Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 8
8 MORGUNPOSTURINN FRETTIR FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 Dían Valur Dentcev Hefur verið í hungurverkfalli í tíu daga og hyggst halda því áfram fram í rauðan dauðann fái hann ekki svar frá dómsmálaráðuneytinu. Hungurverkfallið heldur áfram „Fjöldi íslenskra Qölskyldna aðétastupp innan frá“ segirDían Valur Dentchev. Islenski llúlgarinn Dían Valur Dentchev heldur enn áfram hung- urverkfalli sínu en hann hefur að- eins drukkið vatn undanfarna tíu daga. „Ég hef ekkert svar fengið við er- indi mínu til dómsmálaráðuneytis- ins en þar fer ég fram á að lögum verði fylgt og barnsmóðir mín verði svipt forræði yfir drengnum okkar þangað til forræðisdeilan hefur ver- ið til lykta leidd fyrir dómstólum," segir hann. „Ég hef áhyggjur af heilsufari sonar okkar því ég tel að eins og kringumstæður móður hans eru í dag sé henni ekki treyst- andi sem foreldri. Hún er að eyði- leggja drenginn. Það verður að skera úr um hver á að hafa forræðið og við verðum að lúta því og virða rétt drengsins.“ Dían segir að sér finnist eins og fólk átti sig ekki á að hann standi ekki einn í þessari baráttu. „Það er fjöldi manna sem eru sviknir um umgengnisrétt sinn og það gerir það að verkum að þeir geta ekki unnið og lifað eðlilegu lífi,“ segir hann. „Þetta ástand er að éta fjölda íslenskra fjölskyidna innan frá og ég held að fjölskyldan sé í hættu sem hornsteinn þjóðfélagsins á Is- landi. Ástandið er miklu alvarlegra heldur en flestir gera sér grein fyrir og helstu fórnarlömb þess eru börnin. Eðlilegt fjölskyldulíf er undirstaða þess að skapa heilbrigða . einstaklinga og ég óttast að í fram- tíðinni eigi eftir að koma í ljós fjöldi félagslegra skaddaðra ein- staklinga sem eru fórnarlömb þessa ómanneskjulega kerfis.“ Hungurverkfallið hefur enn ekki haft mikil áhrif á heilsufar Díans og hann hefur ekki lést að neinu marki sem komið er. Hann telur að það sé vegna þess að líkami hans hafi gengið í gegnum hungurverkfall áður og sé því vanur að vera án nokkurrar fæðu. Dían segist vera ákveðinn í að halda hungurverk- fallinu fram í rauðan dauðann ef hann fái engin viðbrögð frá dóms- málaráðuneytinu. Hart barist um stöðu nýs ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu Guðmundur og BJöm einir taldir koma til areina Sex umsækjendur höfðu skilað inn umsóknum um stöðu ráðuneyt- isstjóra í landbúnaðarráðuneytinu þegar umsóknarfrestur rann út. Sem kunnugt er þá iætur Svein- björn Dagfinsson, núverandi ráðuneytissjóri, af störfum 1. nóv- ember næstkomandi. Meðal um- sækjenda eru þeir Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri og Björn Sigurbjörnsson sem um langt skeið var forstjóri Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins. Björn hefur undanfarið starfað erlendis, hjá Alþjóðlegu kjarnorkumálastofn- unni í Vín. Þess má geta að einn hinna umsækjendanna er Hregg- viður Jónsson fyrrverandi þing- maður Borgaraflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins. Nöfn umsækj- enda verða ekki gerð opinber fyrr en í næstu viku en líklegt er talið að fleiri af starfsmönnum ráðuneytis- ins hafi sótt um. Fullvíst er talið að baráttan standi fyrst og fremst á milli þeirra Guð- mundar og Björns en Guðmundur hefur á löngum köflum gengið í störf ráðuneytisstjóra vegna veik- inda Sveinbjörns. Samkvæmt heim- ildum úr ráðuneytinu sækir Svein- björn það nokkuð fast að Björn verði eftirmaður hans. Það er að sjálfsögðu ráðherra, Halldór Blön- dal, sem ræður í starfið en gert er ráð fyrir að ráðleggingar