Alþýðublaðið - 19.10.1970, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.10.1970, Síða 3
Mánudagur 19. október 1970 3 Full aðild að Efnaliagsbanda- laginu kemur ekki til greina fyrir ísland. En leysist Fríverzl nnarsa,mtökin upp vegna þess, ftð nokkur aðildarríkjanna fái inngöngu í Efnahagsbandalag- ið, verða hin ríkin að athuga gaumgæfilega, með hverjum haetti bau geti bezt treyst við- Bkipíahagsmuni sína. Mesta framfaraskeiðið Aí' því, sem nú hefur verið sagt. má vera ljóst, að á þeim 14 árum, sem Alþýðuflokkur- inn hefur átt aðild að ríkis- stjóm, hefur hann farið með m 'ög mikilvæg mál. Það er ekkl mitt að dæma um það, hvernig til hefur tekizt í einstökiun at riðum. Um hitt verður ekki deiit, að þessi hálfur annar ára tugur hefur verið mesta fram faraskeið í sögru þjóðarinnar. Á þessum 14 árum hafa Þjóð- artekjur á ,raann vaxið um 55% eða um 3,2% á ári að meðaltali. Eignaaukning þjóð arinnar hefur verið gífurleg. Nú er þjóðareignin talin nema um 148 milljörðum króna, en um miðbik sjötta áratugsins hefur hún verið um það bil 70 miiijarðar í sa,mbærilegum krónum og áætluð með sama hætti. Árlegur útflutningur þjóffarinnar er nú um 13.000 millj. króna, en var um mið- bik sjötta áratugsins 4.700 miiljónir í sambærilegu.m krón um. Þá átti þjóðin óverulegan gjaideyrisvarasjóð, sem breytt ist í skuld bankanna erlendis Sóur en breytt var um stefnu t efnaliagsmálunum. Nú er gjaldeyrisvarasjóðurinn um 3.300 milljónir. Ýinis dæ>mi mætti nefna um þær breytingar til batnaðar, er orðið hafa á lífskjörum al- mennings á þessu tímabili. Hér gkal látið nægja að geta þess, að 1955 voru 16,3 íbúar um hverja fólksbifreið í landinu. I fyrra voru þeir 5,5. Árið 1955 voru 5.7 íbúar um livern síma. I tfyrra voru þeir 3. Um siðustu áramót, aðeins rúmlega þre,m árum eftir að sjónvarpssend- ingar hófust, áttu ísiendingar eitt sjónvarpstæki á iiverja 5,8 landsmenn, enda eiga nú nær allir landsmenn þess kost að hagnýta sér útsendingar sjón- varpsins. Árið 1967 námu kaup á varanlegum liúsmunum, svo sem liei,milistækjum, liúsgögn- lim o. s. frv., 1305 millj. kr., en höfðu tíu árum áður num- ið um 500 miUj. kr á sambærj legu verðlagi. Þessar miklu framfarir í efnahags,málum hafa orðið þrátt fyrir það, að ekki hefur tekizt að koma í veg fyrir, að hér þróaðist veruleg verðbólga, eins og raunar hefur átt sér stað allar götur síðan í byrj- un síðar'i heimsstyrjaldarinn- ar. Allar ríkisstjórnir hafa reynt að stöðva snúning verð- bólguhjólsins, en engri tekizt það. Enn er verðbólgan höfuð viðfangsefni og vandamál þessa vetrar. Of snemmt er að spá um það, hvort og þá með hvaða hætti ræðst við vanda- málið nú. StjórnarsamstarfiS Undanfarin 10 ár liefur Al- þýðuflokkurinn átt stjórnarsam starf við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta stjómarsamstarf er orð ið lengra en sa,mfleytt stjórn- arsamstarf flokka hefur orðið áður. