Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 Heimildir innan lögreglunnar herma að þeir þrír sem helst liggja undir grun um að vera valdir að hvarfi Valgeirs Víðissonar séu stórhættulegir. Kenningin sem helst er unnið út frá snýst um deilur vegna fýrirætlana um umfangsmikið smygl af amfetamíni frá Hollandi. Síðustu daga hefur líksins verið leitað í Krýsuvík. Opinberlega segist Rannsóknarlögreglan ennþá standa ráðþrota og ekkert nýtt hafi gerst í málinu. einum manm Sá, sem helst er grunaður um að hafa verið valdur að hvarfi Valgeirs Víðissonar, er talinn hafa fjármagnað að einhverju leyti kaup á miklu magni af amfetamíni sem smygla átti frá Hollandi. Það átti að vera hlutverk Valgeirs, en sá grunaði sakaði hann um svik eftir að fyrirætlanirnar fóru að mestu leyti út um þúfur og hót- aði honum lífláti. Deilurnar vegna þessa máls eru taldar líklegasti lykillinn að lausninni á hvarfi Valgeirs. Mennirnir þrír, sem helst eru grunaðir um að hafa verið valdir að avarfi Valgeirs Víðissonar, hafa allir komið ítrekað við sögu fíkni- efnalögreglunnar. Allir eru þeir álitnir stórhættulegir og visir til alls. í fíkniefnaheimi Reykjavíkur ganga margar sögur um hvarfið og í sam- tölum við þá, sem þekkja þar vel til, bera nöfn þessara þriggja oft á góma, sérstaklega eins þeirra. Rétt er að taka fram að enginn þeirra hefur réttarstöðu grunaðs manns og því liggur enginn formlega und- ir grun. „Ég hef lengi haft ákveðinn mann grunaðan og það er sami maður og liggur undir grun Rann- sóknarlögreglunnar," sagði Víðir Valgeirsson faðir Valgeirs, í sam- tali við MORGUNPÓSTINN í gær. Sá, sem um ræðir, hefur í talsverðan tíma verið undir smásjá lögregl- unnar. Heimildarmenn blaðsins innan lögreglunnar staðfesta þetta. Samkvæmt sömu heimildum hefur líksins verið leitað í Krýsuvík und- anfarna daga. Hvarfið talið tengjast misheppnuðu smygli á amfetamíni Frá upphafi hefur skýringa á hvarfinu einkum verið leitað í fyrir- ætlunum um stórfelldan innflutn- ing á amfetamíni mánuðina áður en Valgeir hvarf og hann átti aðild að. Hefur lögreglunni orðið talsvert ágengt við að upplýsa það mál og miklar líkur taldar á að deilur, sem spruttu upp vegna þess að Valgeir var sakaður um að hafa klúðrað smyglinu, sé lykillinn að því hvað varð um Valgeir. Vitað er að Valgeir fór til Hol- lands í lok nóvember á síðasta ári í því skyni að kaupa talsvert magn af fíkniefnum, aðallega amfetamín. Talað er um eitt til eitt og hálft kíló í því sambandi. Lögreglan telur að grunaði hafi fjármagnað kaupin að einhverju leyti. Valgeir kom hins vegar tómhentur heim og eftir það hafði grunaði í hótunum við hann. Sagt er að Valgeir hafi haldið því fram að hann hefði verið rændur. En lögreglan hefur vitneskju um að hann skuldaði fíkniefnasölum í Hollandi háar fjárhæðir og ekki er talið útilokað að þeir hafi einfald- lega látið hann hafa mun minna af fíkniefnum en til stóð og tekið megnið af peningunum upp í skuld. Síðar í desember fór Valgeir aðra ferð og fékk þá konu til að vera svo- kallað burðardýr til að flytja inn 267 jrömm af amfetamíni en hún náð- ist við komuna til landsins. Hluti bess efnis var keypt í fyrstu ferðinni og falið í Hollandi. Konan var dæmd fýrir sinn þátt í málinu en af skiljanlegum ástæðum hefur ekki verið hægt að birta Valgeiri ákær- una. Þar sem Valgeir var kominn í skuld við erlendu fíkniefnasalana og skilaði ekki öllu því magni af amfetamíni sem talað var um til þeirra sem höfðu fjármagnað ferðir hans var hann kominn í veruleg vandræði. Á þessu ári fór hann svo tvær ferðir enn til Hollands til að bjarga málunum en ekki fengust upplýsingar um hvort hann hafi smyglað einhverjum fíkniefnum með sér þá. Þegar ekki rættist úr málunum er grunaði sagður hafa hótað Valgeiri lífláti. Böndin hafa því borist að honum við rannsókn hvarfsins. Hótaði Valgeiri lífláti Grunaði reyndist hafa undir