest- ur-Evrópu og hugmyndanna um norrænt efnahagsbandahig. í þessu sambandi liefur vcrið lögð áherzla á að hafa samrá'ð við’ stjórnarandstöðuna. þótí ríkisstjórnin hafi að sjálfsögffii orðið aff bera ábyrg'ff á því, sem gert hefur verið'. Niðúrstaðatt varð sú ,að gengiff var í Frí«; verzlunarsamtök Evrópu nú 4 þessu ári ,og má fuUyrða að mjög hagstæðir siynningar hafi náðst og að fsland muni, þeg ar til lengdar lætur, hafa mik« inn hag af aðild sinni að Frí- verztunarsamtökunum. Nú standa fyrir dyrum viðræffur við Efnahagsbandalagið. en þau ríki Frívcrzlunarsamtak- anna, sem ekki hafa sótt unt affild að' Efnahagsbandalaginu, hafa óskaff slíkra viðræðna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.