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa að vísu setið lengur saman í rík- isstjórn en 10 ár, en aldrei samíleytt. Þegar efnt var til þessa samstarfs veturinn 1959, var ekki um það teljandi ágreiningur í Alþýðuflokkn- um. Alþýðuflokknum hafði á tímabili minnihlutastjórnar sinnar tekizt að ko.ma fram mjög mikilvægri endurbót á kjördæmaskipuninni í sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðubandalagið, og í sam vinnu við Sjálfstæðis\(fckinn og Framsóknarflokkinn tókst til bráðabirgða að leysa Þann efnahagsvanda, sem ríkisstjórn Her,manns Jónassonar gafst upp við að leysa. En augljóst var, að grípa varð til gagn- gerðra ráðstafana í efnahags- málum. Sjötta áratuginn hafði verið mikill lialli í viðskiptum þjóðarinnar við önnur lönd. Gengisskráningin var lengst af óraunhæf og stuðzt við margbrotið kerfi útflutnings- bóta og innflutningsgjalda. Gjaldcyris -og innflutningshöft lágu eins og mara á efnahags- lífinu. í þeim viðræðum, sem fram fóru milli flokka eftir haustkosningarnar 1959, kom í Ijós, að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæ.ðisflokkurinn gátu komið sér saman um gagn- gera stefnubreytingu í efna- hagsmálum. Af þátttöku sinni í ríkisstjórn Hermanns Jónas- sonar hafði Alþýðuflokkurinn sannfærzt um, að sú stefna, sem þá var fylgt, stefna óraun- hæfs gengis, útflutningsbóita og innflutningsgjalda og gjald eyris- og innflutningshafta, gaf ekki góða raun. Þess vegna reyndist Alþýðuflokkurinn fús til Þess aö taka þátt í því að ,móta gerólika stefnu, stefnu réttrar gengisskráningar, og frjálsræðis í tframleiðslu og viðskiptum samfara því, að stefnunni í bankamálum og fjármálmn ríkisins væri beitt til þess að auka framleiðslu og framleiðni. En jafnframt lagði Alþýðuflokkurinn áherztu á sérstakar ráðstafanir á nokkr um sviðum. Hann lagði áherzlu á aukningu bóta almannatrygg inganna, hann lagði áherzlu á auknar húsbyggingar, hann lagði áherzlu á framkvæmdir Gylfi Þ. Gíslason og nýjungar í skólamálum og hann lagði áherzlu á lækkaða skatta á venjulegar launatekj- ur. Um öll þessi atriði náðist sa,mkomulag við Sjálfstæðis- tflokkinn. Ég er ekki í nokkrtim vafa, um, að dó.mur sögunnar verð- ur sá .að stefna sú, sem fylgt hefur verið í efnahagsmálum á liðnum áratug, er réttari og betri en sú stefna, sem fylgt hafði verið í aðalatriðum þrjá áratugina á undan. Og dóm- ur sögunnar verður Iíka áreið- anlega sá, að á þeim sviðum, þar se,m Alþýðuflokkurinn hef- ur farið með stjórn mála, hafi orðið mikið ágengt. Kosningar Stjórnarflokkarnir hafa hald ið meirihluta sínum í tvennum kosningum og hafa haldið á- fram að stjórna saman, þar eð þjóðjn hefur sýnt þeim traust. í síðustu Alþingiskosningujm, áður en stjórnarsamstarf Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins hófst, haustkosning- unum 1959, hlaut Alþýðuflokk urinn 15,2% atkvæða, en hafði í sumarkosningunum fengið 12,5%. í síðustu Alþingiskosn ingum, kosningunum 1967, hlaut Alþýðuflokkurinn 15,7% greiddra atkvæða, og hafði þannig styrkt aðstöðu sina í tveggja kjörtímabila stjórnar- samstaríi við Sjálfstæðisflokk- inn. Þetta kjörtímabil, sem nú er að líða, hefur verið tí,mabil mestu efnahagserfiðleika, sem yfir íslendinga