Alþýðublaðið - 26.10.1970, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.10.1970, Blaðsíða 5
Alþýðu blaðið ÍTtgefandi: Alþýðuflokkitrinn. Ritstjóri; Sighvatur Björgvinsson (áb.). Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími: 14 900 (4 línur) GYLFI Þ. GlSLASON SKRIFAR Þjóðfélag jafnaðarstefnunnar \ í stjórnimálaályktun, sem 33. fl'okksþing Alþýðu-1 flokksins samþykkti, segir m. a.: ,,IsJenzk þjóð stendur nú á tímamótum. Að baki 1 er tímabil mikilla framfara og umbóta. Framund- | an er það verltefni að móta stefnu fyrir þann áratug, b sem er að hefjast. Hanjn getur orðið mesta fram-1 j faratímabil e g blómlegasta menningarskeið í sögu * þjóðarinnar, ef rétt er á baldið. Flestir viðurkenna ínú, að gott þjóðfélag eigi ,að I vcra velíerðarþjóðfélag en hornsteinar velferðarrík * ins eru iSÓttir í hugmyndir jafnaðarstefnunnar. I Næstu sporin, sem istíga.þarf fram á við, eiga að | 1 vera fólgin í því að efla jafnrétti iog (menningu f vel- a ferðarríkinu, leggja aukna iáherzlu á þau gæði, isem j fólgi/ eru í göfugra lífi, fegurra íumhverfi, bættri 1 sambúð maúna. Það er einnig í íanda jafnaðarstefn- { unnar.“ . . ' í samræmi við þessi orð í stjórnmálaályktun floklks- þingsins samþykkti það einnig sérstakt ólit um verk- ] efni áttunda áratugsins. Er þar um að ræða eins kon- í ar 10 ára áætlun um framkvæmdir og markmið í anda , jafnaðarstefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur sett sér. Velferðarríki, eins og er á íslanldi, er reist á kenn- I ingum jafnaðarmanna um félagsiegt, réttarfarslegt { og efnahagslegt öryggi þegnanna. Þess vegna eru þau ríki, þar sem jafnaðarmenn hafa fengið miklu um ■ ráðið, til fyrirmyndar í félags'ltegu ti'lliti. En velferðarríkið er þó eklki lokatakmark jafnaðar- manna heldur aðeins áfangi á þeirra leið í átt til þjóð- félags jafnaðarstefnunnar. Þegar félagslegt, efna- hagsfegt og réttarfarslegt öryggi allra þegna þjóðfé-1 lagsins hefur verið tryggt taka jafnaðarmenn því til i við sfn næstu verkefni, — þau, að auka réttlæti og j jafnrétti, bæta mienntun, efla 'lýðræði og jöfnuð í samfélagsmálum og lteggja áherzlu á þau gæði, sem fóigin eru í göfugi’a lífi og fegurra umhverfi. Þessi atriði móta samþykkt fl’okksþings Alþýðuflokksins um verkefni áttunda áratugsihs og ef íslendingum tekst að stíga spor í þá átt á næstu 10 árum hefðu þeir nálgast þjóðfélagið, er jafnaðarmenn stefna að. Vetrarorlof Einn af þi.ngmönnum Aiþýðuflokksins, Bragi Sig- urjónsson, er fyrsti flutningsmaður að tiliögu, isem þingmenn úr öllum þingflokkum standa að. í tiliögu þessari felst að Alþingi skori á rí’kisstjórn- ina að hafa um það forgöngu við Alþýðusamband ís- lands og önnur stéttarsambönd í landinu, að kannað verði, hvernig auðvefdla megi almenningi að njóta orlofs á vetrurn sér til ’hressingar og hvíldar. Með tillögu þessari er hreyft þöi;fu máli. Vegna skammvinns sumars á íslandi vill oft fara svo hjá mörgu fólki, að það ann sér vart tíma til að fara í orlof til þes’s að leita sér hvíldar eftir erfiði vetrarins. Hér verður ekki.á breyting, nema orlofstíminn fær- ist að einhverju leyti á vetrarmánuðina líka og mað samvinnu launþegasamaka, ríkisvalds og annarra að- ila ætti að vera unnt að gera vetrarorlof verkafólks - bæði eftirsóknarvert og ódýrt. | 33. flokksþing Alþýðuflokks- ins, sem haldið var um síð- ustu helgi, markaði að ýmsu leyti tímamót í sögu Alþýðu- flokksins. Þar voru flokknum sett ný lög, þar sem gerðar eru mikilvægar breytingar á æðstu stjórn flokksins. Eftir sem áður verður kjörið flokks þing æðsta stofnun flokksins. Hingað til hafa Alþýðuflokks félög og kvenfélög Alþýðu- flokksins kosið fulltrúa á flokksþing, einn fyrir hverja 30 félaga, en auk þess hefur þing Sambands ungra jafnað- armanna kosið fulltrúa á flokksþingin, einn fyrir hverja 90 félaga. Konur, sem verið hafa bæði í kvenfélagi og Alþýðuflokksfélagi, og ungt fólk, sem verið hefur bæði í flokksfélögum og félögum ungra jafnaðarmanna, liafa getað notað atkvæðisrétt sinn á báðum stöðum. Nú verður á þessu breyting. Framvegis