Alþýðublaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 3
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR TUTTUGU OG FIMM ÁRA □ í dag eru liðin 25 ár frá formlegum stofndegi liinna Sameiuuðu bjóða. Aðdragandi að stofnun samtakanna á sér bó nokkuð lengri sögu bví jafn- vel áður en hei,msstyrjöldinni síðari lauk var farið að tala um að stofna til samtaka þjóða í milli til þess að koma í veg fyr- ir styrjaldarátök. Miklum meg- inhluta heimsbyggðarinnar hafði blöskrað að sjá milljónir manna á bezta aldri drepna í ógnvekjandi gereyðingarstríði, heilar borgir lagðar í rúst og niannvirki eyðilögð, en hjá öllu þessu hefði .vnátt komast ef deil- urnar hefði mátt setja niður með friðsamlegum hætti. Upp úr þessum jarðvegi, vegna óska mikils meginþorra fólks í öllum löndum heims iwn frið og frelsi, spruttu hugmyndirnar um slofnun hinna Sameinuðu þjóða. Dagana 25. apríl til 28. júní 1945 var svo haldinn fundur i borginni San Fransisco i Banda ríkjunum og á þeim fundi var stofnun Sameinuðu þjóðanna af ráðin. 50 þjóðir tóku þátt i rað- stefnu Þessari og voru það þjóð- ir, sem voru eða töldu sig vera í styrjöld við Möndulveldin. Stofnsamninginn imdirrituðu svo 51 ríki og á San-Fransisco- fundinmn var ákveðið, að þegar viss fjöldi þátttökuríkja hefði staðfest stofnsamninginn skyldi hann öðlast giidi. Þetta varð 24. október 1945 og telst sá dag- ur bví stofndagur Sameinuðu þjóðanna. íslendingar voru ekki stofn- aðilar að samtökunum. Ástæðan var sú, að skilyrði voru sett fyr- ir þáíttöku, sem íslenzka ríkis- stjórnin gat ekki samþykkt. Upp tökubeiðni íslands var hins veg ar borin fram árið 1946 þar sem þá var talið líklegt, að engin þau skilyrði yrðu sett fyrir aðild landsins að S.Þ., sem íslending- ar gætu ekki sætt sig við. Var upptökubeiðnin samþykkt og frá 19. nóve.'iiber 1946 hefur ísland verið aðili að Sameinuðu þjóð- unum. Nú í dag munu flest ríki hejms vera aðilar að samtökum hinna Sameinuðu þjóða, enda þótt nokkur þeirra, og þar á meðal sum stór ríki, standi utan sam- íakanna. Eru aðildarríkj S.Þ. nú orðin 126. Frá upphafi hafa Sameinuðu þjóðirnar sett sér ákveðnar grundvallarreglur og markmið. Þær eru í stuttu máli að varð- veita frið og öryggi í heiminum, efla vinsamlega sambúð þjóða í milli, koma á alþjóðasamvinnu tun lausn alþjóðavandamála á öllum sviðum og vera miðstöð til samræmingar á aðgerðum þjóða til þess að ná þessupi sameiginlegu markmiðum. Þess um meginreglum hafa Samein- uðu þjóðimar leitazt við að starfa eftir og hefur óneitanlega orðið margt ágengt i síörfuin sínu,m. Það hefur að vísu stundum verið sagt um Sameinuðu þjóð irnar, að þeim hafi mistekizt að leysa mörg aðkallandi og erfið vandamál. Þetta er því miður alveg rétt, eins og svo mörg dæ.mi sanr.a. Ýmsar ástæður liggja þar að baki, en þó mun sú sennilega vera þyngst á met- unum, að styrkur alþjóðasam- taka eins og Sameinuðu þjóð- irnar eru til þess að jafna deilu mál og koma á sáttum verður aldrei meiri en hin einstöku ríki er samtökin itnynda vilja sjálf vera láta í þeim efnum. Einnig hefur það mjög háð samtökun- um í friðargæzlustarfi sínu að samtökin hafa ekkert fram- kvæmdavald til Þess að geta ljáð orðum sínujm og samþykktum nægjanlegan þunga. . Engu að síður tel ég, að þeg- ar menn gera hug sinn upp til starfa Sameinuðu þjóðanna eft- ir aldarfjórðung þá blandist engum hugur um að þau hafa vissulega oft á tíðum ieyst mjög mikilvæg verkefni af höndum, sem fáir eða engir aðrir hefðu getað afrekað. Á ég þar bæði við friðargæzlustarf og sátlaum leitanir samtakanna og þá ckki síður starfsemi hinna ýmsu al-. þjóðastofnana á vegum S.Þ. eins og t. d. UNESCO, FAO, Barna- iijaiparmnar og Flottamanna- hjálparinnar, svp nokkrar séu nefndar, sem unnið hafa óllu mannkyni ómetanlegt gagn. Á umliðnum árum hafa ís- lendingar Iagt ýmislegt af mörk unum til starfsemi Sameinuðu þjóðauna og hjálparstofnana þeirra. Alþjóðleg friðargæzlu- og mannúðarsamtök, eins og hinar iSameinuðu þjóðir eru, gegna veiga.miklu hlutverki í heimsmálum frá sjónarhóli smá þjóða, eins og okkar íslendinga. Það er Þrí mikilvægt fyrir okk- ur, að samtökin efiist á :kom- andi árum og geti sífellt betúr gegnt sínu göfuga hlutverki. Sú stefna er sameiginleg öllum ís- lendingu,m að vilja stuðla að vexti og viðgangi Sameinuðu \ þjóðanna og því eiga íslendjng- ' ar enga ósk betri þeim til liánd.i, á aldarfiórðungsafmæli samtak anna en bá, að framtíðin murti bera í skauti sér aukinn styrh og aukin áhrif hinna Sameinúðu þjóða i baráttunni fyrir írclss, frið'i og jafnrétti allra manua um öll lönd og af öllum kyp- ' þáttu.m. EiúU Jónsson. LAUGARDAGUR 24, ÖKTQBF.R 1970 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.