ráðuneytis- stjórans fyrrverandi ráði nokkru. Ekki er um það að ræða að gerður verði starfslokasamningur við Sveinbjörn heldur mun hann færast í annað starf og rólegra í ráðuneyt- inu, allt að eigin ósk. Eftir því sem komist verður næst er ætlunin að hann færist í starf skrifstofustjóra og Sveinbjörn Dagfinnsson: Færist í stöðu skrifstofu- stjóra. Guðmundur Sigþórsson: Sækir það fast að fá starfið sem hann hefur gegnt í afleys- ingum. mun Sveinbjörn meðal annars hafa umsjón með Jarðasjóði en hann starfaði þar á fyrstu árum sínum í ráðuneytinu. Þar hefúr verið starfs- Jóhann G. Bergþórsson forstjóri Hagvirkis-Kletts. „Ég reikna með því að þegar upp verður staðið þurfi Hafnarfjarðarbær ekki að afskrifa neitt." Hagvirki-Klettur á leið í gjaldþrot Jóhann G. óhress með sýslumann og segirað hann hafi veríð ófáan- legur til samninga þrátt fyrir að veruleg innborgun hafi verið boðin. I dag verður óskað eftir því við Héraðsdóm Hafnarfjarðar að Verk- takafyrirtækið Hagvirki-Klettur verði tekið til gjaldþrotaskipta. Hagvirki-Klettur var innsiglað síðastliðinn þriðjudag vegna van- goldinna opinberra gjalda. Fyrir- tækið skuldar milli 30 og 40 milljón- ir í vörsluskatta, aðallega stað- greiðslu og virðisaukaskatt. Eftir að sýslumaðurinn í Hafnarfirði hafn- aði því að greitt yrði inn á skuldina, á þeim forsendum að fyrirtækið hefði þegar fengið nægan frest, ákvað stjórn Hagvirkis-Kletts síð- degis í gær að óska eftir gjaldþrota- skiptum. Fyrirtækið hefúr urn skeið átt í töluverðum rekstrarörðugleikum en Jóhann G. Bergþórsson, for- stjóri þess, segir þó að þessi örlög komi á óvart. „Já, það verður að segjast eins og er að þetta kemur nokkuð á óvart. Það voru væntingar um að fá vinnu við Hvalfjarðargöng og ýmislegt annað sem er í farvatninu um þessar mundir. En sýslumaður var ófáan- legur til að semja um greiðslur. Við buðumst til að greiða verulegar upphæðir upp í vanskil en hann gekk ekki að því.“ í úttekt Löggiltra endurskoð- enda hf. á fjárhagsstöðu Hafnar- Qarðar var talað um að það gæti komið til þess að bærinn þyrfti að afskrifa hátt í 30 milljóna króna skuld Hagvirkis-Kletts. Verður það tilfellið? „Sú tala var reyndar ekki rétt vegna þess að í hana vantaði geymslufjárreikninga, verkreikn- inga og inneignir. Þannig að ég reikna með því að þegar upp verður staðið þurfi Hafnarfjarðarbær ekki að afskrifa neitt.“ Hvað er útlit fyrir að gjaldþrot fyrirtækisins hljóði upp á mikið? „Það er ómögulegt að segja. Það er erfitt að meta ntarkaðsvirði eigna. Eignir sem voru á 300 milljónir samkvæmt brunabótamati hafa far- ið á 60 milljónir í nauðasamning- um. Vélapakki sem var metinn á 120 milljónir fór á rúmlega 20 milljónir. Þetta er spurning um tímasetningar og bráðlæti þeirra sem vilja slátrun." Hvað missa margir vinnuna? „Starfsmannafjöldinn er nú orð- inn innan við 50 og starfslok þeirra flestra voru miðuð við verklok 1. nóvember. Það eru 24 sem í raun og veru missa vinnuna.“ Er inni í myndinni að stofna nýtt fyrirtæki um reksturinn? „Nei, ég er búinn að fá mig full- saddan af glímunni við þetta appar- at sem vill ekki eitthvað sem ekki passar inn í batteríið." Nú breyttir þú nafni Hagvirkis hf. í Fórnarlantbið hf. þegar það fyrirtæki fór í þrot. Megum við eiga von á því að Hagvirki-Klettur hf. verði endurskírt Píslarvottur hf. eða eitthvað í þá veru? „Nei, þetta er fullreynt. En ég er ekki búinn að segja mitt síðasta orð.