Alþýðublaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 1
 Wmmm E#$í$ Jm? \ Þingað um þeirra hag □ Nú ura helgina efna Her- ferð gegn hungri og Félag Sameinuðu þjóðanna tii ráð- stefnu í tilefni 25 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna um „þró unaraðstoð — fylgi þings og þjóðar“. Þar verður reynt að finna leiðir til að vekja og auka skilning almennings og alþingismanna á vandamálum þróunarlandanna, Starfið mun að mestu fara fram i um- ræðuhópum, sein fjaila munu nm þátt alþingis, fjárveit- ingarvalds og fjölmiðla. — Síðan mun fjallað um áróð- ur fyrir þróunaraðstoð. — Framsögumenn verða Magnús J ónsson f jármálaráðherra, Ifaraldur Ólafsson dagskrár- stjóri og Ólafur Haukur Árna- son deildarstjóri, en Emil Jónsson utanríkisráðherra mun í upphafi ráðstefnunnar flytja stutt ávarp. Seiimi dag- inn verður almennur og frjáls umræðufundur um viðfangs- efnið og er æskulýðssamtök- um stjórnmálaflokkanna boð- ið að senda fulltrúa sína þang- að til umræðna. Eins og áður er getið fer ráðstefna þessi fram í Nor- ræna húsinu og stendur kl. 14—18 háða dagana þ.e. í dag og á morgun. — Ráð- stefnan er öllum opin og er fólk hvatt til að fjölmenna og taka þátt í umræðum um þýð- ingarmikið mál. Sérstaklega cru þátttakendur í hungur- vökum HGH kvattir til að koma. — Myndin er frá Flótta mannastofnun S.Þ. — □ Miðstjórn Alþýðusambands íslands samþykkti á fundi sínum i gær ályktun, þar sem segir, að miðstjómin líti svo á, að þátt- töku Alþýðusamhandsins í við- ræðum fulltrúa launþegasamtak- aniu, atvinnurekenda, bænda og ríkisstjómarinnar um verðbólgu- vandann, sem hófust í liaust, sé nú lokið. í ályktun miðstjómar ASÍ seg- ir. að þar sem ekki hafi af liálfu rikisstjómarinnar reynst fáan- legar neinar yfirlýsingar, sem fullnægðu þeim skilyrðum, sem sett voru fram í I. lið samþykkt- ar miðstjómar frá 11. október s.l., líti miðstjómin svo á, að við- ræðum Alþýðusambandsins og ríkisstjómarinnar sé lokið. í umræddum I. lið samþykkt- ar miðstjómar ASÍ segir, að ekki komi til greina nein skerðing á kjarasamningum verkalýðsfélag- ENGIN SÍLD □ í fyrrinótt og í gær var eng- in síldveiði fyrir Suðurlandi. í , , 1 gær voru mu sildveiðiskip í höfn í Vestmannaeyjum, en stormur var þá austur með landinu sunn- anverðu. í fyrrinótt var reynd- ar skaplegt veður á síldarmiðun- um en lítið að hafa. Engin sild barst til Vestmamiaeyja eða Þor- lákshafnar í gær. — anna og að það sé grundvallar- skilyrði fyrir hugsanlegu fram- haldi viðræðna uin efnahagsmál; við ríkisstjórnina og viimuveit- endur, að því sé lýst yfir, að ekki; verði beitt lögþvingunum í einu eða neinu formi til að breyta kjarasamningum frá 19. júní íl sumar og síðar, hvorki varðandi! greiðslur verölagsbóta á laun nél í öðrum atriðum. — Það er ekki bess virði O Við könnun, sem banda- riska utanríkisráðuneytiö gerði í sumar kom í ljós, að livorki meira né minna en 556 banda- rískir ríkisborgarar sátu í er- lendum fangelsum vegna til- rauna til að smygla eiturlyfj- um úr landi. Flestir voru þeir í Mexíkó, 182 talsins, en 58 sátu fangelsaðir á Spáni, 32 í Frakk- landi, 27 í Svíþjóð, 12 I Líban- on og 11 í Marokkó. í ísrael voru 12. Stór hluti þessa fólks eru unglingar, sem á skemmtiferð- um til Miðjarðarhafsbotns hafa fallið i þá freistni að kaupa sér smá skammt af þessu auðfáan- lega og ódýra efni, liashis. Ef til vill til að prófa það, aðrir til að selja með smáhagnaði, kannski til að borga kostnáð- inn af ferðinni. En við landa- mærin bíður gildra, og þáð eru fleiri, sem falla í hana en þeir sem sleppa í gegn. Því lögreglu- liðið, sem vinnur að þessum málum, er þjálfaðra og klókara en unglingar hyggja í einfeldni sinni. Og ef þú ert staddur á götu á Beirut með pakka af hashsis undir hendmni og mað- ur víknr sér að þér og biður þig að selja sér smá skammt, þá eru 90% líkur á að hann sé útsendari lögreglunnar, og þú verðir handtekinn jafnskjótt og kaupin hafa farið fram. Og það yrðu engar höfðingjamót- tökur, sem þú fengir. Kunnur körfuknattleiks- kappi, Ronald Emmons, fannst með tvö kíló af hashi í Istan- bul. Hann fékk fimm ára fangelsisdóm, og að sögn kunn- ugra eru tyrknesk fangelsi ekki ákjósanlegasti staðurinn til að eyða fimm árum í. 21 árs gamall Kanadapiltur, Max Belsen, féll i yfirlið þegar dómur var kveðinn upp yfir hon um í London, fyrir að liafa átt hashis í fórum sínum. Dóm- urinn hljóðaði upp á 10 ára fangelsisvist. Bandariskur unglingur á ferð á Spáni var beðinn að útvega smáræði, hann var handtekinn og dæmdur fyrir að dreifa eit- urlyfjum, og hlaut lágmarks- dcm; 6 ár og einn dag. Ung hjón, 21 árs gömul, sem voru að eyða hveitibrauðsdög- uuum komu við á Spáni á heim leið frá Tangier. Þau höfðu á- kvcðið að hafa með sér rúmt 1 Framhald á bls. 5. * Lína langsokkur stígur aft ur fram á fjalirnar suöur í Kópavogi á morgun kl. 15. — Leikritið liefur þegar verið sýnt fin?,mtíu siimum við af- bragðs aðsókn. Sýningarnar eru í Kópavogsbíói. . HÆ, GAMAN! □ Þrettánda siglingamála- ráðstefna Alþjóðlegu Verka- málaráðstofnunarinnar sam- þykkti í gær ályktun, sem fól nieðal annars í sér; 1) að auð- velda þyrfti sjómönnum að hafa eiginkonurnar um borð, 2) að ísskápar skuli vera í hvtrjum lúkar og 3) að sund- laug sé æskileg um borð. LAUGAHjAGUR 31. OKTÓBER 1970 — 51. ÁRG. — 245. TBL.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.