höndum minnisbók Valgeirs, svo- nefnt Filofax, og þegar hann skilaði henni til föður hans vantaði nokkr- ar blaðsíður í hana. Grunaði hefur enga trúverðuga skýringu getað gefið á því hvers vegna hann hafði bókina undir höndum né heldur á því hvers vegna blaðsíðurnar vant- aði, eftir því sem næst verður kom- ist. Þá er lögreglunni kunnugt um að hann hafi hótað kunningjum Valgeirs eftir hvarfið. Fleiri atriði gera þennan mann grunsamlegan. Þegar kunningjar Valgeirs fóru að grennslast fyrir um hann höfðu þeir meðal annars sam- band við grunaða. Einn þeirra mun hafa fengið það svar að „Valli myndi aldrei finnast fremur en Geirfinnur". Lögreglumaður, sem rætt var við, segir að grunaði hafi verið mjög voldugur í fíkninefnaheimin- um. Hann hafi haft mjög góð sam- bönd í Hollandi og stjórnað inn- flutningi á amfetamíni til landsins um tíma. En hann hafi smám sam- an misst tökin vegna þess hve margar ferðir sem hann fjármagn- aði og stjórnaði hafa farið út urn þúfúr. Þessar misheppnuðu fýrir- ætlanir um að flytja inn að minnsta kosti eitt kíló af amfetamíni hafi átti sinn þátt í því. Sú atburðarás var flókin en það sem á undan er sagt er það sem rannsóknin snýst fýrst og fremst um, eftir því sem heimildir innan lögreglunnar herma. Haft var í hótunum við Valgeir og hann sakaður um að hafa klúðrað málinu og svikið þá sem lögðu fram fjár- magn. Margir töpuðu peningum og ásakanir nm svik voru gagnkvæm- ar. í þeim deilum var ofbeldi beitt oftar en einu sinni, samkvæmt ábyggilegum heimildum. Góðvinur þess grunaða flæktist inn í þær deil- ur og er hann jafnframt einn af þeim þremur sem helst hafa verið undir smásjá lögreglunnar. Sagt er að hann hafi verið barinn illa og viljað hefna sin. Það eru því ýmsar vísbendingar sem gefa lögreglunni ástæðu til að fýlgjast vel með grunaða. Enn sem komið er hefur lögreglan þó ekki getað sýnt fram á nógu sterkar líkur til að geta farið fram á að hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Heimildarmenn í fíkniefnaheimin- um segja að hann hafi að minnsta kosti verið yfirheyrður fjórum sinnum, nokkra klukkutíma í hvert sinn. Grunaði var á leiðinni til Austur- landa til langdvalar í ágúst en frest- aði ferðinni sem standa mun fýrir dyrum innan skamms. Eftir því sem næst verður komist hefur lög- reglan þó ekkert í höndunum til að koma í veg fyrir utanferðina með farbanni. Úr Valgeirs fannst hjá þekktum fíkniefnasala Sá þriðji, sem er sérstaklega inni í myndinni hjá RLR sem grunaður, hefur í fórurn sínum armbandsúr Valgeirs, uppstoppaðan rostungs- haus og fleiri hluti. Hann hefur gef- ið þær skýringar við yfirheyrslur að honum hafi áskotnast þeir gegn greiða við Valgeir. Lögreglunni hef- ur ekki tekist að hrekja þann vitnis- burð, eftir því sem næst verður komist. Einn lögreglumaður segir að hann hafi státað sig af því að hafa fundið Valgeir látinn í Elliða- árdalnum og látið líkið hverfa. Þá er hann sagður hafa dreift þeirri sögu að Björn Halldórsson, fyrr- verandi yfirmaður fíkniefnadeild- arinnar, hafi drepið Valgeir eftir að hann hafi hótað konu Björns og fjölskyldu. Hann hefur verið um- svifamikill fíkniefnasali og lögregl- an telur hann stefna að því að stjórna sölu á amfetamíni í Reykja- vík. Hann er sagður stórhættulegur og svífast einskis til að ná mark- miðum sínum. Þá sé hann óút- reiknanlegur og fíkniefnlögregl- unni hafi reynst erfitt að sanna um- svif hans við fíkniefnasöluna. Ástæðan er meðal annars sögð vera sú að hann sé mjög séður og noti öruggt sölukerfi sem sé síbreytilegt nánast frá degi til dags. Þótt þessi fíkniefnasali sé ekki sá sem helst er grunaður er ekki búið að útiloka aðild hans að hvarfi Val- geirs. Fleiri óvildar- menn Valgeirs ekki útilokaðir Ekki er vitað hvort Valgeir og fíkniefnasalinn áttu í útistöðum en hann átti sér fleiri óvildarmenn. Þekktur maður í fíkninefna- heiminum, sem dæmdur hefúr