Alþýðublaðið - 28.10.1970, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.10.1970, Blaðsíða 6
„Það voru allir meira eða minna undir áhrifum vms „Mér lízt vel á framtíðina þó á móti blási þessa stundina, því þetta kemur til með að lagast alít saman.“ □ Risið hefur upp óvenjulegt deilumál í POP-heiminum. For- saga iþess er sú, að ungur og upprennandi laga- og ttextahöf- undur, Einar Vilberg, gerði samning við Jörgen Inga Han- s-en, sem er framkvæmdastjóni Hljómskífuútgáfunnar SARAH, er hljóðaði upp á íimm ára samstarf og að ekki mætti gefa út eða spíla inn á plötu lög, sem Einar Vilberg væri höfund- ur að, nema með leyfi SARAH. Hins vegar fór svo að Einar hélt utan til London, ásamt þeim Gunnar.i Jökli og Pétri Kr.ist- jánssyni, þar sem tekin voru upp fjögur lög eftir Einar og munu tvö þeirra, „Togstreita guðs og djöfulsins" og „Wonderland of Bden“, vera væntanleg á plötu innan tíðar. Wið skulum þá ekki hafa þenn an formála Itengri heldur heyra hvað Einar hefur til málanna að leggja. — Hvað vilt þú segja um yf- áriýsingu þá sem höfð er eftir Jörgen Inga Hansen í Vísi núna Síðast liðinn laugardag? —• Ég hef ekki annað um hana að segja en að ég tel mig geta rift samningnum við SARAJH hvenær sem mér þókn ast og liggja til þess ýmsar á- stæður. — Það hefur flogið fyrir að vín hafi verið haft um hönd við undirritun samndngsms. Ex- þag rétt? — Já, við höfðum neytt víns áður en samningurinn var und- irritaður, en ekki að neinu ráði. — Þýðir það að vottar hafi einnig verið undir áhrifum víns? — Ég held að allár, sem við- staddir voru undirritun þessa samnings, .haíi verið m'eira eða minna undir áhrifum? — Telurðu þig vera að brjóta lög með því að leyfa upptöku þessara laga sem Pétur söng? — Nei! Vegn>a þiess a@ í raun inni er Jörgen Ingi Hansen bú- inn að brjóta eiít atriði í gerð- nm samningi, með því að vera ekki tilbúinn til plötuupptöku á tveggja laga plötu, sem átti sam kvæmt samningi að fara fram innan mánaðar frá undirritun samningsins, en sá mánuður er liðdnn og vel það. —■ Þú hefur iþá ekki svikið neitt eins og látið er að liggja í áðurnefn.dri grein Vísis? — Nei, ég tel mig ekki hafa svikið neitt. — Hvað ætlastu fynir þegar þú ert laus frá SARAH? —1 Ætli ég spái ekki nánar í tilboð sem ég fékk fyrir skömmu. — Er það hagstæðara en samningur þinn við SARAH? - - Já, og það töluvert miklu hagstæðara, bæði miklu styttra samningstímabil og svo hæri'i prósentutala. —> Hvað með framtíðina? — Mér lízt hún vel og tel ekki ástæðu til að vera svart- sýnn þó á móti blási þessa stund ina, því þetta kemur til með að lagast allt saman einkum þeg- ar maður hefur mann á bak við sig sem hugsar ekki eingöngu um að græða á mánni. — „EINHVER ÓVITAUNGLINGUR..." □ Vegna viðtals þess sem hér fer að ofan hafði undirritaður samband við Jörgten Inga Han- sen, og fara athugasemdir hans vi'ð þietta mál hér á eftir: „Samningur sá sem SARAH geröi við Einar Vilberg er full- komlega löglegur og í fullu gildi hvfenær sem á þarf að halda og mun ég ekki hika við •að leggja hainn fi'am máli mínu til staðfestingar ef þetta fer fyrir dómstólana“. „Það er alrangt að vín hafi verið haft um hönd áður en sa.amingúrinn var undirritaður