Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Sakar lögregluþjón um að leggja sig í einelti Yfirlögregluþjónn vísar því á bug Hefiir lengi hafthom í síðu mér segir Hallgrímur Elísson sem sektaður var fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu sem hann full- yrðirað sé alrangt Þann 5. desember á síðasta ári var Hallgrímur Elísson á leið heim til sín akandi. Þegar hann steig út úr bílnum fyrir utan heimili sitt stöðvuðu hann tveir lögregluþjónar sem höíðu fylgt honum eftir á ómerktum bíl. Gáfu þeir Hallgrími að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu á horni Begstaða- strætis og Skólavörðustígs. Hann full- yrðir hins vegar að hafa stöðvað heila bíllengd frá stöðvunarskyldumerkinu. Annar lögregluþjónanna er Ámi Ing- ólfsson, sem Hallgrímur fullyrðir að sé í nöp við sig en þeir eru ffændur og sveitungar. SegirÁrna njóta þess að sýna vald sitt Lögregluþjónarnir hurfii á braut eftir að hafa tilkynnt Hallgrími um brot hans. „Ég áttaði mig á því að það þýddi ekkert fyrir mig að rífa kjaft því ég var einn en þeir tveir til vitnis,“ sagði Hall- grímur í samtali við MORGUNPÓSTINN. En þá strax segist hann hafa gert sér ferð á lögreglustöðina við Hverfisgötu og lagt ffam kvörtun vegna ffamkomu Árna og félaga hans. Þar með taldi hann að málið væri úr sögunni. Skömmu síðar fékk Hallgrímur hins vegar sendan gíróseðil til innheimtu sektarinnar sem hljóðaði upp á 7.500 krónur. Þá fór hann aftur á lögreglu- stöðina til að gefa skýrslu og lagði þar með fram formlega kvörtun. I lok hennar vænir Hallgrímur Árna um ein- elti: „Annar lögreglumannanna er ffændi minn, Ámi Ölafsson, en hann hefúr lengi haft horn í síðu mér og tel ég að þetta mál sé sprottið af persónulegri óvild hans í minn garð en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni kærir mig.“ Hallgrímur segir að lögreglumaður sem hann ræddi við á lögreglustöðinni hafi hvatt hann til að gefa skýrsluna vegna þessa atburðar og nú hélt hann að málinu væri endanlega lokið. En í febrúar fékk hann kvaðningu þar sem þess er óskað að hann mæti í sektarinnheimtu á lögreglustöðina. „Ég fór enn einu sinni á lögreglustöðina og spurði stúlku í afgreiðslunni hverju þetta sætti. Hún sagði að um mistök væri að ræða hjá embættinu. Ég sinnti því ekki kvaðningunni. í byrjun ágúst var svo haft samband við mig og mér gert að mæta fyrir héraðsdóm 1. sept- ember. Þá hafði ég samband við lög- ffæðing sem ráðlagði mér að greiða sektina þar sm ég gæti ekki sýnt ffam á að ég hefði virt stöðvunarskylduna og ef dæmt yrði í málinu færi það inn á saka- skrá. Það varð þvi úr að ég féllst á dóms- sátt.“ Hvers vegtia sérðu ástæðu til að vekja athygli jjölmiðla á þessu máli? „Það er oft skrifað illa um lögregluna en þetta eru bara örfáir menn innan hennar sem hegða sér svona.“ Viltu þá sjá Árna Ólafssoti sviptan einkennisbúningnutn? „Ég vil að minnsta kosti að hann fari að vinna störf sín eins og maður. Ég get ekki borið virðingu fyrir lögreglunni þegar svona tuddar starfa innan henn- ar.“ Hallgrímur segist hafa þá eina skýr- ingu á meintu einelti að Ámi sé „vald- gráðugur hrokagikkur", sem hafi lengi verið illa við hann. „Ég er gamall alki en er óvirkur í dag. Árni hafði oft afskipti af mér og virðist njóta þess að sýna vald sitt fólki, sem hann telur ekki merki- legt.“ Haft var samband við annan mann sem tók undir orð HaUgríms en vildi ekki koma fram undir nafhi opinber- lega. Þegar sá maður var spurður hvort hann teldi að Ámi hefði misbeitt valdi sínu gagnvart honum var svarið: „Já, ég get tekið undir það. í krafti búnings- ins hefúr hann farið yfir mörkin.“ Yfirlögreglu-. þjónn segirAma til fyrirmyndar Þessar alvarlegu ásakanir voru bornar undir Árna en hann neitaði alfarið að tjá sig um þær. „Ég er bund- inn þagnareið og hef ekki heintild til að tjá mig opin- berlega um störf mín hjá lögreglunni, hvorki fyrr né nú.