munu félög ungra jafnaðar- manna ltjósa fulltrúa á flokks þing með sama hætti og eftir sömu reglum, einn fulltrúa fyrir hverja 30 félaga. Jafn- framt vcrða samdar kjörskrár í öllum félögum, sem kjósa á flokksþing. Geta þeir, sem eru í fleiri en einu félagi í flokknum, ákveðið sjálfir, hvar þeir neyta atkvæðisrétt- ar sins, en geta ekki vcrið á kjörskrá nema í einu félagi. Aðalafléiðing þessara breyt- inga. vtrður tvímælalaust sú, að áhrif unga fólksins í Al- þýðuflokknum á flokksþingum koma til með að stóraukast og þá væntanlega einnig á- hrif þess í flokksstjórn. Hingað til hefur flokksþing kosið flokksstjórn sem æðstu stjórn flokksins milli flokks- þinga. Áttu sæti í flokks- stjóminni 59 mennr Þar af voru 30 kosnír úr landsfjórð- ungunum fjórum, en 22 úr Reykjavík og nágrenni, og skyldu a.m.k. 3 vera búsettir utan Reykjavíkur. Auk þess áttu sæti í flokksstjórninni 7 fulltrúar, kosnir af þingi Sambands ungra jafnaðar- maniia, Þá kaus flokksþing ennfremur miðstjórn, sem í skyldu eiga sæti formaður, varaiörmaður og ritari flokks- ins cg 19 menn úr Reykja- vík og nágrenni auk 5 full- trúa, kosinna af þingi Sam- bands ungra jafnaðarmanna. Flokksstjórnin kom yfirleitt ekki saman nema einu sinni á hverju tveggja ára kjör- tímabili, þ.e.a.s. því ári, sem flokks'þing var ekki haldið. Miðstjórnin, sem samkvæmt lögunum fór með vald flokks- stjórnar milli flokksstjórnar- funda, var því raunverulega sú stofnun í flokknum, sem mótaði stefnu lians milli flokksþinga, en flokksstjórnar- menn gátu auðvitað' hvenær sem er sótt fundi í miðstjóm með fulluin réttindum. Sú skipan, sem nú hefur vcrið tekin upp varðandi æðstu stjórn flokksins, er þannig, að flokksstjórnina skipa 53 menn, kosnir af flokksþingi og þingmenn flokksins. Af hinum 53 eru 3 kosnir sérstaklega, formaður, varaformaður og ritari. Af hinum 50 skulu 30 vera kosn- ir úr hinum 8 kjördæmum landsins og vera búsettir þar, en 20 eru kosnir án búsetu- skilyrðis. Á flokksþinginu var ennfremur ákveðið, að þeir 7 fulltrúar Sambands ungra jafnaðarmanna, sem þing þeirra var búið að kjósa í flokksstjórn, skyldu taka sæli í flokksstjórninni á þessu kjörtímabili, en á næsta flokksþingi giida engar sér- reglur um kjör fulltrúa Sam- bands ungra jafnaðarmanna í ■“'mS flokksstjóm. Samkvæmt liinum nýju lög- um er engin miðstjórn kosin, heldur er gert ráð fyrir því, að flokksstjórnin komi miklu oftar saman en átt liefur sér. stað og verði raunveruleg yfirstjórn flokksins milli flokksþinga. Auðvitað er ekkl gert ráð' fyrir því, að flokks- stjórnarmenn, sem búsettir eru fjarri Reykjavík, geti komið til hvers miðstjórnarT fundar. Ráðgert er, að' hafa flokksstjórnarfundi hálfsmán- aðarlega og á fyrirfram áT kveðnum dögum, til þess að. auðvelda flokksstjórnármönnf um utan Reykjavíkur að sækja fundina. Fundur flokki stjómar telst löglegur, ' e hann er sóttur af 20 flokksj stjórnarmönnum. Þegar u mikilvæg mál er að ræði mun verffa lögð á það álierzla, að sem flestir flokksstjómar menn og helzt allir sæk; fundina. Kjarni þessara breytingíi er sá, að gert er ráð fyri1 meiri þátttöku í starfi flokksj- stjórnar og þar með æffstu stjórn flokksins af liálfú þeirra, sem búsettir eru utaö Reykjavíkur. Ætti það að skapa aukin tengsl mflli flokksins í Reykjavík og flokksstarfsins í hinum ýmsu kjördæmum. Aðalatriði þeirrar breyting- ar, sem nú hefur veriff gerff á lögum Alþýffuflokksins, eru þess vegna þau, aff annars vegar aukast áhrif unga fólks ins í Alþýðuflokknum a æffstu stjórn hans, og hinS vegar vex þátttaka fulltrúa kjördæmanna utan Reykja- víkur í æffstu stjórn flokks- ins. Hvort tveggja stefnir í rétta átt og mun eflaust veisíia flokknum og starfi hans til ctlingar. General Motors bátavélar Til söki tvecr nottðar GM bátavélar, 220 hestatla með vökvastýrðum niðuSS færslusír 4,5:1, aflúrtaki að framan m-*ð niðurfærslu 4:1, keparskrúl'mn og öxlum úr ryðfríu síáli. — Hagstæð vPrð. BJÖRN & HALLDöR H F. Síðumúla 19 \—Súni '36930* , , ; MÁNUDAGUR 26. ÖKTÓBER 1970 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.