Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 11
, MMH FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 „til uppgjörs á skattskuldum.“ Af- gangurinn, nærri fimm milljónir króna, „flyst milli ára.“ í ár hafa Evrópsku laganemasamtökin á Is- landi fengið 60.000 og Stjórnunar- fálgið sem Árni Sigfússon stýrir fær eina milljón króna. Jóhanna styrkir Sig- rúnu Stefánsdóttur Jóhanna Sigurðardóttir hefur fimm milljónir króna til ráðstöfun- ar í félagsmálaráðuneytinu. I fyrra veitti hún 34 styrki og fullnýtti heimildina og 18 þúsund krónum betur. 1 ár hefur 3,5 milljónum ver- ið veitt af ráðstöfunarfénu. Þar má nefna að Norræna félagið fær 75.000 krónur en Sighvatur Björg- vinsson er duglegur að styrkja þau samtök. Þá fær Sigrún Stefáns- dóttir 200.000 krónur fyrir þátt um nýbúa sem einnig fær 150.000 krónur frá utanríkisráðuneytinu vegna sama þáttar. Þá fær Kvenna- karlakeðjan 75.000 krónur til starf- semi samtakanna. Davíð styrkir laga- nema og kaupir mái- verk Forsætisráðuneytið undir stjórn Davíðs Oddssonar hafði fimm milljónir króna til ráðstöfunar bæði árin. Á þessu ári hefur 880.000 verið veitt, málverk keypt af ekkju Jónasar Guðmundsson- ar listmálara á 330.000, laganemar styrktir um 250.000 og Hrafnseyr- arnefnd fékk aukalega 300.000 krónur. I fyrra voru færslurnar tvær, til Kvenréttindafélagsins og Háskólans, samtals 180.000. í bréfi þeirra segir: „Ráðstöfun þeirra fjár- heimilda, sem ráðherra nýtir ekki sérstaklega, hefur að öðru leyti ekki verið sérstaklega aðgreind frá öðr- um útgjöldum ráðuneytisins.“ kvikmyndagerðarmaður i ár fær fyrirtæki hans, Megafilm, 500.000 krónur til dreifingar erlend- is frá utanríkisráðuneytinu. Sama ráðuneyti veitti honum eina milljón króna styrk í fyrra „vegna kaupa á kvikmyndinni Reclaiming Paradise til dreifingar erlendis." Ekki náðist í Magnús Guðmundsson þar sem hann er staddur erlendis. ■ Þorsteinn veitir laga- nemum vel Þorsteinn Pálsson hefur 11 milljónir til ráðstöfunar árlega, 3 milljónir í sjávarútvegsráðuneytinu og 8 í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Hann nær fullnýtti styrk- inn í sjávarútvegsráðuneytinu í fyrra en í ár hefur engu verið ráð- stafað. í dóms- og kirkjumálum ráðstafaði hann 3,5 af 8 milljónum í fyrra en afgangnum „var varið til nýrrar stefnumótunarverkefna á vegum aðalskrifstofu ráðuneytis- ins. Var þar einkum um að ræða nefndarstarf skv. ákvörðun ráð- herra vegna samningar lagafrum- varpa.“ í ár hefúr 700.000 krónum Upp úr skúffunni Sigrún Slefánsdóttir fjölmiðlafræðingur Sigrún Stefánsdóttir fær styrk úr tveimur i áðuneytum, félagsmála- og utanríkisráðuneytinu vegna heimildamyndar um nýbúa. Sam- tals eru þetta 350.000 krónur. „Þetta eru styrkir sem ég sótti um og fékk frá tveimur ráðuneytum. Þeir eru yegna þátta sem ég geri um nýbúa á Islandi og voru teknir upp í Víetnam. Sjónvarpið veitti ekkert fé til gerðar þáttanna en veitti hins vegar aðgang að að- stöðu til eftirvinnslu og sýndi þá í staðinn. Svo einfalt var það.“ ■ verið ráðstafað. European Law Students Association fær styrk bæði árin, samtals hálfa milljón króna og laganemar fá 52.000 krón- ur árið 1993. Þá fær Myndbær hf 200.000 krónur þann 11. ágúst 1994 en Markús Örn Antonsson var þá starfsmaður þess. Myndbær fær reyndar einnig styrk frá Sighvati Björgvinssyni í heilbrigðisráðu- neytinu árið 1993 upp á 100.000 krónur og sömu upphæð frá Hall- dóri Blöndal í landbúnaðarráðu- neytinu árið áður svo þau tengsl eru óljós. Þórunn Gestsdóttir ritstjóri Hún, eða fyrirtæki hennar Farvegur, fékk styrk á vegum samgönguráðu- neytisins upp á 350.000 vegna „Ferðamála" sem Farvegur gefur út en út hefur komið eitt tölublað í maí ‘94 en það er fréttablað fyrir ferða- þjónustuna. Árið áður fékk blaðið 200.000 krónur frá sama aðila. „Ég er að gefa út þetta fréttablað sem tengist ferðamálum sem er málaflokkur sem tengist sam- göngumálaráðuneytinu. Styrkurinn fór í það. Ég held að það sé ekkert óeðlilegt við það. Þeir hafa talið að útgáfa blaðs myndi efla ferðaþjón- ustu. Menn hafa lengi talið að það sé þörf fyrir blað af þessum toga. Ég er að vísu flokksbundinn í Sjálf- stæðisflokknum en það er engin ástæða til að ætla að það tengist þessum styrk.