“ Guðmundur Guðjóns- son, yfirlögregluþjónn, vísaði ásökunum Hall- gríms algerlega á bug þegar samband var haff við hann. „Ég kynnti mér gögnin rækilega og störf þessara lögreglumanna á þessum tíma. Eftir það tel ég þessar ásakanir fráleitar því í um- rætt sinn vom þeir í því verkefrii að fylgjast með ökumönnum á óein- kenndum bíl lögreglunnar og það voru fleiri sektaðir, meðal annars fyrir sams konar brot á svipuðum slóðum og svipuðum tíma. Eftir að ökumanninum hafði verið sent sektarboð vegna umrædds brots mætti hann á lögreglustöð- ina og þar kom hann að þeim athugasemdum sín- um að málið væri sprottið af persónulegri óvild. Tek- in var skýrsla af Árna vegna kvörtunarinnar en það var engin ástæða til að aðhafast nokkuð frekar í málinu.“ Guðmundur segir Árna hafa verið farsælan í starfi. „Ég hef tvisvar kallað Árna til mín og í bæði skiptin til að veita honum viður- kenningar fyrir vel unnin störf. Eg hef ekki kynnst því að hann leggi menn í einelti." Fyrir nokkrum árum var Árni leystur ffá störfúm tímabundið eftir að hann var ákærður fyrir að hafa handleggsbrotið mann við handtöku. Hann var sýkn- aður af því fyrir dómi en fékk sekt fyrir að hafa beitt svokölluðu lögreglutaki af óvarkárni. 1 dómsniður- stöðunni segir: „Þrátt fyrir að „lögreglu- tak“ þetta sé kennt öllum verðandi lögreglumönn- um, verður að leggja þeim þá skyldu á herðar að beita því með þeim hætti að menn slasist ekki alvarlega. Verður að telja, eins og á stóð, að ákærði (lögreglu- maðurinn) hafi ekki sýnt nægilega varkárni er hann hélt um handlegg fangans umrætt sinn, þótt í ljós sé leitt að fanginn hafi veitt mikla mótspyrnu, er reynt var að færa hann úr yfir- höfú, svo sem skylda er.“ Þrátt fyrir sektina tók Ámi aftur til starfa og heftir ekki fengið áminningu fyr- ir brot í starfi. -SG Hallgrímur Elíasson var sektaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á þessum gatnamótum Bergstaða- strætis og Skólavörðustígs. Hann segir kæruna hafa byggst á persónulegri óvild lögregluþjónsins í sinn garð. Guðmundur Guðjónsson yfirlög- regluþjónn „Ég hef tvisvar kallað Árna til mín og í bæði skiptin til að veita honum viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Ég hef ekki kynnst því að hann leggi menn í einelti." «■■> «3 *“* ■‘taW-Ur v« t- 5. v“ ■“» J ' ’’ ”■ ** -U „v — tnu. Þarna e Skýrslan sem Hallgrímur gaf þegar hann lagði fram kvörtun Þar segir meðal annars: „Annar lögreglumannanna er frændi minn, Árni Ólafsson, en hann hef- ur lengi haft horn í síðu mér og tel ég að þetta mál sé sprottið af persónulegri óvild hans í minn garð en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni kærir mig.“ VOLVO 440/460 kaupin! Argerð 1995 Mjög kraftmiklar vélar Vökvastýri/veltistýri Mynd: Volvo 440, álfelgur og vindskeið ekki innifalið í verði sem er frá: 1.448.000kr. Staðgreitt kominn á götuna Betra verð en nokkru sinni! Enn og aftur kemur Volvo á óvart með því að kynna nýja útfærslu af Volvo 440/460 árgerð 1995 á lægra verði en árgerð 1994. Þetta er ótrúlegt en satt en við hvetjum þig til að koma og sannfærast. Reynsluakstur tekur af allan vafa. Þetta eru bestu kaupin af árgerð 1995. Öryggið áfram í fyrirrúmi Volvo er leiðandi bflaframleiðandi á sviði öryggis. Uppfinningar á borð við 3-punkta bílbeltið, styrktarbita í hurðum, öryggisbúr um farþega, bílbeltastrekkjara og innbyggðan barnastól í aftursæti segja sína sögu. Sænsk gæðahönnun! Volvo 440/460 er hannaður af sérfræðingum Volvo í Gautaborg og gefur stóru bræðrum sínum lítið eftir hvað varðar öryggi, endingu, aksturseiginleika, vélarafl og þægindi. Volvo 440/460 er fáanlegur með 1.8 1 eða 2.01 vél, báðar með beinni innspýtingu. Hann er sérlega vel búinn aukabúnaði og má þar helst nefna vökvastýri, samlæstar hurðir, veltistýri, upphituð framsæti, bílbeltastrekkjara, sjálfvirka hæðarstillingu bflbelta, stillanlega hæð framsæta, dagljósabúnað, fellanlegt aftursætisbak, litað gler, læst bensínlok, 14" felgur og 185/65R14 hjólbarða, pluss áklæði á sætum og margt fleira. Volvo 440/460 er framhjóladrifinn og sparneytinn fjölskyldubfll. Góðir dómar! Bflagagnrýnendur eru á einu máli um Volvo 440/460 og m.a. gaf Bílablað DV bflnum sérstaklega góða umsögn og þá einkum hvað varðar vélarafl og hversu hljóðlátur hann er. VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST ra BRIMB0RG FAXAFENI8 • SIMI 91-68S870

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.