og mun ég leiða vitni að því rnáli mínu til stuffnin.gs, hins vegasr skáluðum við öll, aff lok- ixini undirritun, fyritr ger'ðum semningi, eins og alltaf er gei-t“. „Einhver óvitaunglingur virð ist halda, samkvæmt ráðlegg- ir.gum lögfræðings, að samn- ingur okkar Einars sé ekki lög legur, en ég álít að ráðllegging- ar þessa lögfræðings byggist á vísvitandi röngum upplýsing- um sem honum voni gefnar af hinum svokallaða útgefanda Ólafi Laufdal." „Ég veit að þessi lögfræðih.g- ur Ólafs hefur aldrei séð lög- gilt erntak af samningi okkar Einars, vegna þess að öll afrit af honum eru geymd í banka- hólfi.“ „Vissulega er það skylda að hinn samningsaðilinn fái eintak af samningnum í hendui’, og það fékk Einar,, en hann týndi því og hisfur ekki farið fram á að fá annað .löggiit afrit.“ „Ög ef Ólafur Laufdal heldur að hann geti boðið Einari Vil- bei'g betri kjör heldur en ég, pop þá skjátlast honum hrapaltega því ég hef með ærinni fyrirhöfn náð mjög hagstæðum kjörúm í sambandi við alia vinnslu á þeim plötum sem út koma á vegum SARAH, og gat þess vegna boðið honum svona hag- stæð kjör“. „Annars mun mál þetta vænt anlega detta uppfyrir af sjálfu sér, þegar lögfræðingar mínir og Ólafs hafa ræðzt við, en það mun.u þeir gera núna á mið- viku<íaiginn“. Við skulum samt vona að þetta mál verði vel til lykta peitt og auðvitað. fáið þið að ífylgjast með alveg tií enda. —; QG Valgeirsson. Frú Robinson. (The Graduate) Randarísk, 105 mín. Leikstjóri: Mike Nichols. Oskarsverðiaun fyrir Jeikst.jórn. Tónlist eftir Simon & Garfunkel. Framleiðandi: Joseph E. Levine. Tónlist eftir Paul Simon, flutt af Simon & Garfunkel. Framleiðandi: United Artisls, 1368. Þegar þessi umsögn um mynd ina Frú Robinson birtist hefur hún verið sýnd í Tónabíói í 19 daga fyrir fuilu húsi, sem út. af fyrir sig ættu að vera nægileg meðmæli. Mvndin fjallar um ungan mann, Benjamin Braddoek (Dustin Hoffman), sem kemur heim að afloknu stúdentsprófi. Hann vill fá næði til að íhuga framtíðina og skoða eigin hug. Hann er ekki lengur sá ungl.ing ur, sem hann var í þessu liúsi áður, þótt fobeldrar hans hafi varla gert ser grein fyrir því, og þau boða alla vini og ná- . granna til hófs, þar sem nýstúd- entinn er sýningargripur, — stolt fjölskyldunnar. Og í öllum þeim uppgerðarhávaða og fögn- uði, sem slíkum sýningum fylg- ir, íinnur Benjamin enga fró, heldur leitar .hann upp á her- bergi sitt og lætur hugann reika. Það er hinsvegar kona í gesta hópnum, eiginkona sainstarfs- manns föður Benjamins, sem áitar sig á stöðunni, og nálgast Benjamin á óvenjlegan máta. Frú Robinson (Anne Bancroft) nánast sagt tælir Benjamin, sem á yfirborðinu er hinn lífsreyndi, sprenglærði, ungi maður, — und ir niðri reynslulaus, feiminn og hræddur við eigið reynsluleysi og feimni. Sá þáttur myndarinnar, er frú Robinson beitir Benjamin ölium hugsanlegum brögðum til að gerast elskhugi hennar, og er hann fer smátt og smátt. að öðiast nauðsynlegan hluta þrosk ans, sem hann fékk ekki í skóla, er í senn listilega útfærður og fyndinn. Astaratriði verða aidrei gróf, fyndnin aldrei yfirdrifin, íhug- 6 MIDVi'KUDAGUR 28. OKTÓBER 1970

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.