“ ■ Össur bjargar fanga Umhverfisráðherra hafði 3,7 milljónir króna til ráðstöfunar bæði árin. Fyrra árið ráðstafaði Össur Skarphéðinsson rúmlega tveimur milljónum króna af heim- ildinni, samtals 13 styrkjum. Eiður Markús Öm Antonsson fyrrum borgarstjóri Myndbær fær 200.000 krónur í styrk frá Þorsteini Pálssyni í sumar en' þá starfaði Markús Örn Antonsson hjá fyrirtækinu. „Ég hef ekkert með þennan styrk að gera. Mér finnst alveg fráleitt að ætla að fara að blanda mér eitthvað inn í það að fyrirtæki sem hefur starfað um árabil á sviði mynd- bandagerðar fái styrki. Fyrirtækið hefur verið að vinna fyrir ráðuneyti og ýmsar opinberar stofnanir og fengið styrki í einhverjum mæli og það hefur bara sinn eðlilega gang og framhald hvort sem ég starfi hér tímabundið eða ekki.“ ■ Guðnason var ráðherra fýrri hluta árs en ekki kemur frarif hvernig styrkveitingum var háttað undir hans stjórn. Fram að síðustu mán- aðamótum hafði össur rástafað rúmlega 2,5 milljónum í 19 styrki. Þar vekur mesta athygli styrkur upp á 37.600 krónur fyrir „greiðslu fata- og lögfræðikostnaðar vegna ís- lensks fanga í Kólumbíu.“ Pálmi Jónasson ásamt jbg, lae og Bih Upp úr skúffunni Laganemar maka krókinn ■ Til laganema. Styrkur til þátttöku í málflutningskeppni norrænna laganema í Osló. 52.000 -Dómsmálaráðuneytið 1993 ■ The European Law Stud- ents Association. Styrkur vegna seminars. 300.000 -Dómsmálaráðuneytið 1993 ■ European Law Students Association. Styrkur. 200.000 -Dómsmálaráðuneytið 1994 ■ Styrkur til ráðstefnu lög- fræðinema „Atvinnumögu- leikar fyrir unga lögfræðinga í sameinaðri Evrópu.“ 150.000 Fjármálaráðuneytið 1993 ■ Styrkur til Evrópsku laga- nemasamtakanna á íslandi, vegna ráðstefnu um forsend- ur laganáms á íslandi. 60.000 -Fjármálaráðuneytið 1994 ■ Styrkur vegna þings nor- rænna laganema hér á landi. 250.000 -Forsætisráðherra 1994 Stefán Eiríksson formaður Orators Laganemar virðast afar duglegir við að afla sér styrkja og leita til margra ráðuneyta í því skyni. Engin önnur nemendasamtök komast í hálfkvisti við laganemana og reyndar eru fæst þeirra nefnd í sundurliðun ráðuneytanna. „Það eru mörg samtök laganema sem hafa sótt um þessa styrki og ástæðan er sú að starfsemi laga- nema er miklu meiri en annarra nemasambanda hér á landi." Nú eru þetta stjórar fjárhæðir og laganemar skera sig nokkuð úr. Er gert út á þetta? „Nei, það held ég ekki. Laganemar eru kannski betur upplýstir en aðrir um tilvist þessara fjárveitinga og fyrir því eru líklega ýmsar ástæður. Ein þeirra er sú að fjölmargir laga- nemar vinna í ráðuneytunum og þekkja því kannski betur inn á þetta. En að tala um einhverja út- gerð í þessu sambandi er fráleitt." Nú eru flestir ráðherrar og emb- ættismenn löglærðir. Hefur það ekki áhrif á velvild þeirra? „Ég held að það geti ekki verið. Persónu ráðherrans má ekki blanda saman við embættið og þótt fjár- veitingin sé eftir geðþótta ráðherr- ans eru þessi mál sem laganmemar hafa fengið styrki út á mjög brýn. Félagið hefur mikið gengist fyrir ráðstefnum og ekki hafa fengist styrkir frá Háskólanum til þess. Ég held að þeim hafi einfaldlega fund- ist erindin vera brýn og málefna- leg.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.