hafa dunið á öldinniji í ^fyrsta skip,sj um langt skeið var hér alvarlegt atvinnuleysi, og rauntekjur launþega minnkuðu verulega. Þetta hlaut að valda Alþýðu- flokknum sérstaklega jiokkr- um erfiðleikum, og ekki væri ósennilegt, að slíkir efnahags- erfíðleikar yrðu nokkurt vatn á myllu stjórnarandstöðunnar. Mjög óvarlegt væri þó að draga almennar ályktanir u,m stöðu og styrk flokkanna af niðui-stöðum bæjar- og sveitar stjórnarkosninganna I voi-. í bæjar- og sveitarstjórnarkosn ingum geta sérstök atriöi haft álirif sem ekki skipta máli í landsmálabaráttunni og Alþing iskosningum, og á þetta ekkj hvað sízt við hér í Reykjavík, þar sem ávallt hcfur verið mik 111 iinunur á fylgi sérstaklega Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu flokks í borgarstjórnarkosning- u,m og Alþingiskosningum. Nauðsynlegt er samt að gera sér grein fyrir því, að atvinhu leysið og efnahagserfiðleikarn ir á árunum 1967 og 68 geta hafa haft skaðvænleg áhrif á fylgi Alþýðuflokksins og að nú er kominn til skjalanna 1 fimmti stjórnmálaflokkurinn. sem tekur sér stöðu mjög ná-- Iægt Alþýðuf lokknum á stjórn- málasviðinu og höfðar til ’ jtnaJina, sem styðja A (þýðu- 1 l'lokkinn eða ættu að geta stutt hann. Af þessum ástæð-: um verður Alþýðuflokkurinu; sannarlega að halda vöku sinni. : Verkefni framtíðarinnar Auðvitað getur enginn um 5 það sagt, hver verða úrslit, næstu Alþingiskosninga. Ég tel- Alþyðuflokkinn eiga að ganga; til þessara kosninga með al-' gjörlega frjálsar hendur varð; andi það, hver afstað'a lians verður eftir kosningarnar, al- - gjörlega óbundinn varðandi, það, hvort hann yfirleitt vill eiga aöild að ríkisstjórn áfram og þá með liverjum hann kysi að vinna eða hvort hann kýs að vera í stjórnarandstöðu. Al- þýðuflokkurinn hefur nú verið lengi í stjórn og imnið með þrem flokkum. Ég hika ekki við að segja, að liann hafi ko,mið mörgu og miklu til leiff- ar og geti verið stoltur af ár- angri starfa sinna. En það er auðvitaö ekkert náttúrulögmál, að stjórnmálaflokkur skulj vera í rikisstiórn. Og það er auðvitað heldur ekkert ní.tt- úrulögmál, að flokkur skuli ávallt vinna með þessum, en ekki hinum. Alþýðuflokkurinn hefur verið, er og ætlar sér alltaf að verða flokkur is- lenzkra launbega, flokkur, sem hefur það að markmiði, að koma smám saman á þjóðfélagi jafnaðarstefnunnar á íslandij Hvort hann er i st.iórn eða stjórnarandstöðu á að fara eft- ir því, hvort hann getur betur þjónað málstað launþeganna í stjórn eða stiórnarandstöðu,. hvort hann getur betur komið málefnum jafnaðarstefnunnar, áleiðis í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Þannig hefur Al-, þýðiiflokkurinn hegðsð sér, Þannig á hann að hegffa sér. Og þannig mun hann hegða sér eftir næstu kosningar. | Þetta 33. flokksþing Alþýffu- flokksins i hef|xr mikilvægujt hlutverki að gegna í þágu Al- þýðuflokksins. Á næsta sumrj muiiu fara fram Alþingiskosn ingar. Flokkurim= á að móta skýra og ákveffna stefnu og kynna hana kjosenóum. Þaði Framh. á bls. 11

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.