“ -jk Björn Sigur- Hreggviður björnsson: Nýt- Jónsson: Sækir ur stuðnings um stöðu ráðu- fyrrverandi neytisstjóra í ráðuneytis- landbúnaðar- stjóra. ráðuneytinu. maður í hálfú starfi sem gert er ráð fyrir að hætti á næsta ári. Sveinbirni munu ætluð fleiri verkefni enda gert ráð fyrir að hann verði í fullu starfi. Þessi tilhögun hefúr mælst mis- jafnlega fyrir meðal starfsmanna í ráðuneytinu og hafa margir efa- semdir urn að það sé heppileg til- högun að hafa fýrrverandi ráðu- neytisstjóra áfram við störf í ráðu- neytinu. Telja rnenn að það skapi hættu á togstreitu milli manna og óvissu við ákvarðanatöku. Eins og áður sagði þá er ekki ætl- unin að gera starfslokasamning við Sveinbjörn heldur er um að ræða breytingu á starfssviði hans. Hann verður því áfram í fullu starfi en samkvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS færast kjör hans ffá kjör- um ráðuneytisstjóra í launakjör skrifstofustjóra. Þar sem Sveinbjörn er 67 ára þá getur hann unnið í þrjú ár enn hjá ráðuneytinu sem hækka lífeyrisgreiðslur hans um 6 prósent, eða 2 prósent á ári. -SMJ Ekki sér fyrir endann á deilum íbúanna í Breiðabliki Sáltasemjaramir ósammála innbyrðis Deilur íbúanna í fjölbýlishúsinu við Efstaleiti 10-14, sem gengur jafnan undir nafninu Breiðablik, virðast engan endi ætla að taka. Til- raunir til að leita sátta fóru út um þúfur og eins og staðan er í dag er útlit fyrir áframhaldandi mála- rekstur fyrir dómstólum. Þessi deila hefur vakið meiri athygli en ella vegna þess að húsið var byggt af hópi efnaðs og þjóðþekkts fólks sem farið er að reskjast og er allt hið giæsilegasta. Hugmyndin var sú að njóta ellinnar í friði og ró í góðum félagsskap. Forsaga deilnanna er sú að einn íbúanna í húsinu, Bent Scheving Thorsteinsson, sætti sig ekki við það sem hann kallar bjórstofu á jarðhæðinni, gegnt íbúð hans. Bent hefur sagt ölklíku hafa tekið völdin í setustofunni sem sitji að sumbli öll kvöld. Fyrir því standi klíka sem hafi öll völd í húsfélaginu. Hann hefur á móti verið sakaður um að striplast á göngunum í „ósiðsamri" sundskýlu. Svona hafa brigslin gengið á milli alllengi. Inn í þetta blandast mál sem Bent og tveir aðr- ir íbúar í húsinu höfðuðu fýrir hér- aðsdómi til að koma í veg fyrir að hluti sameignar yrði seldur sem var vilji meirihluta íbúanna. Dómur féll Bent og félögum í hag en hinir íbúarnir áfrýjuðu niðurstöðunni til Hæstaréttar. Þá hafa verið reistir veggir milli ölstofunnar og inn- gangsins í íbúð Bents sem telur að verið sé að girða sig af. Það mál er nú til umfjöllunar hjá borgarverk- fræðingi. Af samtölum við íbúa í húsinu má ráða að líklegt sé að sú deila endi einnig fyrir dómstólum. Á aðalfundi húsfélagsins í vor var samþykkt að fá tvo íbúa sem ekki hafa tengst þessum deilum beint til að leita sáttaleiða. Til þess verks voru valdir Árni Gestsson í Glob- us og Vilhjálmur Árnason, hæsta- réttarlögmaður. Héldu þeir nokkra fundi með deiluaðilum en tilraunin mistókst vegna þess að Árni og Vil- hjálmur voru ósammála um hvern- ig leysa bæri málið. „Já, það var áherslumunur hjá okkur sáttasemjurunum,“ sagði Árni í samtali við MORG- UNPÓSTINN í gær. Síðasti fundur þeirra var haldinn í júlí en síðan hefur allt verið stál í stál. Árni sagði loft vera lævi blandið í húsinu vegna deilnanna. Komið hefur upp sú hugmynd að fá hlutlausa menn sem ekki búa í Breiðabliki til að gera úrslitatilraun til að ná sáttum og sagðist hann telja það koma til greina. Bent mun vera hlynntur slíkri lausn. -SG Tveir íbúar í Breiðabliki reyndu árangurslaust að ná sáttum í deilum Bents Schevings Thorsteinssonar við þá, sem hann segir mynda öl- klíku í setustofunni, en án órangurs.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.