ver- ið fýrir manndráp, afhenti Valgeiri töluvert magn af amfetamíni í því skyni að fá hann til að selja það. Við yfirheyrslur mun hafa komið fram að Valgeir hafi drýgt það til helm- inga og skilað því aftur; með öðrum orðum stolið helmingnum. Þetta komst upp og vakti Valgeir bæði reiði þess sem hann á að hafa svikið og eins kaupendur hans og sinna eigin, því hann blandaði efnið meira en fíkniefnaneytendur sætta sig við. Framan af var þessi maður í hópi þeirra grunuðu en hann hefur að sögn, fjarvistarsönnun kvöldið sem Valgeir hvarf. Enn einn sem lögreglan hefur fýlgst náið með tengist ekki beint þeim mönnum sem helst eru grun- aðir. En ferill hans er slíkur að ástæða hefur þótt til að fylgjast með honum. Lengi hafa gengið sögur um að hann hafi drepið ákveðinn mann fýrir nokkrum árum. Hann á að hafa barið þann sem lést til óbóta en ekki hafi tekist að sanna að áverkarnir hafi leitt til dauða mannsins. Þá ganga sögur um að hann hafi fleiri mannslíf á samvisk- unni, meðal annars gefið sprautu- fíkli dauðaskammt af eiturlýfjum af ásettu ráði og komist upp með það. Sambýlingar Valgeirs, karl og kona, lágu framan af undir grun vegna þess að þau voru staðin að því að segja lögreglunni ekki satt frá. Nú mun hins vegar vera búið að útiloka aðild þeirra. Ein kenningin er á þá leið að er- lendu fíkniefnasalarnir, sem Val- geir skuldaði peninga, hafi gert mann út af örkinni en heimildar- maður innan lögreglunnar segir að það hafi verið kannað og ekkert hafi komið út úr því. Til dæmis hafi ekki orðið vart grunsamlegra ferða manna hingað til lands. Enn hefur þessi möguleiki ekki alveg verð úti- íokaður en þykir langsóttur. Líksins leitað í Krýsuvík Frétt MORGUNPÓSTSINS á mánudaginn um að RLR hafi leitað líks Valgeirs á Esjubergssvæðinu er rétt. Heimildir þar um eru mjög traustar og ástæðulaust að rengja. Nú hefur leitin hins vegar færst yfir í Krýsuvík, samkvæmt sömu heim- ildarmönnum. Um síðustu helgi á að hafa farið fram umfangsmikil leit þar, auk þess sem leitað hafi verið í og við Kleifarvatn og fleiri vötn í nágrenninu. Lögreglunni hefur verð greint frá því að sá, sem helst er grunaður, hafi talað um að besta leiðin til að losa sig við lík væri að sökkva því í Kleifarvatn með því að festa steina við fæturna og stinga gat á magann til að koma í veg fyrir gasmyndun þannig að það fljóti ekki upp á yfir- borðið. Þetta hefúr MORGUNPÓST- URINN meðal annars eftir heimild- um í fíkniefnaheiminum. Þá hefur blaðið staðfestar heim- ildir fyrir því að hafnir á Reykjavík- urvíkursvæðinu hafi verið slæddar en sporhundar röktu slóð Valgeirs að hafnarbakkanum í Sundahöfn. Það var hins vegar ekki fýrr en þremur vikum eftir hvarfið og talið hæpið að hægt sé að rekja svo gamla slóð. Rannsóknarlögreglan segist ekki vera neinu nær Allt það sem sagt hefur verið hér á undan fékkst staðfest hjá heimild- armönnum innan lögreglunnar nema annars sé sérstaklega getið. Blaðið hefur enga ástæðu til að rengja orð þeirra. Heimildirnar koma úr ýmsum áttum en í öllum tilvikum frá fleiri en einum aðila sem þekkja vel til gangs mála. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, kallaði hins vegar frétt MORGUNPÓSTSINS á mánudaginn „makalausa" í samtali við blaðið í gær. Og samkvæmt venju RLR neitaði hann að stað- festa það sem borið var undir hann. Hann sagði RLR ekki hafa kallað neinn til yfirheyrslu vegna málsins, einungis hafi verið talað óformlega við marga og engin leit hafi farið fram, hvorki á Esjubergssvæðinu né í Krýsuvík. Þá fullyrti hann að eng- inn væri grunaður um að hafa myrt Valgeir og ekki væri sérstaklega fylgst með neinum. Rannsóknar- lögreglan stæði ráðþrota og engin lausn væri annarri líklegri. í ljósi þessa er rétt að ítreka að MORGUNPÓSTURINN hefur enga ástæðu til að rengja heimildarmenn sína við vinnslu fréttarinnar. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.